Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Qupperneq 5

Skátablaðið - 01.06.1954, Qupperneq 5
Hinn 11. marz s. 1. kom til Reykjavík- ur með flugvélinni Gullfaxa Madame Ada P. Cornil, sendifulltrúi frá Alþjóðastjórn kvenskáta í London. Madame Cornil er belgísk og hefur verið starfandi skáti síðan árið 1919. Hún er aðalforingi (National Commissioner) fyrir sínu kvenskátabandalagi í Belgíu (The open Guide Movement in Belgium) og á sæti í sameiginlegri yfirstjórn allra skáta (drengja- og kvenskáta) í Belgíu. Sú yfir- stjórn fjallar aðallega um fjárhagsleg við- fangsefni belgískra skáta, en að öðru leyti starfa kven- og drengjaskátar þar út af fyrir sig. Madame Cornil hefur starfað mikið að alþjóða málefnum kvenskáta. Meðal ann- ars hefur hún átt sæti í alþjóðastjórn kven- skáta árin 1946—1950, og var varaformað- ur stjórnarinnar 1948—’50. Hún var kjör- in forseti alþjóðaráðstefnu kvenskáta í Noregi 1952, og nú er hún varaformaður í alþjóðanefnd, sem fjallar um málefni bandalaga, sem sækja um upptöku í Al- þjóðabandalag kvenskáta. Þá var Madame Cornil s. 1. haust kjörin í stjórn alþjóða- samtaka gamalla skáta, og er þar varafor- maður. Madame Cornil er einkar aðlað- andi kona, og talar hún ensku og frönsku viðstöðulaust, auk síns móðurmáls. Vegna óhentugra flugferða gat hún að- eins dvalið hér á landi x 3 daga og gat þess vegna ekki heimsótt félög utan Reykja- SKÁTABLAÐIÐ víkur. Hún hafði mikið að gera þennan stutta tíma, sat m. a. fund með stjórn BÍS, stjórn KSFR og stjórn Svannasveitar og kom auk þess á fundi hjá ljósálfum, skáta- stúlkum og á félagsfund kvenskáta. Ekki var annað sjáanlegt en að Madame Cornil væri ánægð með starf kvenskátanna hér, eins og það kom henni fyrir sjónir. VerðlaunaÞrautir í Skátajólum ÚRSLIT OG SVÖR í síðasta blaði „Skátajóla" 1953, voru þrjár verðlaunaþrautir, myndagáta, kross- gáta og svo lagið frá „Blástökkum“ í grein- inni „Jólafundurinn". Engin rétt svör bárust við krossgátunni, og heldur ekki við „laginu“ frá Blástökk- um, enda var „lagið“ samið til þess að lesa úr því morse-stafi en ekki nótur. Mörg svör bárust við myndagátunni, en hjá flestum var nákvæmnin það mikil, að lesa úr henni íslandsmót í staðinn fyrir landsmót. Fyrstu verðlaun, Skátahreyfingin, Bók B. P., í skinnbandi, hlaut Jón Kristjáns- son, Ránargötu 21, Reykjavík. Önnur verðlaun, Skátablaðið 1954, hlaut Edda Aðalsteinsdóttir, Hólagötu 15, Vest- mannaeyjum. Ráðning myndagátunnar er rétt svona: Á komandi sumri halda skátar landsmót í Húsafellsskógi. Hittumst heilir. 3

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.