Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Blaðsíða 3
Ní VIKUTÍÐINDI
3
!eger mlg vantar eitthvað, þá
smiia ég það sfálfur . .
Áður fyrr var mönnum
tamt að vitna til stálsins um
þá hörku, sem naumlega yrði
sveigð. Það er löngu liðið.
Með tækni sinni hefur mað-
urinn bugað þessa hörku og
mótað að vild.
Mér fannst það liarla ótrú-
legt, þegar ég heyrði það, að
ungur, ólærður járnsmiður
hefði á aðeins fáum árum
komið sér upp himun full-
komnasta vélakosti, og smíð-
að sjálfur þær vélar, sem
hann fékk ekki með öðru
móti, — og það með, að
hann væri að fá einkaleyfi
á uppfinnmgu sinni, sem
skapa myndi honum milljón-
ir I erlendum gjaldeyri, ef
svo fer fram sem horfir. N
Ég axlaði því mín skinn og
heimsótti hann. Og ég sann-
færðist um, að með dugnaði
og hugviti hefur honum tek-
'zt að komast áfram, svo að
fátítt er með unga menn, en
hann er aðeins rúmlega þrí-
tugur að aldri ...
ir. Þær hafa þegar verið sam-
þykktar til notkunar af Raffanga
prófun ríkisins og verið lög-
giltar hér, en prófuninni erlend
is enn ekki lokið.
En enda þótt rafmagnsdósirn-
ar séu þarna hálfunnar út um
allt, þá eru þær engan veginn
eina framleiðslan þarna. Frá
þessu verkstæði hafa hverskyns
nýstárleg og hentug búsáhöld
iagt leið sína um allt landið,
hátalarahlífar og sérkennilegir
minjagripir, meðal annars grút-
artýrurnar þekktu. Þarna sjáum
við í stórum kassa messing-
hólka neðan á húsgagnafætur.
— Þeim var alltaf smyglað
inn í gamla daga, segir Jónas
kíminn. En eftir að ég fór að
framleiða þá, hætti það alveg.
En það er ekki aðallega
skemmtileg framleiðslan, sem
við erum komnir til að sjá.
-— Hvað um vélarnar, þessar
heimatilbúnu?
Þrír ungir menn eru að setja
saman dósir í þrem vélum, sem
þrýsta hólkunum inn í götin,
Hér stendur Jónas við stóru pressuna, sem hann smíð-
aði fyrst, og sjást á myndinni hinar pressumar þrjár.
Jónas Guðlaugsson heitir hann,
ættaður frá Eyrarbakka, og er
ég spyr hann að því við kom-
una inn í fyrsta vinnusalinn í
verkstæðinu, hvað hann fram-
leiði nú eiginlega, og hvar upp-
finningu hans sé að sjá, brosir
hann lítillega og segir:
— Allt, sem mér dettur i
hug.
En núna eru það aðallega
rafmagnsdósirnar nýstárlegu
Þær eru úr járni, tinhúðaðar,
með allt að átta hólkum og
gæddar þeim eiginleikum, að
þær skemma ekki frá sér loft
og veggi, þar sem þær eru sett-
ar, og geta alls ekki losnað.
— Ég er búinn að sækja um
einkaleyfi á þeim, og í ráði er
að hefja stórfelldan útflutning
á þeim. Þær eru útfærðar til
notkunar í 16 löndum, og út-
flutningsmöguleikar því mikl-
svo að ekki verður losað auð-
veldlega.
— Þessar vélar smíðaði ég
með þrem rennismiðum á þrem
mánuðum. Það hefur venjuleg-
ast verið svo, að þegar inig
hefur vantað eitthvað, þá hef
ég bara smíðað það sjálfur. Já,
og auðvitað stansana líka. — Og
fyrir 5 árum átti ég ekkert.
Og Jónas strýkur höndunum
mjúklega eftir stórri pressu úti
við gluggann, geysimiklu bákni,
meðan hann segir okkur sögu
bennar:
— Þessa pressu uppliugsaði
ég sjálfur og smíðaði. Ég byrj-
aði nú heldur smátt. Fékk lán-
aða pressu og rennibekk hjá
frændum mínum og setti upp
í skúr við Lindargötu. Svo vant
aði mig stærri pressu, fór í
bankann og talaði við einn á-
gætismann, hvort ég gæti feng-
ið 60 þúsund króna lán. Hann
sagðist ætla að athuga það.
Koma aftur eftir viku. Svarið
var nei. Ég hafði alveg búizt
við því og kippti mér ekkert
upp við það. Ég hafði ekkert
veð og enga tryggingu. Svo að
ég fór heim og smíðaði press-
una bara sjálfur. Þú þarft ekk-
ert að segja frá því að ég byrj-
aði þannig að setja stórt blað
á eldhúsborðið, stillti síðan upp
fjórum mjólkurílöskum á horn-
in og teiknaði svo vélina jafn-
óðum og stykkin voru smíðuð.
Nú, pressan var tilbúin eftir ár-
ið, og þá bauð ég þeim í bank-
anum að koma og sjá hana, og
þá stóð ekki á því, að ég fengi
75 þúsund króna lán út á hana.
— Ætli þetta sé ekki með
stærstu pressum á landinu?
— Jú, það er víst, og hún
klikkar aldrei. Þrýstingurinn er
200 tonn útaf silinder, og svo
er hún útfærð með sérstöku loft
systemi, sem heldur við plöt-
una. Það er líka svo mikið
öryggi að vinna við hana, að
sé ekki allt klárt, þegar hún
er á niðurleið, þarf sá, sem er
við hana, ekki nema stíga aft-
ur á pedalann, og þá fer hún
upp aftur.
En þó að pressan sé stolt
Jónasar og yndi, þá er hún að-
eins einn hlutur af ótal, sem
hann hefur smiðað sjálfur fyr-
ir verkstæði sitt. Við komum
að stórum blikkkassa með
hverfiútbúnaði og sérkennilegu
hjóli með löngum teinum, og
smeygir Jónas rafmagnsdós upp
á einn teininn.
— Þetta er skemmtilegt verk-
færi, sem ég er að enda við,
en það er með sérstökum húð-
unargræjum, sem hægt er að
húða dósirnar að utan og inn-
an. Það er segull, sem festir
þær við armana hérna, síðan
ganga þær niður í kerið, húðast,
uppúr aftur. Þetta gengur eins
og örskot. Maður klárar um
8400 á tíu tímum.
Og við hliðina á húðunar-
kerfinu stendur stór ofn.
— Þetta er herzluofn, sem
við smíðuðum sjálfir. Hann get-
ur hitað allt upp í 900 stig.
Stansarnir í vélunum verða eins
og margarín, ef þeir eru ekki
hertir, og ég fór alltaf með þá
í vélsmiðju hérna í bænum,
þangað til það var lokað fyrir-
varalaust fyrir mig. Þá fór ég
bara heim, rótaði í skruddun-
um mínum, og eftir þrjá sól-
arliringa var ofninn kominn
upp og hefur aldrei klikkað síð
an. Svo smíðuðum við annan
minni. Þeir eru báðir hitaðii
með Kosangasi.
Svo er þarna gasklefi, eins
og þeir kalla hann, en svipar
þó ekkert til þeirra þekktu frá
styrjaldarárunum, enda þótt
framleiðslu á hvaða sviði, sem
vantar.
Ég hef víst ekki minnst á
það ennþá, að þetta verkstæði
er áreiðanlega einsdæmi. Þarna
er engin skrifstofa, enginn
skrifstofumaður, og enginn sími.
Það er ekki einu sinni búið
að skíra það ennþá!
— Og þó, segir Jónas og
brosir við. Þeir tóku af miér ó-
makið í skattinum og kalia það
Verkstæði Jónasar-Guðlaugsson-
ar. Ætli það haldist ekki . ..
En þetta er svo sem ekkert
smáfyrirtæki, þarna vinna níu
manns, og fyrirtækið leggur sig
þarna inni sé nægilegt eitur upp á rúmar þrjár milljónir
Inni í „gasklefanum“!
til að bana öllum Islendingum.
Þar er més'singhúðað og galv-
aníserað.
— Eitthvað hlýturðu að þurfa
af járni í allt þetta?
— Já, blessaður vertu, og ég
flyt það eiginlega allt inn sjálf-
ur nú orðið. Aðallega frá Belg-
íu. Reynsla mín af þessu rúss-
neska og pólska er vægast sagt
ekki góð.
Einhvern tíma var mér sagt,
að skoðunarmaður hefði skráð
þær athugasemdir um vélar Jón
asar, að þær væru furðuleg hag-
leikssmiði. Og það er bæði víst
og satt.
—- Þú ert vist faglærður, Jón-
as?
—• Nei, ónei, ég lærði einu
sinni rafvirkjun en lauk ekki
námi, hitt kom bara svona af
sjálfu sér.
— Og hver eru næstu verk-
efnin?
— Ég þarf á næstunni að
smíða átta litlar pressur, og svo
ganga frá vélunum hérna. Svo
er ég að stúdera sérstakar græj-
ur til að mata vélarnar.
— En framleiðslan?
— Ég verð með dósirnar þar
til markaðurinn er orðinn mett-
ur. Ég verð þá búinn að taka
upp eitthvað nýtt, sem hentar
fólki. Ég reyni að byggja upp
HUGKVÆMUR HAGLEIKSMAÐUR INNI I DUGGU-
VOGI SELUR F.IGIN UPPFINNINGIT I STÓRUM
STÍL TIL ÚTLANDA!
en það hefur ekki alltaf verið
leikandi létt, þótt ekki verði
annað heyrt á Jónasi.
— Ég er að hugsa um að taka
mér sumarleyfi í sumar, það
fyrsta i tíu ár. Mig langar mik-
ið út, hef aldrei komizt lengra
en ti-i Vestmannaeyja.
— Heldurðu, að það verði þá
nökkunt frí hjá þér, ef þú ferð
út?
— Ja, ég þarf náttúrlega að
vita, hvort ég get ekki séð eitt-
hvað, sem ég get grætt á.
-—- Þú byrjaðir á þessu með
tvær hendur tómar, Jónas. Hef-
urðu átt í nokknum erfiðleikum
með að afla þér rekstrarfjár til
fyrirtækisins?
— Það hefur gengið svona
upp og niður. Iðnaðarbankinn
hefur alltaf verið mér mjög
hjálplegur, en það segi ég þér
alveg eins og er, að ég er ekki
þreyttur eftir daginn og ekki
eftir nóttina hérna á verkstæð-
inu, en ég er oft þreyttur, er
ég kem úr bönkunum . ..
— B H
SPAKMÆLI
Haffiu augun vel opin fijrir
giftinguna, og hálfiokuö á eftir.
Thomas Fuller.
Heijrnarlaus eiginmaður og
biind eiginkona eru ávallt liam-
ingjusamir hjúskaparfélagar.
Danskt spakmæli.
Grátaiuli bráSur, hlæjandi eig-
inkona, hlæjandi brúSur, grát-
andi eiginkona.
Þýzkt spakmæli.