Skátablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 14
BARNATÍMI í ÚTVARPINU.
Kvenskátafélag Reykjavíkur minntist 30 ára
afmælis síns með hófi í Skátaheimilinu í Reykja-
vík þ. 9. nóv. s. 1. og bauð fjölda gesta. Eins
og kunnugt er átti félagið 30 ára afmæli þ. 7.
júlí s. 1. sumar.
Ennfremur stóð K.S.F.R. fyrir barnatíma í
útvarpinu þ. 16. nóv. s. 1. Frú Flrefna Tynes,
félfor. stjórnaði barnatímanum.
NÝR FÉLA GSTORINGI í HAFNARFIRÐI.
Eiríkur Jóhannesson hefur verið kjörinn
félagsforingi Flraunbúa í Hafnarfirði. Jón
Guðjónsson fyrrverandi félagsforingi baðst
undan endurkosningu, en hann hefur svo sem
kunnugt er verið foringi þeirra undanfarin ár.
Frá brezka skátasambandinu hafa borist boð
um þátttöku i eftirfarandi mótum ncesta sumar:
SKÁTAMÓT AÐ TORQUAY,
22. MAÍ - 12. JÚNÍ 1953.
Skátafélagið í Torquay, á suðurströnd Dev-
onshire, bjóða skátaflokki (6—8) héðan, þátt.
töku í skátaútilegu, ásamt dvöl á heimilum
skátanna frá 22. maí til 12. júní 1953.
íslenzku skátarnir eru gestir brezku skátanna
þennan tíma. Frá 22. maí til 5. júní búa erl.
skátarnir á heimilum skátanna í Torquay. Frá
5. til 12. júní verður mótið, á tjaldstað félagsins.
Brezku skátarnir útvega tjöld og eldunaráhöld,
en gestirnir þurfa aðeins að hafa með sér ein-
staklings útbúnað.
Reynt verður að haga því þannig, að erl.
skátarnir geti komist til I.ondon, þegar krýn-
ingin fer fram, eða að minnsta kosti séð um að
að þeir fylgist með krýningunni í sjónvarpi.
Skátafélagið í Torquay hefur boðið um lOOerl.
skátum frá ýmsum þjóðum þátttöku í móti
þessu.
THE EAST ANGLIAN CORNATION
JAMBORETTE 23. MAÍ TIL 4. JÚNÍ 1953.
Brezkir skátar frá Norfolk, Suffolk og Cam-
bridgeshire bjóða 7 ísl. skátum í heimsókn dag-
ana 23. maí til 4. júní 1953.
Islenzkn skátarnir verða gestir Bretanna
þennan tíma. Yfir hvítasunnuhelgina 23.-25.
maí verða brezku skátarnir og gestir þeirra í
tjaldbúðum í Sandringham Park.
Eftir útileguna er skátunum boðið að bt'ta á
heimilum enskra skáta i 10 daga. A þeim tíma
ætla ensku skátarnir að reyna að sjá til þess
að erl. gestirnir fái tækifæri til þess að fara til
London þegar krýningarathöfnin fer fram, eða
a. m. k. að þeir fái að fylgjast með athöfninni
í sjónvarpi.
MANCHESTER AND SOUTH-EAST LANC-
ASHIRE INTERNATIONAL JAMBOREE,
25 júli til 16. ágúst 1953.
Manchester og Suð-Austur Lancashire skátar
bjóða einum skátaflokki eða meira frá Islandi,
þátttöku í móti og dvöl á heimilum brezkra
skáta næsta sumar.
Frá 1. til 9. ágúst verður dvalið í tjaldbúð-
um í Dunham Park, Altrincham. Viku fyrir og
eftir mótið, búa erlendu skátarnir á heimilum
brezkra skáta. ísl. skátarnir eru gestir brezku
skátanna, og hafa engin útgjöld (önnur en vasa-
peninga) frá þeim tíma er þeir koma til Manc-
hester, þar til þeir fara þaðan, eða samtals í
þrjár vikur.
Skátarnir þurfa að hafa með sér léttan við-
leguútbúnað, þar sem ráðgerð er tveggja daga
gönguferð, á þeim tíma sem mótið stendur yfir.
52
SKATABLAÐIÐ