Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 8
SkátastarfiS og þjóSféla^ið í tilefni af 40 ára skátastarfi hér á landi, hef- ur Skátablaðið snúið sér til nokkurra þjóð- kunnra borgara, og beðið þá að skrifa nokkrar línur um skoðun sína á gildi skátafélagsskapar- ins, fyrir æskuna og þjóðfélagið. Birtir Skátablaðið hér ávörp þeirra, sem urðu við þessari beiðni: Skátahreyfingin vill ala upp dugmikið fólk, úrræðagott, sem þekkir land sitt, því er hún þjóðnýt hreyfing og bætir úr brýnni þörf, eins og nú er háttað þjóðlífinu. Eysteinn Jónsson. EYSTEINN JÓNSSON, fjármálaráðherra: BJARNI BENEDIKTSSON, utanríkisráðherra: Á íslandi eru miklir framtíðarmöguleikar, en það þarf tápmikið fólk, til þess að not- færa sér þá. Þjóðin má ekki slitna úr sam- bandi við land sitt. Engin hætta var á því, að svo færi, þegar svo að segja hver íslend- ingur átti dagleg samskipti við land eða sjó. Hættara er nú við, að þessi tengsli rofni hjá þeim fjölda, sem nú vinnur verk sitt, án beinna samskipta við landið eða hafið umhverfis. Áður fyrr þurfti svo að segja hver maður á íslandi að vera við því búinn að mæta hverju, sem að höndum bar í erfiði og starfi, lítt eða ekki studdur af öðrum en sínum nánustu. Þá lærðu menn það af nauðsyn að vera viðbúnir. Nú er þetta breytt í mörgu tilliti. Samhjálp meiri og atvinnuhættir margra þannig, að færra get- ur á óvart komið. Þetta hefur þó þá skugga- hlið, að það dregur úr fjölhæfninni og árvekninni. Ekki er þjóðinni þó minni nauðsyn en áður, að menn séu viðbúnir, dugmiklir, úr- ræðagóðir og þekki land sitt. í starfi skátanna met ég það mest, að þeim er kennt það tvennt í senn: Að bjarga sjálfum sér og vinna með öðrum. Án vilja og getu borgaranna til sjálfshjálpar og sam- vinnu má þjóðfélagið ekki vera, og verður þess vegna sízt orðum aukið, hvílíkt þjóð- nytjastarf félagsskapur skáta hefur unnið og vinnur hér á landi. Bjarni Bcnediktsson. HELGI ELÍASSON, frœðslumálastjóri: Sannur skáti er dreng- ur góður. „Hvað ungur nem- ur gamall fremur“, segir gamalt máltæki. Reynslan hefur sann- að þetta. Þess vegna tel ég það geta verið mikinn ávinning fyrir verðandi þjóðfélags- borgara, ef hann á unga aldri tekur þátt í 46 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.