Framsókn - 22.06.1960, Page 8

Framsókn - 22.06.1960, Page 8
8 FRÁMSÓKN, bæjarmálablað Fréttir Frá því var sagt í síðasta blaði hversu forráðamenn Landssam- bandsins hleyptu loftinu úr þeim Baldri Guðmundssyni og Bimi Guðmundssyni í sam- bandi við umræðurnar um fisk verðið, en Björgvin Jónsson al- þingism. útmálaði háðung þeirra í fundarlokin. Það telst þess vegna til tíð- inda, að Björn Guðmundsson hefur sótt í sig veðrið á ný og mætti á Sjómannadaginn með talsverðum nasablástri, en fór þar svo út af sinni flokkslegu línu, að flokksblaðið Fylkir mun ekki hafa fengizt til þess að prenta ræðuna, svo Björn varð að fá inni hjá andstöðu- blaði til þess að birta boðskap- inn. Björn mun nú hyggja að taka upp sóknina gegn Guð- laugi Gíslasyni um bæjarvöld- in og mun vera búinn að tryggja sér fylgi meðal áhrifa- manna innan fiskvinnslufyrir- tækjanna til þess að ryðja sér braut að bæjarjötunni. Ársæll Sveinsson virðist nú búinn að taka í sínar hendur öll völd innan Bátaábyrgðafé- lagsins og fer þar sínu fram í félagi við hinn nýráðna lögfræð ing Bátaábyrgðafélagsins, Pál S. Pálsson, hrlm., en greiðslur til Páls munu ekki skornar við nögl eins og tjónbætur Bátaá- byrgðafélagsins til félagsmanna sinna, þeirra, sem ekki láta gera við báta sína í skipasmíða stöð formanns Bátaábyrgðafé- lagsins, Ársæls Sveihssonar. Bátaábyrgðafélagið er þegar búið að inna af höndum fyrstu greiðslu sína til Páls og nam hún tugum þúsunda. Mikil og almenn óánægja er af hálfu útgerðarmanna og sjó- manna yfir viðskiptum þeirra, er humarveiðar stunda við fisk vinnslustöðvarnar, bátar sem veiða hlið við hlið, fá mjög misjafna matsútkomu og matið er hvort tveggja framkvæmt af börnum og sjóndöpru gamal- menni, og svo er löggiltur vigt armaður látinn gefa út vigtar- vottorð með lækkaðri vigt frá því sem hann er áður biiinn að vega upp úr bát. Flatfiskur er svo allur flokkaður í annan flokk og væri fróðlegt að vita, hvort afurðir þær, sem úr fisk- inum eru unnar, eru fluttar úr landi sem annars flokks vara, eða hvort afurðirnar batna það í vinnsluaðferðinni, að þær verða allar fyrsta flokks. Síldarkaupendur innan Lands sambandsins hafa enn á ný hlunnfarið útgerðarmenn og sjómenn með verðlagningu síld ar til söltunar. Bræðslusxldar- verð stórlækkar, en saltsíldar- verðið hækkar lítillega, þannig að heildarútkoman verður verð lækkun þrátt fyrir alla gengis- fellinguna. Einar Gíslason frá Arnar- hóli var aðalræðumaður 17. júní hátíðahaldanna. Deildi Einar fast á brennivínssöluna á pósthúsinu og gagnrýndi við skipti fiskvinnslustöðvanna við útgei'ðarmenn og sjómenn. Raddir lesenda: Að þessu sinni verður ekki gerð fullnægj andi grein fyrir tilefni þess, að Ársæll Sveinsson hefur þau yf- irtök á Guðlaugi Gíslasyni, að Ársæll beygir Guðlaug ásamt öðrum sjálfstæðismönnum und- ir ok sitt. Nýlega réðist ölóður maður inn á heimili utanvert í bæn- um, þar sem öldruð hjón búa ásamt syni sinum. Braut hinn ölóði rúður og réðst með bar- smíðum á íbúa hússins, en áð- ur var hann búinn að berja húsbóndann. Ekki er til þess vitað, að fólk það, sem fyrir árásinni varð, hafi fengið rétt- ing mála sinna, hinsvegar mun hinn ölóði liafa kært yf- ir móttökum þeim er hann hlaut. Miðaldia maður í Eyjum hugðist á s. 1. vori kaupa hlut í útgerð, sem var til sölu. Sjálf stæðismönnum í Eyjum fannst það svo fráleitt, að nokkur ný- liði hyggði á slíka hluti, að þeir úrskurðuðu manninn vit- lausan og sendu hann á Klepp. Páll S. Pálsson, hrlm., Reykja vík telur sig vera ráðinn sem lögfræðing Vestmannaeyjabæjar ókunnugt er um árslaun. Mikið hefur verið um það, að fólk hafi verið meitt og lim- lest af ölvuðum mönnum und- anfarið, virðist orðið lífshættu- legt að sækja opinberar skemmt anir. Er þetta ein af afleiðing- um áfengissölu póststjórnarinn- ar í Eyjum. Engar bætur hefur Ástgeir Ólafsson fengið fyrir það, að lögreglan handleggsbraut hann á sínum tíma, lá jafnvel við boið, að mál yrði höfðað gegn Ása fyrir það að láta handleggs brjóta sig. Skipaviðgei'ðir flytjast í vax- andi mæli frá Skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar yfir til Drátt arbi'autar Vestmannaeyja, Gunn ars M. Jónssonar skipasmíða- meistara og sona hans. Mun fullur helmingur báta fluttur þangað með viðskipti sín og fleiri, sem óska þar eftir við- skiptum, heldur en hægt er að anna. Sigurður Stefánsson, löggilt- ur endurskoðandi í Reykjavík, var á ferð í Eyjum um fyrri helgi til þess að endurskoða og gera upp reikninga ísfélags Vestmannaeyja. Bátaábýrgðafélajg Vestmanna eyja hefur nýlega ráðið Pál S. Pálsson, hrlm., Reykjavík, sem fastan lögfræðing félagsins og er nú af hans hálfu hafin á- frýjun á skuldadómum á Báta- ábyrgðafélagið til Hæstaréttar. Gefst Ársæli nú gott tæki- færi til þess „að reka við eins og reiðingshestur" eins og Páll orðaði lýsingu sína á Ársæli. Stjórnendur Bátaábyrgðafé- lags Vestmannaeyja eru þrír, þeir' Ársæll Sveinsson, Karl Guðmundsson og Jónas Jóns- son, en lögfræðingar félagsins eru orðnir fastxáðnir minnsta kosti fjórir, Friðþjófur Johnsen héraðsdómslögmaður, Sveinbj. Jónsson, Gunnar Möller og Páll S. Pálsson, hæstaréttarlög- menn. Landssamband lúðrasveita efnir til landsmóts í Vestmanna eyjum um næstu helgi, koma lúðrasveitirnar til Eyja næsta laugardag og stendur mótið tvo daga, laugai'dag og sunnudag. Þátttakendur í mótinu munu vera um 150. Mót þetta er merkur menningarviðburður fyrir Vestmannaeyjar. JUNE MUNKTEL hefur um hálfrar aldar skeið haldið velli sem ein af traustustu og gangvissustu vélum fiskiflotans. Aukinn fjöldi af JUNE MUNKEL-dieselvélum eru settar í fiskibáta og fiskiskip hvarvetna í heiminum. I eftirtalin íslenzk skip hafa nýlega verið settar JUNE MUNK- TEL-dieselvélar: HILDINGUR - HANNES LÓÐS - SINDRI - SÆBORG - ÆGIR - STAPAFELL - GULLÞÓRIR - HELGI HELGASON. AB Jönköbings Molorfabrik JÖNKÖBING. 88SSS88SS8SSSS8SS3SS8SSSSSSSSiSS8iSSiSSSSSSSSSSSSgSS£88S8S8SSSSS2S8SSSSSSS88SSSSSSSS88S8S88*2SSS88SSS888S8ía Mjólk. seld í lausu máli. HÓTELBÚÐIN

x

Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.