Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Síða 2

Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Síða 2
2 Ní VIKUTÍÐINDI J % NY VIKUTIÐINDI keanur út fyrir Ihivierja ihölgi og 'kostar 4 fcrónur í lausasölu. Ádkriftarverð er 150 krónur árgangurinn og igreiðiist fyrirfraim. - Ritstj.: Baldur Hólmgeirsson. — Prentun og afgreiðslu annast Stóriholtsprent h.f., Skiplhollti 1, Reylkjavífc, iSírni 19150 og 14856. Þrælalög góð í dag Þegar núgildandi vinnulöggjöf okkar var lögfest á Al- þingi fyrir um 25 árum, íetluðu kommúnistar vitlausir að verða. Þeir hrópuðu hver í kapp við annan, að með hinni nýju vinnulöggjöf hefðu atvinnurekendur náð iokatak- marki sínu með því að samþykkja lög, sem hókstaflega festu alla launþega landsins upp á vegg. Það þarf svo sem engan að undra, þótt þetta hljóð væri í kommúnist- um þá, þeir Ihafa ævinlega verið á móti öllu því, sem stuðlað gæti að bættri sambúð launþega og vinnuveit- enda. Vinnulöggjöfin er vissulega orðin úrelt og fyllsta á- stæðr. til þess, að hún verði endurskoðuð. Þegar löggjöf- in ei’ þannig, að fámennir Ihópar launþega geta stöðvað stóra vinnuhópa atvinnuveganna til gífurlegs tjóns fyrir þjóð irbúið, er kominn tími til að stinga við fótum. Þcgar núgildandi vinmdöggjöf var lögfest, nefndu kommúnistar hana „þrælalög“, en í dag er viðhorfið svo sannarlega breytt hjá þeim. Nú á vinnulöggjöfin enga dyggari forsvarsmenn, allt tal um endurbætur á henni heitir í dag: ofbeldi gegn launþegum- Sk rbygging til skammar Nýlega var í dagbl. Vísi viðtal Við sænskan prýðis- mann, Bengt Silverstrand að nafni. Maður þessi rekur auglýsingaskrifstofu í Gautaborg og hefur m. a. reynzt Loftleiðamönnum vel. Viðtalið í Vísi birtist vegna komu Silverstrands hingað. Hafði hann mjög ákveðnar og at- hyglisverðar skoðanir á ferðamálum okkar, og m. a. kom hann með þá hugmynd, að (settir yrðu á svið á Þing- völlum einskonar söguleikir úr íslendingasögunum. Hann leggur til, að byggð verði ný Valhöll á Þingvöllum í sem allra fornlegustum stíl. Hann segir: „Þið eigið Valhöll á Þingvöllum, — hugsið yður bara hina stórkostlegu Val- höll, þar sem Óðinn sæti, — en hvílík Valhöll er það, sem þið eigið á Þingvelli, — skúrbygging, sem er ykkur ti skammar.“ Við eigum Valhöll a Þingvöllum, og við eigum skóla- hús við Geysi og við eigum kofa við Gullfoss. — Þegar útlendingar koma hingað til lands er fyrst farið með þá til ÞingvaUa. Þar eru stórir bárujámskumbaldar. Síð- an liggur leiðin að Geysi og þar em kumbaldamir aðeins minni, en ekki betri. Loks er farið með fólkið að GuU- fossi. Þar á gljúfurbarminum er kofaræfill, rétt sæmilega þrifalegur að innan, en fyrir utan em bárujámsgirt sal- emi með rauðmalargólfi — og sér beint upp í hláan him- íninn. Svíinn sagði í lok viðtalsins: „ ... ef það væri laust eitt embætti í stjómlnni hjá ykkur, þ. e. propaganda- eða útbreiðsluráðuneyti, jþá skyldi ég gjarnan taka því em- bætti, því ég held, að þar gæti ég unnið hinni elskulegu þjóð mikið gagn með því að taka ferðamálin föstum tök- um.“ Gallinn er bara sá, að hjá okkur er ekki til neitt slíkt ráðuneyti. Þess í stað höfum við iUa upplýsta fúskara að störfum I ríkisstyrktri ferðaskrifstofu, sem hefur ein- okun á innflutningi erlendra ferðamanna. Á skemmtistöðunum Á skemmtistöðunum Á vetri komanda mun vera í ráði að setja upp söngleikinn MY FAIR LADY, sem farið hef- ur sigurför um heiminn, enda afburða skemmtilegur, hvað efni og tómlist snertir. Hefur heyrzt, að þýðingin hafi verið falin Ragnari Jóhannessyni og Agli Bjarnasyni, en naumast enn ráð ið, hverjir verði í aðalh'lutverk- unum. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi að benda Þjóðleikhúsinu á þá staðreynd, að hversu vel, sein tækist um val erlendrar söngkonu í lilutverk Elsu Doo- little, væri það tvímælalaust æskilegra og vinsælla að heyra lilutverkið flutt á íslenzku. Því er líka til að dreifa. Það efast naumast nokkur um, að hin vin- sælá og ágæta söngkona Elly Vilhjálms myndi ekki gera hlut verkinu viðhlítandi skil, og fengju þá tvímælalausir hæfileik ar hennar að njóta sín á verð- ugan liátt. Þetta ætti Þjóðleikhúsið að taka til alvariegrar athugunar. Eins og rekstur þess gekk á síðasta starfsári, veitti því sannarlega ekki af kassa-stykki, og það er MY FAIR LADY vissulega, — ef vel tekst til um val í aðailhlutvenkin. EYÞÓR ÞORLÁKSSON, gítarleikarinn góðkunni, var ■með eigin liljómsveit í Barce- lona síðastliðinn vetur, og í sumar leikur hann í kvintett í nýjum klúbb á Mallorca. Unn- usta hans syngur með hljóm- sveitinni. AAGE LORANGE mun verða með hljómsveit í Tjarnarcafé í vetur, en ekki lief ur enn lieyrzt, hverjir spili með lionum. SJALFSTÆÐISHOSIÐ mun fá nýja hljómsveit í haust, eftir sumarhvíldina, og hefur flogið fyrir, að liún verði skip- uð þessum mönnum: Viðar Al- freðsson, trompet, Reynir Sig- urðsson, víbrafónn, Jón Möller, píanó, Sigurbjörn Ingþórsson, basisi, og Sverrir Garðarsson, trommur. SKlÐASKÁLINN I IiVERADÖLUM hefur verið eftirsóttur skemmti- staður í sumar, enda gott að koma þangað. Þar hefur verið dansað flest kvöld vikunnar, og leikur þriggja nxanna hljómsveit fyrir dansinum: Bragi Hliðberg, harmónika, Trausti Thorberg, gítar, og Sverrir Garðarsson, trommur. REYNIR JÓNASSON inun hyggja á orgelnám erlend- VINSÆL FEGUKÐAB- KEPPNI ISTOKK- KLUBBNUM Undanfarin sunnudagskvöld hefur unga fólkið hér í höf- uðborginni flykkzt í Stork- klúbbinn, og hafa f-lest kvöldin færri komizt að en vildu. Þar hefur nefnilega verið liáð hin skemmtilegasta fegurðarkeppni, og fer senn að líða að úrslit- um hennar. Á sunnudagskvöld- ið var var valin sjötta stúlkan í undankeppnina sem sagt „Fegursta stúlka kvöldsins.“ Ekki er enn ráðið, hvenær val- ið verður á milli þessara sex, en sökum verzlunarmannaliá- tíðarinnar verður það ekki hægt um næstu helgi. Fyrstu fimm stúlkurnar, sem valdar voru í keppnina, heita: Erla Viktorsdóttir, Reykjavík, Katarína Úlfsdóttir, Isafirði, Ingiríður Oddsdóttir, Reykjavík, Guðrún Jóhannesdóttir, Rvík og Kolbrún Baldvinsdóttir, Akur- eyri. Myndir þeirra allra hafa birzt í Heimilispóstinum, en að þessu sinni flytja Ný vikutíð- indi mynd þeirrar sjöttu, en hún heitir: THEÓDÓRA ÞÓRÐ- ARDÓTTIR, og er Reykvíking- ur, fædd 22. febrúar 1945, dótt- ir Agnesar Guðmundsdóttur og Þórðar Sigurgeirssonar, kaup- Theódóra Þórðardóttir — fegursta stúlka kvöldsins. manns, Nesvegi 12. Hún á einn bróður, og helztu áhugamál hennar eru skemintanir og ferðalög. Starf liennar um þess- ar mundir er að selja happ- drættismiða fyrir Styrktarfélag vangefinna, og gefur að líta hana í bílnum utan við Búnað- arbankann, og það er ekki minnsti vafi á þvi, að salan stóreykst á næstunni, þegar þetta er uppvíst .. . Ný fegurðarkeppni? Fréizt liefur, að í ráði sé að velja í haust „Ungfrú Norður- íönd“, og mun verða efnt til fegurðarkeppni hérlendis til að velja þátttakanda Islands. Það er að venju Einar Jónsson, sein fyrir. keppninni liér heima is í vetur, en ekki er enn vit- að, hver muni taka sæti hans í hljómsveit Svnvars Gests, sem leikur í Lido í vetur. ERLING ÁGÚSTSSON hefur sungið á Röðli í stað Hauks Morthens, sem enn er erlendis, og hefur ekkert aif honum frétzt ennþá. Hefur jafn- vel flogið fyrir, að hann sé á tveggja mánaða samningi við skemmitistað í Noregi. GRASEKKJUMENN hafa mjög sett svip sinn á skemmitistaðina undanfarið, en það er mjög í tizku í höfuð- borginni að senda konurnar og börnin í sumarbústaði all-langt frá bænum og liafa þau þar lengri eða skemmri tíma. stendur, en hann liefur annazt fegurðarkeppnir hér um árabil. Mikillar óánægju gætti hjá al- menningi í sambandi við val „Ungfrú Island 1961“ í vor, en þá ráðstafaði Einar uppástungu- og birtingarrétti um þátttakend- ur til vikublaðsins VIKUNNAR, og þótti öðrum blöðum að von- um sinn hlutur hastarlega fyrir borð borinn. Það liefur heyrzt, að Vísir og Fálkinn muni ætla að taka þátt í kapphlaupinu um birtingarréttinn, og boðið Ein- ari all-vel, en þess ber að vænta, að liann sjái að séf í tíma og verði við vilja almenn- ings í þessum efnum. Fegurðardrottningar undan- farinna ára hafa getið sér þann orðstír erlendis, að landinu er mikill sómi að, og ekki ástæða til að ætla annað en svo muni verða í framtiðinni. En til þess að fegurðarkeppni hérlendis geti verið réttmæt, verða allir aðilar, blöðin ekki siður en aðr- ir, að hafa jafnan rétt til uppá- stungna um þátttakendur. Þetta er sanngirniskrafa, sem ekki verður hundsuð til lengdar. /• t> A skemmtistöðunum A skemmtistöðunum

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.