Skátablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 12
sagði Páll. „A£ hverju mundir þú lifa, ef
ég hugsaði ekki um allt hér?“
„O, — ég gæti vel komist af án þín,“ svar-
aði Pétur kæruleysislega.
Þá varð Palli fjúkandi reiður. „Það þætti
mér gaman að sjá.“ sagði hann. „Ef þú
raunverulega gétur sýnt það í verki, þá
skal ég með glöðu geði einnig gefa þér
minn hluta af búinu.“
í fyrsta sinni á ævinni virtist nú vakna
áhugi hjá Pétri.
„Ég geng að þessu,“ segir hann. „Þú ferð
héðan, og ert í burtu fimm ár, og ef ég get
stundað búskapinn hér eins vel og þú hefur
gert, og haft allt í svipuðu ástandi, þegar
þú kemur aftur, þá á ég búið einsamall.
Ertu samþykkur þessu?“
Pálli gekk að þessu, vegna þess að hann
var orðinn þreyttur á leti bróður síns, og
vinnu gat hann vafalaust fengið einhvers
staðar, svo að það mundi ekki verða hon-
um erfitt að hafa ofanaf fyrir sér þessi ár.
Ef þetta gæti orðið til þess að kenna Pétri
að meta vinnuna að verðleikum. Þá gafst
honum tækfæri til þess að reyna það. Palli
hugsaði ekki ávallt um sjálfan sig.
Og svo fór Palli út í heiminn. Hann fékk
vinnu á ýmsum stöðum, og vegna þess að
hann var duglegur verkmaður, bar hann
talsvert úr býtum. Sparsamur var hann, svo
að frá hverjum stað, gat hann alltaf lagt
dálítið fyrir af launum sínum. — Það gæti
kornið sér vel síðar
Þegar þessi fimm ár voru liðin, tók hann
saman dót sitt og hélt heim, til þess að sjá
hvernig Pétri hafði gengið heinia á búinu.
Það leyndi sér ekki. Strax og bærinn kom
í augsýn, að þar var ekki allt með felldu.
Það var aum sjón, sem blasti við honum.
— Mikið verri en hann hafði óttast.
Húsið hafði ekki verið málað síðan hann
fór, og leit nú mjög hrörlega út. Dyrnar á
hænsnahúsinu stóðu opnar og hurðin skellt-
ist, þar voru engin hænsni. Og sama var að
segja um svínastíuna, hún sttóð opin og
tóm. Palli fór inn í eldhús, og sá Pétur þar.
Hann var að borða eitthvert snarl, gamalt,
hart, þurrt brauð, sem var það eina er
fannst ætilegt í húsinu.
„Mikil ósköp er að sjá útganginn á öllu
hér,“ sagði Palli. „Hvernig hefur það geng-
ið hjá þér, Pétur?“
FIMMTUGIR - ÁRNAÐ HEILLA
Hendrik Thorarensen,
bankaféhirðir,
£. v. varaskátahöfðingi.
Fimmtugur 13/io- ’52.
Carl Hemming Sveins,
verzlunarmaður,
f. v. stjórnarmeðl. Bís.
Fimmtugur 5/io- ’52.
HÖRDUR JÓHANNESSON,
málameistari,
félagsforingi S.F.R.
Fimmtugur 20/i2- ’52.
Sr. Helgi Konrádsson,
prófastur, félagsforingi
Andvara, Sauðárkróki.
Fimmtugur 24/n. ’52.
50
SKÁTABLAÐIÐ