Skátablaðið - 01.11.1994, Side 7
Jamboree í
Hollandi 1995
Eins og sjá má á listanum hér til hliðar er þátttakan á al-
heimsmótið í Hollandi mjög góð. Þessi hópur á eftir að
upplifa mikið ævintýri og öðlast minningar sem enginn
getur tekið frá þeim. Því má ekki gleyma að alheimsmó-
tin eru haldin til skiptis út um allan heim og því ekki oft
sem þau eru haldin svo nálægt okkur. Síðast var það í
Noregi árið 1975.
Undirbúningur
Fararstjóm og sveitarforingjar vanda
undirbúning ferðarinnar mjög vel. S veitar-
foringjar fá sérstaka þjálfun til að geta
staðið sig sem skildi þegar til Hollands er
komið. Mikilvægt er einnig að þátttak-
endurundirbúi sig vel, jafntí skátafræðum
sem í þekkingu á f slandi og þeim stað sem
þau ætla að heimsækja. Þetta munu sveitar-
foringjar og fararstjórn að sjálfsögðu leið-
beina um.
Ijáraflanir
Vel er unnið að fjáröflunum fyrir ferðina
°g er þar á ferðinni breið samstaða þátt-
takenda, fararstjómar og BÍS. Ákveðnar
reglur gilda um þessar fjáraflanir sem
eiga að tryggja að allt fari vel fram. Vonast
er til að þátttakendur nái að safna upp í
verulegan hlut ferðarinnar en mestallar
fjáraflanirbyggjast á vinnuframlagi þátt-
takenda.
jÝcimt'ðín
ef
Fararstjórn og sveitarforingjar
Með hverri sveit, sem í eru 36 skátar, er
einn s veitarforingi og þrír aðstoðar sveitar-
foringjar.
Fararstjórar:
Guðmundur Pálsson, s. 91-14784,
Hulda Guðmundsdóttir, s. 91-14784.
Fararstjórn:
Atli B. Bachmann, s. 91-813422,
Asgeir Hreiðarsson, s. 91-21141,
Ragna S. Ragnarsdóttir, s. 91-881699,
Sonja Kjartansdóttir, s. 91-682551.
Sveitarforingjar:
1. sveit:
Kjartan Ólafsson; s. 91-19697.
2. sveit:
Gylfi Þór Gylfason, 91-671525.
3. sveit:
Eydís L. Finnbogadóttir, 91-679633.
4. sveit:
Ingimar Eydal, 96-21132.
5. sveit:
Páll L. Sigurðsson, 91-71928.
6. sveit:
Þröstur Ólafsson, 91-679633.
síðasta útkaU!
fríar heimsendingar allan
SOLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSÍMI
88 93 33
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegi 11
— þjónar þér allan sólarhringinn
I--------------------------------------------------1
! Frettaritarar óskast j
Skátablaðið og Skátamál
óska eftir einum eða fleiri fréttariturum frá
hverju skátafélagi.
| Verksvið fréttaritaranna er öflun frétta og frásagna úr |
skátastarfi ásamt öflun mynda.
| Laun eru skv. 14. taxta ólaunaðra skáta ásamt ánægju sem |
öðlast við góð störf.
| Öllumumsóknumertekið! |
Upplýsingar um nafn, heimilisfang og síma sendist til:
Skátablaðið/Skátamál, pósthólf 5111, 125 Reykjavík
Skdtablaðið
7