Skátablaðið - 01.11.1994, Page 9
Viltu hafa áhrif á
æskulýðsstefnu?
Efsvo er, þá er námstefna í Brussel 4.-10. febrúar eftil
vill eitthvað fyrir þig, sérstaklega ef þú vilt vinna með
þessi málefni innan skátahreyfingarinnar.
Skátadagurinn
, Þann 28. ágúst s.l. var Skátadagurinn í
Arbæjarsafni haldinn hátíðlegur. Skáta-
félagið Skjöldungar og Skátafélagið Ár-
búar ásamt tengslaráði SSR sáu um fram-
kvæmd dagsins. Sett var upp lítil tj aldbúð
°g þrautabraut og farið var í póstaleiki.
Skátarnir stóðu einnig heiðursvörð við
messu í kirkju Árbæjarsafns. Deginum
lauk svo með varðeldi.
Litli skátadagurinn
Hefð er orðin fyrir því að Gilwellungar
1 Reykjavík taki að sér Litla skátadaginn
°g var þeirri hefð viðhaldið að þessu
sinni. Dagurinn var ákveðinn 1. október
°g var ákveðið að setja upp myndarlega
þrautabraut niðri í Hljómskálagarði.
Skipulagður var póstaleikur og fóru skát-
arnir um stóran hluta garðsins til þess að
gera verkefnin. Að loknum póstaleiknum
voru grillaðar pylsur og drukkið kók. Um
kvöldið var svo haldið skátaball í Skáta-
húsinu. Þarna mættu vel á annað hundrað
Jreflametið slegið á Lýðveldismótinu!
skáta í blíðskaparveðri og tókst dagskráin
Vel í alla staði. Það voru ánægðir krakkar
sem fóru heim að afloknum góðum degi.
2- nóvember sl. var svo sameiginleg
kvöldvaka fyrir öll skátafélögin í Reykja-
vík og var hún í Skátahúsinu að Snorra-
braut og tókst mjög vel.
Sigrún Jóns. og Ragnar við vandasama
fjdainennsku að hætti Sigurðar Hall!
Eins og þið sjáið þá hefur margt
skemmtilegt verið gert á þessu ári. Til
þess að geta haldið út svo fjölbreyttu
starfi þarf að leita til ótal margra. Viljum
við þakka öllum þeim fj ölmörgu sem réttu
fram hjálparhönd. Án ykkar hefði þetta
ekki verið hægt.
Það er hin nýsameinaða Evrópuskrif-
stofa skáta sem stendur fyrir þessari nám-
stefnu sem er ætlað að þjálfa skáta til að
verða virkir þátttakendur — fyrir hönd
æskufólks — í mótun æskulýðsmála í
samvinnu við stofnanir og stjómmála-
samtök. Einnig verður reynt að móta
stefnu og leita leiða til að fá stuðning
innlendra og evrópskra aðila við þátttöku
skáta í alþjóðlegum viðburðum.
Að lokinni námstefnunni eiga þátttak-
endur að geta frætt aðra um stöðu alþjóð-
legra samtaka, sem og innlendra, sem
vinna að æskulýðsmálum og aðferðum
þeirra til að hafa áhrif á þróun æskulýðs-
mála. Einnig að geta lagt fram tillögur um
bættar aðferðir viðkomandi bandalags og
æskulýðssamtaka við að hafa áhrif á
stefnuna.
Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum
18 og 30 ára, geta átt samræður á ensku
eða frönsku, hafa áhuga á eða starfa að
þróun æskulýðsmála.
Allar nánari upplýsingar veitir alþj óða-
ráð BÍS eða skrifstofa BÍS í síma 621390.
Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.
ói/> n<i//ra i/ccíta. Aeju/r /xHid //ro/m/eiÍJa, etmtaÁ/e^a ýa//e<jH ocy
yniáucftjó/ac/a^ata/. //«<) ev átiaa/m<i<) meii 2U ájoitu/m tauyio/uum
Ji»r<>/</t'o//'- cjeta /átiá t /,ii-/j/y <jjoJÍ/r, má/Ao>Æ eika a/nnx/á /rem, /e/ntaw-
Á'ue nýmn ocj ei/nam . éPá enu 8 átáau/maÍJam m/ij/nx/ir, áji>,.iia/r me<)
ren/ni/á/i ocf má, raiia, Jieim á, miymunamx/i /<Ht eJÍir yme/c/c,.
Nokkur skátafélög munu selja dagatölin en jafnframt er
hœgt að kaupa þau og panta á skrifstofu BÍS, Snorrabraut 60
alla virka daga milli kl, 8 og 16.
Síminn er 91 -621390. Sent í póstkröfu um allt land.
Skatablaðið
9