Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Side 16

Skátablaðið - 01.06.1954, Side 16
anna starfar að undirbúningi ásamt fjölda „leik- ara“, söngvara, tónlistamanna, dansara og ann- arra aðstoðarmanna, sem allir eru skátar. Síðast- liðinn vetur var skátaskemmtun haldin 14. marz, fyrri sýning þann dag kl. 3, fyrir ylfinga og Ijósálfa, og seinni sýning kl. 8 um kvöldið, fyrir skáta og eldri félaga. Mörg góð skemmti- atriði komu fram og skemmtu menn sér kon- unglega. Skemmtunin var endurtekin 3. apríl s. 1. I skemmtinefnd voru: Sigríður Lárusdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Einar Strand og Hörður Jóhannesson. Leiðbeinandi var frú Emilía Jón- asdóttir, leikkona. KVEÐJA FRÁ RITSTJÓRA. Um leið og ég læt af störfum sem ritstjóri Skátablaðsins, vil ég þakka ánægjulegt samstarf undanfarin ár, öllum lesendum blaðsins, út- sölumönnumð og þeim mörgu, sem lagt hafa til efni í blaðið, auglýsingar, eða veitt því stuðn- ing á einn eða annan hátt. Því miður hefur blaðið af fjárhagsástæðum ekki alltaf verið eins stórt og fjölbreytt að efni og æskilegt hefði verið og oft verið talsvert vandasamt að velja og hafna. Skátablaðið er nú senn 20 ára gamalt og ekki ástæða til að óttast um framtíð þess, þótt erfiðlega gangi með fjárhaginn stundum. Þvi er auðvelt að kippa í lag, ef allir eru samtaka. Blaðið er þegar búið að gegna ómetanlegu hlutverki fyrir skátastarfið í landinu s. 1. tvo áratugi, og á eftir að gera það í framtíðinni. Megi Skátablaðinu auðnast á komandi árum að vera til fróðleiks og gagns fyrir skátahreyf- inguna, og til skemmtunar fyrir ísl. skáta og alla æsku landsins og gegna sínu hlutverki sem bezt. Með skátakveðju. Tryggvi Kristjánsson. ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI AF 17. JÚNÍ. Bandalagi ísl. skáta hefur borizt kveðja og árnaðaróskir frá framkvæmdastjóra Alþjóða- bandalags drengjaskáta, Maj. Gen. D. C. Spry í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Bfs hef- ur þakkað kveðjuna. HIÐ MARKVERÐASTA ÚR ANNÁL SKÁTAFÉLA GSINS JAXI“, VESTMANNAEYJUM. — Starfsárið 1952 til 1953. Október. 20. Aðalfundur félagsins, haldinn í húsi K.F. U.M. kl. 8.30. Ný stjórn kjörin á fundin- um. Stjórnina skipa: Óskar Þór, félagsfor- ingi, Hafsteinn Ágústsson, deildarforingi, Jón Runólfsson, deildarforingi, Sigurður Guðsteinsson, gjaldkeri og Gunnhildur Bjarnadóttir, ritari. 24. Útlögum í Reykjavík afhentur útskorinn fundarhamar í tilefni 10 ára afmælisins. Hann er gjöf frá Eyjaskátum öllum. 26. Skátamessa í Landakirkju. Milli 60 og 70 skátar tóku þátt í guðsþjónustunni. Séra Halldór Kolbeins prédikar. Nóvember. 9. Unnið að lagfæringu skátaheimilisins. 10. Stofnfundur Eldri-deildar að Hótel H.B. Stofnendur eru 21 skáti. Stjórn kjörin: Jón Runólfsson, deildarf., Theódór, Georgs- son aðstoðar deildarforf., Einar V. Bjarna- son, ritari og Hjördís Magnúsdóttir, gjald- keri. 19. Skemmtifundur I. deildar að Hótel H.B. Margt góðra skemmtiatriða. 20. Happdrætti B.Í.S. hefst. Happdrættismið- um útbýtt á milli félagsmanna. 20. Deildarganga Yngri-deildarinnar. Farið í Litla-Höfðahelli. Desember. 18. Happdrættið gert upp. Alls seldust um 750 miðar. 20. Kvöldvaka skáta í Gagnfræðaskólanum. Mörg skemmtiatriði. Þótti kvöldvakan tak- ast vel. 21. Sjúkrahúsið skreytt. 25. Jólafundurinn: Jólaávarp, jólasálmar, jóla- póstur. 28. Skátar fara í sjúkrahúsið og skemmta sjúkl- ingum. 30. Áramótaskemmtun að Hótel H.B. Fjölmörg skemmtiatriði, upplseur, leikir og þrautir. Þá má geta þess, að skátasögur og greinar birtust í flestum Eyjablöðunum um jólin, auk mynda úr skátalifinu hér í Eyjum. 14 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.