Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 7
Fór á skíðum í skóla og á skátafuncl, en
aðeins einn annar konr.“ 1. marz var logn
og frost og snjór — útiæfing, fundum væng-
brotinn snjótitling og veittum honum fyrstu
hjálp.“ B. apríl tókurn við Axel Andrésson
hvor sína skátasveit. 1. og 12. maí fóru um
40 skátar á 2 bátum út í Örfirisey. 30. maí
æfing og útilega á íþróttavellinum. 21. júní
útilega við Elliðaár, 28. júní útilega við
Hólmsá. „Tryggvi og 2 aðrir komu með
tjaldið kl. 11 á hestvagni. Vöknuðum kl. 6.
— Ausandi rigning, á fætur kl. 8 — tveir
sendir heim að Elliðavatni að kaupa mjólk,
kveiktum eld upp úti og elduðum þar á
. . . komum heim kl. 614. 3. júlí: Útilega
við Korpúlfsstaðaá. Höfum 4-hjóla vagn
með tveim hestum fyrir undir farangurinn.
Fórum næsta rnorgun á íþróttamót í Gufu-
nesi, en þar eð ekki var byrjað kl. 2, héld-
um við í bæinn og komum heim. kl. 7]/2- —
Yfir sumarið var þeim, sem í bænum voru,
skipað í flokka, svo að þeir gætu haldið
áfram að starfa, þó aðrir hefðu farið í
sveit. — Stærsti viðburður sumarsins var
heimsókn danskra skáta undir forystu
Hartvig Möller frá Hellerup. Sá Thomsen
kaupmaður um að útvega þeim farkost og
annað til ferðalags austur um sveitir, en
við tókum á móti þeim hér og létum þá
gista á heimilum skáta í bænum, þær tvær
nætur, sem þeir dvöldu í Reykjavík. „9.
ágúst vaknaði maður kl. 614 að morgni og
niður á bryggju í hasti því allir áttu að
vera mættir þar kl. 7, en Botnía kom ekki
fyrr en 8,10 og þeir dönsku í land kl. 9. Var
gengið upp á íþróttavöll og mönnum skipt
þar niður.“ Var þeim seinna sýnt um bæ-
inn og gefið tækifæri til þess að æfa sig á
hestbaki, áður en lagt skyldi í ferðalagið
mánudag þ. 11. ágúst. Fylgdarmenn skát-
anna voru þeir Baldur Sveinsson ritstjóri
og Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Var för-
inni heitið austur á Rangárvelli, en við
ætluðum svo að mæta þeim á Þingvöllum
og hafa móttöku í Reykjavík er þeir kærnu
aftur . .. Fórurn við Páll Andrésson ríð-
andi til Þingvalla þ. 14. með útilegu út-
búnað og biðum við þar eftir þeim í 5 daga,
en þeirn hafði seinkað um tvo daga frá þvi,
sem ráðgert hafði verið. Vorum við síðast
lagðir af stað ríðandi á móti þeim, en mætt-
um þeim á Laugardalsvöllum. Þeystum við
þá til baka til Þingvalla og komum þangað
tveim klukkutímum fyrr en þeir. Voru þeir
heilir á húfi en rass-sárir mjög, svo ferðin
sóttist seint. Kl. 414 að rnorgni þess 19.
ágúst kom ég á fætur, til þess að fá járnað-
an hest minn, kl. 7 lögðum við allir af stað,
við Páll og Thomsensbræður fórum á und-
an og komum til Reykjavíkur kl. iy2 en
hinir kl. 4i/2. Mættumst svo allir kl. 7 á
Austurvelli og kl. 8i/2 fóru dönsku skátarn-
ir um borð, en frekara var ekki tími til að
gera fyrir þá hér í bænum.
16. nóv. 1913 var skipt í sveitir og flokka
fyrir veturinn. Voru 40 mættir á fundinum
af 60 félagsmönnum. 13. og 14. des hélt
skátafélagið hlutaveltu í „Bárunni". Seld-
ist ekki allt upp, frekar hjá okkur en öðrum
í þá daga. Brúttó komu inn 682 kr. en nettó
ágóðinn varð 520 kr. Var á fundi 17. des.
ákveðið að kaupa tromrnu og 7 lúðra fyrir
270 kr. alls, frá Englandi. — Nokkru seinna
byrjuðum við að gefa út blað, sem hét
„Skátinn“, en af því komu víst ekki nema
3 eða 4 eintök.
Það má þannig sjá, að ýmislegt hefur
gerzt hjá okkur, þar sem þetta er aðeins
sýnishorn af sumu af því, sem ég hef skrif-
að hjá mér. Aðrir kynnu sjálfsagt frá ekki
minnu að segja og væri vel, ef þeir sem
eitthvað hafa í fórum sínum frá fyrstu ár-
um skátafélagsskaparins, athuguðu það nán-
ar og segðu frá því, á meðan það ekki er
alveg gleymt.
Helgi Tómasson.
SKATABLAÐIÐ
45