Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Page 20

Skátablaðið - 01.11.1994, Page 20
Mjög áríðandi er að börnin fari öruggustu leiðina í skólann. Foreldrar þurfa alltaf að hafa vakandi auga með að börnin fari þá leið sem gengin var með þeim þegar þau byrjuðu í skólanum í haust. Einnig að þau fari eftir þeim reglum sem þið kennduð þeim. Nú styttir daginn óðum og er ekki úr vegi að fara yfir nokkur holl ráð sem geta komið sér vel fyrir börnin á leiðinni í skólann. Texti þessi sem hér fer á eftir með myndunum er að hluta úr bæklingi sem tekinn var saman af menntamálaráðuneytinu og Umferðarráði. Farið yfir þessar leiðbeiningar með börnunum og lesið textann með þeim í góðu tómi. Gengið yfir götu við umferðarljós x Rauði karlinn á umferðarljósunum merkir að það á að bíða. Græni karlinn merkir að ganga má yfir götuna eftir að búið er að líta til beggja hliða. x Ýtið á takkann og horfið á skiltið, BÍÐIÐ. Þegar slokknar á því birtist græni karlinn og þá heyrist yfirleitt píp. Þá má ganga yfir götuna - eftir að búið er að líta vel til beggja hliða. x Aldrei máfara út á gangbraut eftir að græni karl- inn byrjar að blikka. Gengið yfirgötu á gangbraut x Notið alltaf gangbrautir þar sem þær eru. Munið samt að stoppa og líta vel til beggja hliða. x Ef gangbrautarvörður er á leiðinni í skólann er best aðfara yfir götuna hjá honum. x Gætið sérstaklega að bílum sem beygja inn í götuna þar sem gangbrautin er. x Munið að vera alltafmeð endurskinsmerkin. Látum Ijós okkar skína 20

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.