Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1966, Page 6

Skátablaðið - 01.04.1966, Page 6
LANDSMÓT 1966 Á meðan aðalsildarvertíðin stendur sem hcest fyrir norður- eða austurlandi næsta sumar, þá munu ýmsir furðufiskar ,ysynda“ um grundirnar fyrir ofan fossinn Glanna i Norðurá í Borgarfirði. A?mars staðar i þessu blaði finnur þú ýmsar uþþlýsingar um hvað þessir furðu- fiskar œtla sér að hafast að þessa 7—8 daga og verður það því ekki frekar rakið hér. En verður þú einn af þessum furðufisk- um? Ekki er það ósennilegt, þar sem annar eða þriðji hver starfandi skáti á landinu mun dvelja á Landsmótinu í sumar. Og auk þeirra milli tvö og þrjú hundruð frá öðrum löndum. Já, það verður margt um að vera hjá þessum furðufiskum, hvort sem þeir eiga bústað í Kyrrahafinu, Indlandshafinu eða jafnvel í Þanghafinu með mömmu og þabba. En ert þú farinn að undirbúa þig undir ferðina um úthöfin? Ert þú tilbúinn að að fara i kjölfar Leifs heppna, Columbusar eða ef til vill með Maggellan umhverfis jörðina? Eða ert þú tilbúinn að ,jigla“ með Nansen eða Amundsen inn í ísauðnir heims- skautanna? Og hvað með eyjuna eða landið, sem félag þitt hefur valið fyrir ykkur? Ert þú búinn að leita þér upplýsinga um fólkið, sem býr þar, siði þess og venjur, staðhœtti, landslag og annað þess háttar? Er flokkurinn þinn eða sveitin búin að útbúa leikþátt eða sýn- ingu, sem sýni lifið á eyjunni ykkar eða í landinu? Eða voru þið ef til vill að hugsa um að búa til lika?i til að hafa í tjaldbúðun- Ingólfur Ármannsson, mótsstjóri. um ykkar? Og hvernig á nú hliðið ykkar að vera? Já, það er rnargt hœgt að gera og ótelj- andi möguleikar. Við biðum þá spermt eftir að hitta þig á mótinu i sumar og sjá allt, sem þið verðið búin að útbúa og hafið með ykkur. Mótstjórn. Undirbúningur fyrir landsmótið er nú í iullum gangi. í Reykjavík hefur verið sett upp skrifstofa landsmótsins, þar sem fram- kvæmdastjóri þess hefur aðsetur. Ut eru nú komin þrjú dreifibréf og hafa þau að geyma ýmsar nytsamar upplýsingar fyrir foringja. Birtur hefur verið matseðill og eftir hon- um að dæma á ekki að svelta á mótinu. Fram er einnig komin verkefnaskrá sú, sent flokkar þeir, sem taka þátt í flokkakeppni mótsins, svo og einstaklingar geta tekið þátt í. 30 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.