Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 21

Skátablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 21
að hún var ætluð næsta fórnardýri, sem átti bakara að föður. Faðir minn var vel þekktur múrarmeistari. Þó að ég þannig hafði sýnt góðvilja minn frammi fyrir dómnefndinni stóð prófið stutt og eftir 43 mínútur fékk ég tilkynnt að reyna einhverntíma seinna." Pétur boraði hælnum niður í teppið, sem ég minntist á áðan og klóraði sér í höfðinu .Forvitni mín var vakin. Ég vissi að Pétur var „séní“ og Uxarnir höfðu unnið heimsmeistarakeppnina í reip- togi, heimabökun og hnútum undir hans stjórn, þótt ekki sé minnst á minni sigra. Hvernig gat þetta próf þá hafa verið sem hann féll á? Og Pétur Jónsson kom með skýringuna. „Ég kunni rnína 20 hnúta með annarri hendi, fyrir aftan bak, í myrkri, áfram og afturábak. Ég þekkti stærð fánans og saumaði á staðnum lítið flagg, sem síðan var notað í matjurtagarði sveitarforingjans til þess að fæla burt fugla. Ég þekkti sundur allar stöður, stjörnur og hafði meðferðis margar teikningar af foringjajökkum og stuttbuxum. Ég þuldi skátalögin 10 með skýringum, fór með 25 söngva eftir vali dómnefndar. Ég horfði í tíu sekúndur á 50 hluti og skrifaði 49 niður á fimm mínútum. Ég gerði við ónýtar buxur og hafði ánægju af að sjá þá bíða í eftirvæntingu eft- ir því að vita hverjum buxurnar pössuðu. Ég flutti á fínustu ensku fyrirlestur um fyrstu ár skátahreyfingarinnar. Ég féll á því, hvernig vísa á til vegar, þótt ég hefði ferðast um bæinn í ótal strætis- vögnum og kynnti nú viðstöddum stæði áætlunarvagna, gataði ég sarnt á hinum mörgu spurningum, t. d. var ég ekki nægi- lega kunnugur næturferðum ýmissa vagna. Og þegar ég sagði að Dómkirkjuturninn væri 37 metra hár var málið útrætt. Því var lýst yfir, að ég hefði ekki hæfilcik i til að gerast skáti. Fjölskylda mín gerði, það sem hún gat og kom mér til að reyna aftur með þeim árangri að í sjöunda skipti þrengdi ég mér í gegnum hið þrönga hlið, sem lá að helgi- dómum skátalífsins. SKATABLAÐIÐ 45

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.