Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 15
LAKELAND CORONATION JAMBOREE. 1. til 15. ágúst 1953. Þrjú félög skáta í Cumberland West og Cumberland North and East, ásamt Westmor- land halda skátamót fyrir ca. Í500 skáta við Lake Windermere, dagana 1. til 8. ágúst 1953. Mótstaðurinn er eina mílu frá Ambleside og fjórar mílur frá Windmere stöðinni, í mjög fögru umhverfi. Tjaldbúðirnar verða á bökk- um Brathy árinnar, þar sem hún rennur til Langdale Valleg. Þátttakendur frá íslandi eru gestir brezku skátanna, en þátt. greiði ferða- kostnað að og frá mótstað. Vikuna frá 8. til 15. ágúst eru skátarnir gestir ensku skátanna og geta þá búið á heimilum þeirra eða í tjöldum víðs vegar í nágrenni móts- ins eftir eigin vali. RÓVER MÓTIÐ 1953. Stjórn Bís hefur skipað þá, Sigurð Ágústsson, Jón Oddgeir Jónsson og Arnbjörn Kristinsson í undirbúningsnefnd vegna væntanlegrar þátt. islenzkra R. S. í mótinu í Sviss næsta sumar. Umsóknir um þátt. eru farnar að berast til Bís, og ættu félögin sem fyrst að tilkynna, hvort vænta megi þátttöku frá þeim. ÍSLENZKUM KVENSKÁTUM BOÐIN ÞÁTT- TAKA í MÓTI í NOREGI. Norsku K.F.U.K. skátarnir undirbúa nú stórt mót, sem haldið verður við Trones, um 80 km norður af Þrándheimi. Mótið stendur yfir dag- ana 28. júlí til 5. ágúst 1953. Norsku K.F.U.K. skátarnir gera ráð fyrir 2—4000 þátt. í mótinu. ísl. kvenskátum er boðið að senda 5 þátt. á mót þetta. Sams konar boð hefur verið sent öllum bandalögum innan alþjóðabandalags kvenskáta. Erl. skátarnir munu búa meðal norsku skátasveita, en ekki í sér tjaldbúðum. Gestirnir eiga að hafa með sér tjald og allan venjulegan útileguútbúnað. Mótsgjald er £ 2—5—0—, auk ferðakostnaðar. Óskað er eftir svari fyrir 15. febrúar 1953, um hvort við munum senda þátttakendur á mótið. Fréttabréf úr Hafnarfirði. Viðburðarríkustu dagar okkar hafnfirzkra skáta og brennipunkturinn í öllu okkar starfi hefur um fjölda mörg ár verið Vormótið um hvítasunnuna. Að þessu sinni átti að halda mótið á Kjóa- völlum, en því var breytt á síðustu stundu og það haldið í Stóra-Bás, sem er í landi Lárusar Hjaltested, er lánaði það góðfúslega. Mótssetning fór síðan fram kl. 7 s. d. laugar- daginn 29. maí með 94 þátttakendum meðal annars frá Keflavík og Kópavogi. Veður var gott mótsdagana, þó að norðan kaldi blési og hita- stigið færi niður fyrir frostmark á næturnar. Mótið fór fram með svipuðu sniði og undan- farið: íþróttir iðkaðar, farið í leiki og göngu- ferðir um nágrennið. Bæði kvöldin voru varð- eldar og var skemmt með söng, hljóðfæraslætti og leikþáttum. Á báða varðeldana kom Hörð- ur Jóhannesson félagsforingi úr Reykjavík og skemmti hann skátunum með skopsöguflutn- ingi. Með Herði kom sænskur skáti, Áki Ander- son frá Kalmar og dvaldi hann á mótinu báða seinni daga þess. Áki varð sérlega vinsæll meðal skátanna vegna harmonikuleiks síns sem hlaut ágætar undirtektir. Sérstakan svip setti útkoma „KJÓANS“ á mótið, en Kjóinn var fjölritað blað, sem kom Vormótið 1952. — Tjaldbúðir. — Mótslit. — SKATABLAÐIÐ 53

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.