Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1966, Side 14

Skátablaðið - 01.04.1966, Side 14
LJÓSÁLFAR, það er komið sumar, og ótal verkefni bíða ykkar. Ég er hér með kveðju frá blómum, skelj- um, kuðungum og steinum, og alla þessa vini ykkar langar til að gleðja ykkur og fá ykkur með í leik. Og til þess að eyða ekki fleiri orðum í formála, þá skulum við í sameiningu athuga, hvað jsessir vinir okkar vilja. Þetta eru S-in 3, það er: Safna—Starfa— Sýna. Þetta verkefni getur dugað ykkur í allt sumar og fram að jólum, auðvitað með öðru, sem þið eigið að vinna að. 1. Blóma- og jurtasöfnun. Þið safnið blómum, stráum, lyngi og öðrum gróðri, sem ekki hefur of svera leggi eða þykkar blómkrónur .Þurrkið gróð- urinn í gömlum dagblöðum því ný blöð gefa frá sér svertu og skemma fyrir ykkur blómin. Þið látið blómin ligja á milli blað- anna í 2 daga, þá skifitð þið um pappír, sléttið úr blöðum og leggjum, svo að jurtia liggi sem sléttust. Pressið lítils háttar. Það er margt hægt að skreyta með þurrkuðum blómum, en nú skuluð þið endilega reyna að nota hugmyndaflugið og „finna upp margt nýstárlegt.“ a) Þið getið búið til veggmynd, límt blóm- in á svartan, hvítan eða mislitan kar- ton eða annað það undirlag, sem ^r fyrir hendi. b) Þið getið skreytt kort, sem nota má fyrir 38 jóla-, afmælis- eða fermingarkveðju, eða til að skrifa vinum ykkar á. c) Þið getið búið til borðkort eða smá- spjöld með gjafapökkum. d) Þið getið búið til 6—12 kort og látið ; fallegan pakka og notað hann í jóla- eða afmælisgjöf handa einhverjum. e) Þið getið skreytt stóran eldspýtustokk á sófaborðið hennar mömmu eða ömmu. Það er margt hægt að gera, en gætið þess að fara varlega með jurtina, svo að hún molni ekki í höndunum á ykkur, bera ekki mikið lím á hana, þá verður hún klístrug og sóðaleg. Þegar þið eruð búin að líma, þá skuluð þið ekki strjúka yfir með hend inni, heldur leggja hreina örk ofan á mynd ina eða kortið og þrýsta hendinni ofan á örkina, en ekki fast. Mikið væri nú gaman að geta séð ykkur, þegar þið eruð að dunda við þetta, ég er viss um, að þið eruð þá margar með tunguna út í öðru munnvik- inu. ¥E!ZIU...? Veiztu, að skátar í heiminum eru orðnir tæpar 18 milljónir. Og veiztu líka, að með árinu INN í HRING- INN leggjum við okkar skerf að því, að þeim fjölgi enn meir. SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.