Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 13
„O, — þess þarft þú ekki að spyrja“ sagði
Pétur. „Það hefur gengið illa, mjög illa. Ég
hef orðið að selja bæði bústofninn og nú
seinast húsgögnin, til þess að svelta ekki
í hel.“
Palli leit í kringum sig í stofunni. Það
var rétt, engin húsgögn voru inni, nema
rúmið. „Þú segir satt,“ andvarpaði Palli.
„Hér hefur aldeilis verið of mikið að gera
fyrir einn mann.“
Það var ekki lengur hátt risið á Pétri,
hann var mjög niðurdreginn og yfirbug-
aður. „Ég hef reynt að gera það sem ég
gat,“ sagði hann, „en ég sá það strax að
þetta var mér ofvaxið að reyna að halda í
horfinu, svo að síðasta árið hef ég bara
verið að bíða eftir því, að þú kæmir heim
og tækir við þessu öllu. Því að nú geri ég
ráð fyrir að búið tilheyri þér einum. Ég
hef staðið mig svo illa, að ég á ekki lengur
minn hluta af búinu.“
Nú kom sér vel fyrir Palla að eiga pen-
inga. Þær voru margar smugurnar, sem
þurfti að fylla. Stofuna þurfti að mála og
kaupa húsgögn, og húsdýr varð að kaupa
aftur. Það varð að koma ræktun í túnið
og garðana, grafa upp úr brunninum, og
útsæði varð maður að hafa.
„Hér er víst ekkert fyrir mig að gera,
eftir það sem á undan er gengið,“ sagði
Pétur, þegar hann sá hvernig allt byrjaði
að rétta við aftur á bænum. Svo var fyrir
að þakka fjármagni Palla og iðjusemi.
„Það er víst bezt að ég fari og hugsi um
mig sjálfur."
„Já, það skalt þú gera,“ sagði Palli, „en
þú skalt ekki halda, að við séum skildir að
skiptum, af þessu. Nú er það þitt hlutverk
að vera í burtu í fimm ár. í þessi fimm ár
verður þú að sjá um þig sjálfur, og vinna
fyrir þér. Og ef þér gengur vel, og lærir að
meta hvers virði vinnan er, þá skalt þú
koma hingað aftur, og halda eignarétti
þínum yfir helmingi af okkar gamla bónda-
býli.“
Þetta fannst Pétri vera bæði réttlátt og
mjög sanngjarnt tilboð, en hann var ótta-
sleginn, að horfa fram á það að þurfa að
bjarga sér upp á eigin spýtur í fimm ár.
En það var ekki um annað að gera en
reyna, og svo fór hann burtu. Þegar út í
heiminn kom, lærði Pétur fljótt, að sá sem
ekki vill vinna, fær heldur engan mat. Nú
átti hann hvorki dýr eða húsgögn til þess
að selja fyrir daglegu brauði.
Þegar liin fimm reynsluár — löng og
erfið — voru liðin, stóð hann aftur heima
á bænum hjá Palla.
„Nú get ég unnið hvaða vinnu sem er,“
sagði hann glaðlega.
„Láttu mig sjá,“ sagði Palli, því hann
trúði honum ekki í fyrstu. Eftir eins dags
vinnu á túninu, sá hann breytinguna. Af-
köstin voru að vísu ekki mikil, en viljinn
til þess að vinna kom í Ijós, og Pétur var
ekki lengur hræddur við að taka til starfa.
„Nú verður þú hérna hjá mér,“ sagði
Palli.
„Sem vinnumaður þá?“ spurði Pétur
dræmt, því hann vildi vera viss um það,
hvort hann hefði staðist prófið.
„Nei, sem bróðir,“ sagði Palli, ,og eig-
andi að hálfu búinu. En við skiptum ekki
búinu í helminga heldur vinnum sameigin-
lega við það, þá gengur allt miklu betur.“
Og það varð allt miklu betra. Frá þeim
degi urðu bræðurnir einlægir vinir. Og
hver sá sem fór fram hjá gat séð, að þarna
vantaði ekki vinnuafl. Þar voru starfandi
fjórar vinufúsar hendur og fætur, og nú
gekk búskapurinn ágætlega, þrátt fyrir,
þótt þar einu sinni hafi verið niðurnýtt og
rytjulegt kot.
(Lauslega þýtt úr „Vi Eínga.)
SKÁTABLAÐIÐ
51