Skátablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 18
í fyrra sumar var Væringjaskálinn að
Lækjarbotnum 30 ára. Vegna rúmleysis hef-
ur dregist að byrta þessa grein fyrr.
Árið 1920 hófust foringjar Skátafélags-
ins Væringjar í Reykjavík handa um að
koma sér upp skátaskála að Lækjarbotnum,
og var því verki lokið í júlí 1921. Staðurinn
var þá talsvert meira afsíðis en nú er, enda
voru ferðalög með bifreiðum ekki orðin
þá jafn algeng og nú. Þá voru skátarnir
rúma klukkustund að lrjóla upp að Lög-
bergi, og þaðan var um 20 mínútna gangur
upp í skála. Þá var unnið í daglaunavinnu
frá kl. 6—6, og búðir opnar jafnt laugar-
daga sem aðra daga til kl. 7 á kvöldin.
Á þeim tíma var þess vegna brottfarar-
tími úr bænurn kl. 9 á laugardagskvöldin,
en ekki kl. 2 eða 4 e. h. svo sem nú er al-
gengast. Samt sem áður var ekki síður en nú
farið í útilegur um helgar, og oftast á reið-
hjólurn eða gangandi.
Þeir Axel V. Túliníus og Ársæll Gunn-
arsson, sem þá voru aðalforingjar Væringja,
stóðu aðallega fyrir útvegun fjármagnsins
til efniskaupa í skálann, en þeir sem mest
unnu við bygginguna voru: Guðmundur
Helgi Pétursson, Frímann Ólafsson, Axel
Gunnarsson, Sigurður Gunnars (Dengsi),
Ólafur R. Björnsson, Angantýr Guðmunds-
son, Lárus Jónsson, Brynjólfur Vilhjálms-
son, ísleifur Gíslason, Þórður Þórðarson
(læknir) og fl.
Skálinn var upphaflega byggður í forn ísl.
stíl, með hlöðnum veggjum úr torfi og
grjóti, klæddur timbri að innan, með skar-
súð og sperrum, en timbur göflum. Stór
stofa er í vestur enda, en svefnskáli í austur,
inngangur í andyri og eldhús í miðju. Rúm
er í svefnskála fyrir 25—30 manns og er
þá miðað við tvo í flestum rúmum, en oft
hafa dvalið í skálanum um nætur sakir mik-
ið fleiri.
Síðar voru hlöðnu veggirnir rifnir, en
timbur og járn sett í staðinn.
Allt frá því skálinn var byggður hefur
hann verið mikið notaður, bæði sumar og
vetur.
Árið 1938 þegar Væringjar og Ernir voru
sameinaðir í eitt félag, Skátafélag Reykja-
víkur, gekk Væringjaskálinn í eigu þess
félags.
Félagar S.F.R. skipta nú hundruðum, og
eiga þeir marga útilegu skála, en tryggð
sinni hafa þeir ávallt haldið við gamla
Væringjaskálann í Lækjarbotnum, þótt
liann rúmi nú aðeins lítinn hluta félags-
ins. Staðurinn, sem honum var í upphafi
valinn, þykir svo góður, að nú er þegar að
mestu lokið við að reisa annan Lækjarbotna-
skála við hliðina á þeim gamla. Vonandi
verður gamli skálinn varðveittur og haldið
við í sinni rnynd, sem verðugur þeirra minn-
inga, sem við hann eru tengdar, eftir öll þau
ár, sem Reykjavíkur skátar hafa notið úti-
lífsins í skjóli þeirra þæginda, sem hann
veitti þeim.
Síðastliðin fimm ár a. m. k. hefur Guð-
mundur Magnússon, klæðskeri verið skála-
vörður. Þar er Guðmundur á sinni réttu
hillu, — húsbóndi á sínu heimili — og gætir
skálans og alls, sem honum tilheyrir sem
sjáaldurs augna sinna.
56
SKÁTABLAÐIÐ