Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1952, Síða 9

Skátablaðið - 01.12.1952, Síða 9
starfsemi skáta og temur sér þær góðu dyggðir og háttu, sem þar er lögð áherzla á. Flest fólk — ungt og gamalt — leitar einhverrar tómstundaiðju eða athafna utan hinna daglegu skyldustarfa sinna. Þetta á ekki síður við um skólanemendur en annað fólk. Skólinn er aðalstarfsstöð þeirra Skyldustörfin mega ekki vera svo tímafrek, að ekki vinnist tími til annarra hugðarefna. Vel valin tómstundaiðja eyk- ur þroska og starfsgleði. Skátastarfsemin er fjölþætt og mannbæt- andi. Hún hentar vel börnum og ungling- um. Þess vegna eiga skólastörf og skátastörf samleið. Þakkir séu skátafélögunum fyrir vel unn- in störf undanfarin 40 ár. Þjóðargipta fylgi störfum þeirra í nútíð og framtíð. Helgi Elíasson. BEN. G. VÁGE, jorseti Í.S.Í.: Frá bernskuárum mín- um, hefi ég margar og ánægjulegar endur- minningar um veru mína í skátafélags- skapnum. Og tel ég hann einn bezta og hollasta félagsskap, fyrir börn og ung- linga, sem völ er á. Því þar má segja, að þeim sé kennt allar góðar dyggðir. Allir skdtar eiga að vera viðbúnir. Þeir eiga ávallt að vera viðbúnir vandamálunum, og þá fyrst og fremst vanda- málum lífsins, þegar þar að kemur. Leita ekki til annarra, með úrlausnir verkefna, fyrr en fullreynt er. Skáti er sjálfum sér trúr. Hann veit að sjálfs er höndin holl- ust. Skátar læra margt það á uppvaxt- arárunum, sem kemur þeim að góðum notum síðar á lífsleiðinni. Þeir læra að beyta ýmsum áhöldum og tækjum, við dag- leg störf. Þeir læra að búa sig eftir veður- fari og ferðast, með áttavita. Þeir læra að þekkja landabréf, og mæla fjærlægðir. Þeir læra að tjalda og matbúa og ótalmargt fleira nytsamlegt. — Skátar iðka íþróttir, og þá fyrst og fremst hinar nytsömu, eins og sund, fjallgöngur og útilegur. Þeim er snemma kennt að bera hvers annars byrgð- ar. Að vera hjálpsamir við hvern sem í hlut á. Það sýnir bezt blóðgjafasveit skáta. Sannur skáti verður fljótt sjálfstæður í verkum sínum og hugsun. Skátar eru þjóð- legir. Þeir þjálfa jafnt huga sem hönd, með góðum félögum. Og komast fljótt að raun um, að þótt „konungur vilji sigla, hlýtur byr að ráða“, og eftir því haga þeir sér. Og er þeir stækka og þroskast, reyna þeir yfirleitt að vera, sem bezt viðbúnir að leysa vandamál lífsins. Að framanrituðu tel ég skátahreyfinguna, vera mannbætandi á allan hátt, og einn farsælasti gróður vors unga lýðveldis. — Ég þakka B.Í.S. og skáta- hreyfingunni fyrir heillaríkt fjörutíu ára starf, — og óska íslenzkum skátum allra heilla í framtíðinni. Ben. G. Wage. SKÁTABLAÐIÐ 47

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.