Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Page 15

Skátablaðið - 01.11.1994, Page 15
/ Avarp Kæri lesandi, Lífsgleði og þróttur einkennir íslenska skcita í dag. Eldfjörugir söngvar, leikir og fjölbreytt starfsýnir okkur það best. Sérhver skátifær að njóta sín og er því ánœgður og áhyggjulaus vegna þess að hann er viðbúinn að takast á við daglegt lífmeð bros á vör. I skátastarfi er leitast við að virkjci það besta í hverjum skáta. Við viljum að sérhver skáti láti Ijós sitt skína. Þegar vetur fœrist yfir aukast hættur í umferðinni. Myrkrið veldur því að gangandi veg- farendur sjást ekki vel og snjórinn veldurþví að ökumenn geta ekki alltaf stöðvað bifreiðar sínar eins örugglega og að sumarlagi. Skátahreyfingin vill stuðla að meira öryggi barna í umferðinni ogfá hvert barn til þess að gera sitt besta til þess að verða öruggur vegfcirandi. Þess vegnafœrir skátahreyfingin öllum sex ára börnum endurskinsborða svo þau geti látið Ijós sitt skína. Til þess að vel megi til takast með þetta átak skora ég áforeldra að vinna með okkur til að stuðla að velferð barnanna og öryggi þeirra í umferðinni. Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi Skátablaðið 15

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.