Skátablaðið - 01.11.1994, Side 11
Baden Powell
upphafsmaður skátahreyfingarinnar
bað hefur oft verið sagt um skátahreyfinguna að hún væri
barnaleg. Fullorðið fólk sem starfaði í hreyfingunni léti eins
°g krakkar með ærslum og látum. Skátar hafa verið
viðkvæmir fyrir þessari gagnrýni en ættu frekar að vera
stoltir. Þegar það þykir fínt að halda unglegu útliti er enn
betra að halda barnslegu innræti samhliða þroska
fullorðinsáranna. Baden Powell var vel meðvitaður um að
gleði og kátína voru undirstöður í skátastarfi.
Njóttu lífsins hlæjandi
Þessi heimur, sem við lifum í, þú og ég,
er akaflegafagur og notalegur heimur, ef
við bara kynnum að meta hann réttilega.
Einhverju sinni dreymdi mig að ég vœri
ddinn, og ég kom að hliðum Himnaríkis,
Þá opnaði Sankti Pétur fyrir mér, og
rabbaði við migfram og aftur. Allt í einu
segir hann: „Og hvernig leist þér á
Japan ? “ „Japan“, svaraði ég, „þangað
hef ég aldrei komið “.
" Hefirðu aldrei komið til Japan ? Hvað
hefirðu verið að hafastað alla ævi? Veistu
Þá ekki að heimurinn er til fyrir þig og
aðra menn, til þess aöð skoða hann og
nJóta hans “. Og svo smellti hann í lás rétt
við nefið á mér.
'dið þurfum nú raunar ekki aðfara til
Japan til þess að sjá dásemdir náttúr-
unnar, ef við aðeins erum vakandi og
göngum ekki blindandi fram hjá þeim.
Gakk þú út, og tak upp fyrsta gras-
stráið, sem þú rekst á, og athugaðu það.
Hvarfékk það hinn dásamlega grœna lit
sinn? Og hvaðanfékkþaðþrœði sína, og
hœfileika til að taka til sín nœringu og
drekka, vaka og þroskast.
Hvar er hœgt að finna fegurri og nota-
legri Ijósgjafa en sólina? Raunar verður
hún stundum að þokafyrir regni og kulda,
en hún kemur þó alltafaftur við og við.
Þykirþér ekki gaman að hlusta áfagra
hljóma? Mér þykir það undurgaman. Er
ekki líka indœlt, aðfá að sofa í mjúku og
góðu rúmi, og að borða góðan mat, þegar
maðurersvangur?
Jú, þóttmikið sé afsorgum og áhyggjum
íþessum heimi, þá má samtfinna mikið af
sólskini og gleði, efmenn aðeins kunna
að leita...
...Ogsvoþetta. Þaðer skylda okkar, að
láta aðra mennfá þátt ígleði okkar, enda
tvöfaldast hún við það.
Efað illa liggur á þér, og þú ert dapur
í bragði, þá minnstu þess, að þokan víkur
fyrir sólinn. Lyftu munnvikunum, efþau
erufarin að síga, og hlœðu. Efþú getur
ekki gert hvort tveggja ísenn, að hlœja og
flauta, þá skaltu gera það til skiftis.
Og þú munt komast að raun um, að
heimurinn er ekki svo slœmur, þegar að
allt kemur til alls. Ef þú getur komið
öðrum mönnum á þá skoðun, þú mun þér
líða ennþá betur.
Sólin mun skína að nýju — og þá rœtist
úr.
Robert Baden-Powell.
Gleði og smá grín
Ur mótsblaði alheimsmótsins í Englandi 1929
F rumleg fjáröflunarleið
Þá er menn voru sem óðast að koma
fyrir tjöldum sínum, kom þar að maður
nokkur, og bauðst til að þvo gluggana,
fyrir einhverja litlaþóknun. Þá er honum
yar bent á, að tjöldin væru gluggalaus,
svaraði hann því til, að það gerði ekkert,
því að hann hefði sjálfur séð fyrir því,
nteð því að taka glugga með sér. Og það
var satt!
Voru víst einhverjir aðrir
I Liverpool barþað svo við að sænskur
maður rakst á skoskan skátabróður sinn
á götu. Svíinn nemur staðar og segir: „Við
hittumst víst í Beatelundi. Eða var það
ekki?“ „Nei“, svaraði Skotinn, „þangað
kom ég alls ekki“. „Nei, og ég ekki heldur,
mælti Svíinn, „svo þá hljóta það að hafa
verið tveir aðrir skátar“.
Já, það hefur áreiðanlega verið gaman
og gagnlegt, að vera á skátamótinu, enda
kom öllum saman um að þetta hafi verið
besta skátamótið, sem nokkru sinni hefur
verið haldið, þrátt fyrir alla rigninguna.
Öllum nema þeim óánægðu. En þeir segja:
„Þessi skátamót eru allt öðruvísi en þau
voru í gamla daga, og það hafa þau alltaf
verið“.
Þessar frásagnir ásamt bréfi Badens
Powells hér að ofan birtust í blaðinu
„Varðeldar" sem gefið var út af Skáta-
félaginu Einherjum á ísafirði áriðl 930.
Minjanefnd skáta barst ljósrit af blaðinu
frá Sigurdrífu Jónatansdóttur á Sauð-
árkróki.
Skdtablaðið
11