Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Síða 24

Skátablaðið - 01.11.1994, Síða 24
Bömin kenna foreldrunum Það kallast kannski að eggið sé farið að kenna hænunni þeg- ar talað er um að börnin kenni foreldrum sínum. En stað- reyndin er sú að við foreldrar erum ekki alltaf alveg sam- kvæm sjálfum okkur og gerum oft ekki sjálf sem við brýnum fyrir börnum okkar að gera. Þegar við höfum kennt börnum okkar eitthvað þá fylgjast þau með hegðun okkar og ætlast til þess að við breytum eftir því sem við segjum. Því er mjög gott að vera meðvituð um þetta og biðja barnið t.d. að minna okkur á að setja á okkur öryggisbeltin, gefa stefnuljós í tíma og leggja rétt. Við þetta fær barnið enn meiri áhuga á málefninu og meiri líkur eru á að það fari eftir settum reglum í umferðinni. Það er mikilvægt að taka aðfinnslum barnsins vel því ef þið takið þeim illa er hætta á að þau missi allan trúnað á því sem þið segið um um- ferðarmál. Þetta á einnig við um þegar þið farið saman út að ganga eða hjóla. Látið barnið segja ykkur hvað sé rétt og hvað sé rangt í umferðinni. Hrósið þeim þegar þau hafa rétt og fræðið þau þegar þau hafa rangt fyrir sér. Með þessu móti fyllist barnið meira öryggi og venur sig á að hugsa um hættur í umferðinni. Þegar hjálmur er keyptur / heilanum er aðalstjórnstöð Ifkamans. Verði heilinn fyrir miklum meiðslum getur það haft varanleg áhrif á aðra líkamshluta. Afleiðingar af miklu höfuðhöggi geta verið alvarlegat; t.d. höfuðkúpubrot, stutt eða langvarandi meðvitundarleysi, lömun, missir á sjón, heyrn og máli. Þess vegna er mikilvægt að verja höfuðið sérstaklega vel. Rétt stœrð Hjálmurinn á að sitja þœgilega og þétt á höfðinu og á einungis að geta fœrst örfáa sentimetra fram og aftur (ekki upp fyrir ennið). Hjálmurinn þarf að vera rétt spennt- ur svo að hann detti ekki af við fall af reiðhjóli. Hjálmurinn má ekki hindra útsýni eða heyrn. Mismunandi stærðir og stillanlegur út- búnaður tryggir að hver og einn getur fengið hjálm við hæfi._______________ ÆLá Ytra byrði Til eru hjálmar með hart borð og hjálmar án ytra byr hjálmar eru sterkari og sitja betur. Þeir hlífa einnig betur gegn oddhvössum hlutum. Aftur á móti eru þeir þyngrí en\ hjálmar án ytra byrðis. Ef hjólað er langt er æskilegt að hafa hjálminn eins léttan og kostur er. Loftrœsting Hjálmurinn verður að hylja ennið Hjálmurinn á að hylja höfuðið, ennið, gagnaugun og hnakkann. Sérlega mikil- vægt er að hjálmurinn hylji enni og gang- augu vegna þess að þar lenda flest höggin. Það er til bótaef vel loftar um hjálminn, t.d. um loftræstigöt og/eða loftgögn. Þá svitna menn síður á heitum sumardögum og við erfiðar hjólreiðar.yT*^'- Hökuól l Öryggi og gœði hjálmsins Athugið hvort hjálmurinn uppfyllir öryggiskröfur sem gerðar eru til hans. Rettur hjalmur við rettar aðstœður Notið viðurkenndan hjálm þegar þið hjólið í umferðinni. Þeir mega ekki ná yfir eyrun því þá getur verið erfitt að heyra í bflunum. Slíkir hjálmar eru auk þess þungir og það loftar illa um þá. Sama gildir um íshokkf- og skíðahjálma. Hreinlœti Hjálminn má hreinsa með volgu sápu- vatni. Látið hann ekki komast í snertingu við sterkar efnablöndur eða hreinsiefni. Það getur dregið úr öryggishæfni hans. Bilaður hjálmur — beint í ruslið Endurnýja þarf hjálm sem hefur fengið kröftugt högg á einhvern hátt í umferðar- slysi. Honum á að fleygja þó að skemmd- irnar séu ekki teljandi. Djúp rispa nægir til þess að hann hlífir ekki sem skyldi. Foreldrar: Hjálmur er tilvalin jólagjöf! Hökuólin á ekki að vera teygjanleg en þó verðurhún að vera stillanleg. Auðvelt á að vera að opna og loka lásnum á höku- ólinni. 24 Látum Ijós okkar skína

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.