Framsókn - 22.06.1960, Síða 3

Framsókn - 22.06.1960, Síða 3
FRAMSÓKN, BÆJARMÁLABLAÐ 3 að við innlieimtu, er víxlarnir lentu í vanskilum. Ekki er tekið fram, hve hárri uppliæð þetta nemur og ekki er unnt að reikna það út. 6. Jón. N. Sigurðsson. Gunnar Hali telur Jón N. Sigurðsson hafa lánað Ragnari Blöndal h. f. fé með svipuðum kjörum og hann heldur fram að Guðjón Hólm og Sigurgeir Sigurjónsson hafi lánað. Jón N. Sigurðsson segist hafa selt víxil fyrir Gunnar Hall, samþ. af Ragnari Blöndal h. f. að upphæð kr. 100.000,00 til Péturs Péturssonar, sem hafi tek ið í forvexti kr. 2.000,00, sem samsvari 8% ársvöxtum, auk þess kveðst hann hafa fengið sölulaun kr. 2.000,00 og stimp- ilgjald hafi verið greitt kr. 240,00. Auk þess kveðst Jón hafa selt Páli Einarssyni 3 víxla að upphæð samtals kr. 50.000,00 og tók Páll í afföll kr. 2.600,00. Telur Jón það sem næst 2% á mánuði og auk þess hafi hann fengið í sölu- laun kr. 1.000,00 og fyrir stimp- ilgjald kr. 120,00. Skýrslu Jóns um vaxtakjörin og kostnað sam þykkti Gunnar Hall. Jón viðurkennir að hafa tek- ið á móti vöxtum, sölulaunum og stimpilgjaldi samtals að upphæð kr. 7.960,00. 7. Hörður Ólafsson. Gunnar Hall telur Hörð Ólafsson hafa lánað Ragnari Blöndal h. f. fé og tekið í vexti 3% á mánuði eða þar um bil. Hörður kveður fyrstu við- skipti þeirra, að hann hafi selt Gunnari víxil 10—20 þúsund til þriggja mánaða og hafi af- föllin verið 10% og auk þess 2% þóknun til hans. Upp úr þessu kveður hann hafa orðið töluverð viðskipti milli þeirra á sama grundvelli og með sömu kjörum, en aldrei hafi þó velt- an orðið meiri en við skulda- skilin, en þó gerði Hörður kröfu um kr. 234.528,00. Þessar upplýsingar nægja ekki til að reikna út heildar- upphæð vaxta, sem Hörður við- urkennir að hafa tekið á móti. 8. Þorsteinn Sigurðsson. Gunnar Hall telur Þorstein hafa keypt af Ragnari Blöndal h. f. víxil að upphæð kr. 200.000,00 til 6 mánaða og tek- ið í forvexti 2% á mánuði. Þorsteinn kveður rétt, að hann Iiafi keypt greindan víx- il, en kveðst aðeins hafa tekið forvexti miðað við 7% árs- vexti, svo og stimpilgjald af víxlinum. Þorsteinn viðurkennir þann- ig að liafa tekið á móti vöxt- um og stimpilgjaldi kr. 7.480,00. 9. Hjálmtýr Pétursson. Gunnar Hall taldi, að Hjálm týr Iiefði keypt 1 eða 2 víxla, samtals að upphæð 233.000 kr. til eins mánaðar. Greiddi hann fyrir víxilinn kr. 227.000,00. Mismunurinn var vextir og stimpilgjald. Víxlar þessir voru svo sameinaðir í einn víxil til eins mánaðar, án vaxtagreiðslu. Hjálmtýr viðurkennir því að hafa tekið á móti kr. 6.000, 00. 10. Jónas Thoroddsen. Gunnar Hall telur Jónas hafa keypt 6 mánaða víxil að upphæð kr. 125.000,00 og greitt fyrir hann kr. 97.500,00 eða 98.500,00. Mismunurinn hafi verið forvextir. Jónas kveðst hafa selt víxil kr. 125.000,00 til 6 mánaða eins og Gunnar segir. Víxilinn kveðst hann hafa selt Lárusi Ottesen kr. 105.000,00 og er það staðfest af Lárusi, en auk þess kveðst hann hafa tekið lántökugjald fyrir starf sitt, kr. 6.250,00, og fékk því Gunnar Hall, en af honum segist hann liafa keypt víxilinn, kr. 98.750, 00. Jónas viðurkennir því að liafa tekið á móti kr. 26.250,00 í vexti og kostnað. Ekkert af þessum vaxta- og kostnaðargreiðslum, sem tald- ar eru hér á undan, eru færðar í bókhaldi Ragnars Blöndal h. f. og ekki hef ég heldur fundið ófærð gögn um þær.. Eg tel ekki unnt, samkvæmt upplýsing um þeim, sem fyrir hendi eru, að reikna út nákvæmlega heild arupphæð þessara greiðslna, þar sem í mörgum tilfellum vant- ar fullnægjandi skýrslu um upphæð viðskiptamanna og ýmsir kaupendur víxlanna við- urkenna ekki staðhæfingar Gunnars Hall, nema hluta, eins og rakið hefur verið hér að framan. 3. spurning: Endurskoðunarskrifstofa Man chers fe Co. endurskoðaði reikn inga firmans frá upphafi og gerði reikninga þess upp um hver áramót og frá 1. október 1952 færði skrifstofan bókhald- ið. Ekkert bendir til annars, en að endurskoðunarskrifstof- an hafi gert reikningana rétt upp samkvæmt þeim gögnum, sem lienni voru kunn á hverj- um tíma. Engin gögn eru held ur í þeim skjölum, sem mér voru afhent til athugunar, sem nægja til þess að breyta upp- gj ör u m endurskoðunarskrifstof- iinnár, en auk þess vantar tölu vert af fylgiskjölum með bók- haldinu, bæði einstök fylgiskjöl, sem tekin hafa verið til at- hugunar og ekki látin aftur á sinn stað, og heildarmöppur, sem glatazt hafa, enda virðist ekki hafa verið svo góð geymsla á fylgiskjölunum, að búast héfði mátt við öðru. Athugasemdir við við efnahagsreikning: Á efnahagsreikningi eru eign ir og skuldir færðar eins og þær koma út samkvæmt bókhaldi fé- lagsins, þégar búið er að taka inn í það allt, sem fram kom við skuldaskil þess, en ekki eins og eignir og skuldir raunveru- lega eru, og þarf því að athuga, hvað bak við tölurnar er . Eignaliðir: 1. Inneign á hlpr. í Landsbk. kr. 76,95, er raunveruleg. 2. Peningar í sjóði, kr. 367. 191,38, eru ekki til, að sögn Gunnars Hall. 3. Útistandandi skuldir við- skiptamanna, kr. 8.505.455,42, eru svo til eingöngu víxlar, er félagið hefur greitt og ekki tekizt að finna í bókhaldi fé- lagsins, og andvirði þeirra við sölu hafi komið inn til þess. Hafa þá verið samþykktir víxlar eða fært sem verðmæti frá viðskiptamönnum, kr. 5. 060.509,43, sem ekki hafa fundizt greiddir víxlar fyrir, svo öruggt sé. Ekki er ólíklegt, að þessi upphæð sé innifalin í þeim víxlum, sem greiddir voru af félaginu með öðrum upphæðum eða öðrum dagsetn ingum, vegna þess, að fram- lengingar hafa ekki verið færð ar í bókhaldinu. Sé þetta tekið svo, er óupplýst, hvaða verð- mæti félagið hefur fengið fyrir greidda víxla að upphæð kr. 3.139.662,75. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þorgrímssyni er enn ó- greiddur víxildómur, kr. 40, 000,00, að viðbættum kostn- aði, til Guðmundar Kristjáns- sonar, sbr. Hæstaréttardóm 21. nóvember 1955 og er sá víxill ekki færður í bókhaldinu og ekki vitað, hvaða verðmæti Ragnar Blöndal h. f. hefur fengið fyrir þann víxil og má því bæta lionum við óskýrðár greiðslur til viðskiptamanna. Gunnar Hall telur, að verið geti, að eitthvað af skuldum, sem taldar eru hjá eftirtöldum aðilum, séu fyrir vörur, sem hafi ekki verið færðar vöru- reikningi til skuldar: Ámundi Sigurðsson, Heild- verzlun Áma Jónssonar h. f., Berg, heildverzlun, Björn Mek- kinósson, Einar Storr, Kristj- ánsson h. f., Northen Trading, Sigurgeir Vilhjálmsson, Verzl- unarfélagið Borg, Kristján Þor- valdsson £c Co. Með tilliti til útkomu vöm- reiknings, getur hér ekki verið um stórar upphæðir að ræða. Þá telur Gunnar Hall, að skuldir, sem taldar eru hjá eft irtöldum aðilum, séu greiðslur á peningalánum eða lánuðum víxlum, sem hann kveðst hafa tekið fyrir félagið, en ekki fært í bókhaldinu: Agnar Lúðvíksson, Álfafell, Ásbjörn Ólafsson, Bláfell, Brandur Brynjólfsson, Edda (Árni Bjarnason) Akureyri, Einar Magnússon, Fasteigna- og verðbréfasalan, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur H. Þórðarson, Gunnar Hall, Hjálmtýr Pétursson, Helgi Benediktsson, Högni Jónsson, Jóhannes Gunnarsson, verzlun, Jóhann Karlsson &: Co., Jóhann Petersen, Jón Heiðberð, Kristj án Eiríksson, Lilla, Lúðvík Eggertsson, Magnús Árnason, Magnús Valdimarsson, Matthí- assen, Jón, Nafnlausir víxlar, Pál S. Pálsson, Páll Jóh. Þor- leifsson, Portland, Ragnar Björnsson, Ragnar Ingólfsson, Sigurður Halldórsson, Sigurður Skjaldberg, Sigurgeir Sigurjóns- son, Snorri Jónsson, Sólblik, Svalan, Vilhjálmur Jónsson. Þó að þetta kunni að vera rétt, skýrir það ekki það, sem vantar, því að hefðu lánin ver ið færð, hefði vöntunin í sjóði orðið sem því svarar hærri. Hins vegar er ljóst af upp- lýsingum, sem komu fram við yfirheyrslur, að allveruleg upp hæð af vöxtum og kostnaði við lántöku, er ófærð, sjá svar við 2. spurningu. Þessi tvö atriði: Ófærðir vörureikningar og sérstaklega ófærðir vextir og kostnaður af ófærðum peningalánum, gefa nokkrar skýringar á því, sem

x

Framsókn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.