Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Síða 7

Skátablaðið - 01.06.1954, Síða 7
F rímerlíja-sli/iíar og shátar á irítncvhjum Mikill fjöldi drengja safnar frímerkjum eða öllu heldur byrjar á frímerkjasöfnun. Flestir gefast þeir upp vegna þess, að við- fangsefnið verður þeim ofviða, bæði fjár- hagslega og efnislega. Áður fyrr var lögð áherzla á að safna öllum heiminum, þ. e. öllum merkjum, sem komu út í hverju landi. Þetta gátu menn gert fyrir 50—60 árum, nú er það ó- gerningur. Þegar frímerkjaútgáfan jókst hröðum skrefum, tóku menn til að safna frímerkj- um frá ákveðnum löndum eða aðeins frá sínu eigin landi. Það er viðráðanlegra, en getur orðið ærið kostnaðarsamt stundum. Á seinni árum er að ryðja sér til rúms þriðja söfnunaraðferðin: Flokkasöfnun getum við kallað hana. í flokkasöfnun er ekki tekið fyrir neitt sérstakt land, en merkin eru flokkuð eftir myndum þeirra. Hér eru taldir upp nokkrir flokkar. A. Landafræði B. Saga. C. Hljómlist. D. Listaverk. E. Trúarbrögð. F. Tækni, samgöngur, vinna. G. íþróttir, skátar. H. Frægir menn. I. Dýrafræði og grasafræði. J. Ýmislegt, t. d. rauði kross o. fl. Við skulum athuga fyrst G-flokkinn, SKATABLAÐIÐ skátaflokkinn. Það kemur flestum á óvart, að út hafa komið í heiminum rúmlega 40 frímerki með skátamyndum. Rúmenía er fremst allra landa með útgáfu skátafrí- merkja. Hefur hún alls gefið út 19 skáta- merki. Ungverjaland .......... 6 merki Holland ............... 3 — Ástralía .............. 2 — Ameríka................ 2 — Jamaica ............... 2 — Nýja Sjáland........... 2 —■ Fillipseyjar .......... 2 — Liechtenstein ......... 4 — Japan ................. 1 — Tyrkland .............. 1 — Austurríki ............ 1 — Frakkland ............. . 1 — Nú kann einhver að segja, að þessi skáta- merki fáist ekki hér á landi, það er að nokkru leyti rétt, en öðru hverju eru fá- anleg skátamerki hjá frímerkjasölum í Reykjavík. Skátabúðin ætti að hafa öll fáanleg merki til sölu. Hvernig væri nú bezt að koma skáta- nrerkjunum fyrir? Ekkert sérstakt albúm er til fyrir þau. Hvert land ætti að vera á sérstöku blaði ásamt þjóðfána sínum og uppdrætti af landinu, íbúatölu og skátafjölda, skáta- heiti og kjörorði á máli viðkomandi þjóð- ar. Landafræði flokkurinn: Af íslenzkum nrerkjum kæmu þar um 80 tegundir til greina. Söguflokkurinn um 15 merki ísl. Listaverk, 14 merki ísl. Trúarbrögð, 4 merki ísl. Tækni, samgöngur, vinna um 30 merki. Frægir nrenn, 12 merki. Dýrafræði og grasafræði, 6 merki. Þannig er frímerkjunum safnað eftir flokkum, sumir greina merkin í smærri 5

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.