Framsókn - 22.06.1960, Side 7
FRAMSÓKN, BÆJARMÁLABLAÐ
7
endurtekningu hliðstæðra að-
gerða lijá ísfélaginu.
Á árinu 1940 var hafin
skattalierferð á liendur Helga
Benediktssyni og hann látinn
það ár greiða fjórða hluta allra
útsvara í Vestmannaeyjum og á
hann voru lagðir skattar til rík-
isins á þremur árum, sem varð
að lækka til leiðréttingar um
hvorki meira né minna en hálfa
milljón króna, og varð það
eina starfið, sem hinn svokall-
aði rannsóknardómari í skatta-
málum vann. Þá var um áratugs
skeið haldið uppi látlausum
„svokölluðum réttarrannsókn-
um“ gegn Helga Benediktssyni
og talar það sínu máli um að-
ferðir allar, að rannsóknardóm-
arinn, sjálfur „stórdómarinn"
var látinn víkja, en starfsmenn
hans sektaðir og mólesteraðir.
Sjálfum var Helga misþyrmt
og hann limlestur fyrir augum
barna sinna.
Bókhaldi Helga var sundrað,
týnt og eyðilagt, og bókhalds-
gögnum haldið enn þann dag í
dag.
Þetta hefur að vonum ekki
gengið með öllu sporlaust yfir
fjölskyldu Helga Benediktsson-
ar. Ein af afleiðingunum eru
blindfæddir tvíburar, svo fleira
verði ekki tiltínt að þessu
sinni.
Þess munu engin dæmi, að
íhaldsstjórnar bæjaívaldameiri-
hluti hafi hundelt nokkursstað-
ar á landinu atvinnurekstur
andstæðings í stjórnmálum eins
og gert hefur verið í Vestmanna
eyjum gagnvart Helga Bene-
diktssyni. Lítið dæmi um aðfar-
irnar er það, að það var látið
afskiptalaust, er kúm í kúabúi
Helga Benediktssonar var tví-
vegis nauðhaldið á s. 1. hausti
með þeim afleiðingum að sum
ar kúnna létu kálfunum, og
veit þó lögreglan hverjir þarna
voru að verki.
Nú þegar langvarandi veik-
indi hafa sorfið að á heimili
Helga Benediktssonar með
þeim afleiðingum, að hann hef
ur þurft að leysa upp heimili
sitt og koma yngstu börnunum
fyrir hjá frænd- og venslafólki,
vegna þess, að kona hans fylgdi
veikum syni til sjúkrahúsvist-
ar í Reykjavík til áframhald-
andi glímu um líf og heilsu
er talinn heppilegur tími til
þess að freista þess enn á ný að
brjóta niður þrek Helga Bene-
diktssonar og fjölskyldu hans.
Því hefði seint verið trúað,
að bæjarvöld í Vestmannaeyjum
beittu meginorku sinni í þá
farvegi að reyna að hindra og
torvelda fiskverkun og útgerð
frá Eyjum.
Það ber ekki allt upp á sama
dag. Jóhann Þ. Jósefsson, sem
um langan aldur hefur verið
bakherji Ársæla og Guðlauga
til illverka, myndi ekki hafa
gert því skóna, þegar hann var
að skera niður úr snörunum,
að þessi sami Guðlaugur ætti
eftir að bola honum frá mann
virðingar- og trúnaðarstöðum
og Ársæll síðan að hyggjast
taka sæti Jóhanns hjá S. í. F.
Það er haft á orði, að ein-
hver ljósfælni grípi Ársæl, er
hann siglir frarn hjá Faxaskeri
og haldi sig þá lítt ofan þilja,
getur eru leiddar að orsökum
þessarar hlédrægni á þessum
stað, þar sem Ársæli er yfirleitt
annað betur lagið en hlédrægn
in og framhleypnin situr oftast
í fyrirrúmi.
Þegar svo er kornið, að skamm
sýnir menn hyggjast beita þjóð-
félags- og bæjarvaldinu til þess
að brjóta á bak aftur réttmæta
gagnrýni, þá er venjulega
skammt til ófarnaðar sjálfra
jjeirra, sem slíkum brögðum
beita, það er nú einu sinni svo
og hver tíð hefur sín takmörk.
Gagnmerkasti dómsmálaráð-
herra, senr með völd hefur far
ið hérlendis, lét eitt sinn orð
falla á þá leið, að tukthúslaust
íhald væri álíka illa sett og
kirkja án helvítis, en svo kann
þó að fara, að handhöfum tukt
húslyklanna og umbjóðendum
helvítis kunni að verða vandfar
ið með umboð sitt um það lýk-
ur. En til eru þeir, sem hefðu
kosið Jóhanni Þ. Jósefssyni
annað veganesti en það, er
hann hefur sjálfur valið sér áð-
ur en hann leggur á brattann.
SSSgSSSSSSSS28S828SSSS8SSSSSSS2SS8SSSS2SSg2S2SSS2?,2
Herbergi
óskast strax. — Upplýsingar í
síma 206.
■SSSSSSSSSSS82SSSS8SSS8SSS8SSSSSSSSSSSSS3SSSSS8SSSS
öf »0
FRAMSÓKNÍ
BÆJARMÁLABLAÐ
| Ritstjóri og ábyrgðarmað-
| ur af hálfu ritnefndar p
FRAMSÓKNARMANNA: |
I HELGI BENEDIKTSSON |
I PRENTSMIBJAN EYRÚN H.F.
SSS2828SS3S28S888SSSSSS88S83S2SSSSS2SSSSSSSS82SSSSSS
Bifreiðin V-181
er til sölu nu þegar. Nánari upplýsingar í sínia 662.
MÁR GUÐMUNDSSON.
TILKYNNING
TIL VIÐSKIPTAVINA VORRA.
Frá og með 1. júlí n. k. verður öll þjónusta Flugfélags ís-
lands h. f., svo sem farseðlar og fragtflutningar, aðeins látin í té
gegn staðgreiðslu.
FLUGFELAG ÍSLANDS H. F.
SSS2S2SS8S82S8S2S2S2SSS2328SS2S2S2S2S2S2S2S2S232S2S2S28SSSSSS2SS32S2SSS8S2SSS2SSSSS2S2S2SSSSSSSS3SSSSS83S2»
TROLL OG DRAGNÆTUR.
Frá Iver Christensens Vaadbinderi, Skagen, get ég boðið:
Humartroll ..................................danskar kr. 1.020,00
Nylon koladragnætur .............................. — — 1.817,00
Bómullar koladragnætur ................ — — 920,00
Manillatvinna koladragnætur ...................... — — 870,00
Fiski dragnætur .................................. — — 948,00
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
Flugáætlun til og (rá Veslmannaeyjum
REYKJAVÍK:
Mánudaga 1 ferð kl. 8 síðdegis.
Þriðjudaga 2 ferðir, kl. 9,30 f. h. og kl. 8 síðdegis.
Miðvikudaga 2 ferðir, kl. 10,30 f. h. og kl. 8 síðdegis.
Fimmtudaga 2 ferðir, kl. 9,30 f. h. og kl. 8 síðdegis.
Föstudaga 2 ferðir, kl. 9,30 f. h. og kl. 8 síðdegis.
Laugardaga 2 ferðir, kl. 10,30 f. h. og kl. 8 síðdegis.
Sunnudaga 1 ferð, kl. 5 síðdegis.
HELLA: Miðvikudaga 1 ferð, kl. 9,30 f. h.
SKÓGASANDUR: Laugardaga 1 ferð, kl. 9,30 f. h.
Afgreiðslan er opin daglega frá kl. 9 til 12 f. h. og kl. 4 til 9
síðdegis, nema laugardaga kl. 9 til 12 i. h. og kl. 7 til 9 síðdegis,
og sunnudaga kl. 4 til G síðdegis.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F.
Afgreiðslan í Vestmannaeyjum.
S2SSS2S232323SSSS2S2S2S2SSS2SSS2S2SSS2S2S2S2S2SSSS32S232SS32S2S2SSS2SS3SS23SS2S2SSS2S2S2SSS2S232S232SS32S3
Allskonar veitingar
Seljum allskonar veitingar. Fast fæði og einstakar máltíðir.
Önnumst veizlur og samkvasmi.
Leigjum herbergi og sali til fundahalda.
Hótel
Símar: 421 og 422. -
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSgsaSSSSSgSSSgsasgggaeggasaagsg^o^g,