Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Page 5

Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Page 5
NÝ VIKUTÍÐINDI s Regína Thoroddsen, umboðsmaður Daniels á Gjögri sést hér vera að afhenda Daníel bréf og sitthvað fleira. nokkra stund, síðan er haldið í loftið aftur. Það var garaan að koma að Gjögri og gott að heimsækja Regínu. Næsti lendingarstaður er Búð ardalur. Þar eru fjórir menn teknir með til Reykjavíkur og við lendum á Reykjavíkurflug- velli um hálf-átta-leytið. — Þetta er eini dagurinn, sem ég fer eftir hádegi frá Reykjavik í áætlunarflug segir Daníel. Þetta er líka lengsta flugið. Aðra daga fer ég fyrir hádegi, klukkan 10. Þá hef ég eftirmiðdagana lausa til annars flugs. Hér að framan hefur stutt- lega verið lýst einni áætlunar- ferð Daníels Péturssonar, ungs Reykvíkings, sem hyggst reyna að 'halda uppi áætlurnarferðum til hinna fámennari staða víðs- vegar um landið. Sannarlega væri óskandi, að honum lánað- ist vel. um útsvör 1961 Gjalddagi útsvara í Reykjavík árið 1961 er 1. ágúst. Sérreglur gilda um fasta starfsmenn, en því aðeins að þeir greiði reglulega af ikaupi. Vajnskil greiðSlna samfcvæmt framanrituðu valda því, að allt útsvarið 1961 fellur í eindaga 15. ágúst næst- komandi, og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttar- vöxtum. Reytkjavík, 25. júlí 1961. Borgarritarinn. Hallvarður lausamaður: PISTILL BMGSIIMS BRIMLENDING MEÐ AlA? Mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni ævintýrið mikla um „flugfiskinn“, sem sett var á loft á s. 1. ári. Var þar um að ræða fádæma mikla drift er hjarga skyldi úeflutningsverzlun þjóðarinn ar með því að flytja út fisk flugleiðis. ímissa hluta vegna varð lítið úr þessu annað en bramboltið og blaða fréttimar. Einn þeirra aðila sem við flugfiskinn var kenndur setti áróðursvélina aftur í gang nú nýlega og hóf nýja teg- und útflutnings. Hann leigði sér lítið skip til þess að flytja flytja út lifandi ála til ann- arra landa. Hugmyndin var glæsileg og dagblöðin tóku fegins hendi við upplögðu fréttaefni. Myndir voru tekn- ar og langhundar festir við þær. Óvíst er enn hvernig þessari framtakssemi útflytj- andans reiðir af, en menn hafa haft orð á því, að út- flytjandinn hafi greinilega vitkast talsvert síðan í fyrra og ætli sér ekki að eiga neitt á hættu í lendingu og þess- vegna valið sjóleiðina í stað loftleiðarinnar í fyrra. En vel að merkja: það er óvíst að brimlending verði nokk- uð betri. KYNÓRAR RITSTJÓRA „NCTlMANS“. Stórstúka fslands hóf í fyrra útgáfu vikublaðs og gaf því nafnið „Nútíminn“. Þótti mörgum nafnið hálf- gert öfugmæli, því þessum félagsskap hefur þótt ýmis- legt annað betur gefið en að fylgjast með tímanum og fremur hefði blaðið átt að heita Afturhaldið. Nútíminn hefur teldð upp hinar furðulegustu aðferðir í baráttu sinni gegn áfengis- neyzlunni. Hafa þeir í hverju blaðinu á fætur öðru birt hinar hroðalegustu lýsingar á drykkjuskap unglinga á ýmsum stöðum. Hefur mönn- um þótt ritstjóri blaðsins rót ast óhugnanlega um og bók- staflega velta sér upp úr andstyggilegum kynórum. í síðasta tbl. Nútímans er lýst skemmtun sem haldin var austan fjalls og birtist í þeim skrifum sjúkleild höf- undarins. Hann segir m. a. frá tveim 13—15 ára stúlk- um sem hlupu upp um háls- inn á nokkrum karlmönnum, kysstu þá og vöfðu örmum og segir loks um aðra að hún „virtist sem sagt hafa mikla Iyst“. önnur 18 ára eömul, hrópaði: „Gerðu bað“. Og| enn segir: „Þar höguðu menn! sér siðlaust og villt, — flösk ur og stólar llugu um sal- inn, flestir dönsuðu í faðm- lögum (hvernig annars?) þéttfullir“ og stúlkumar kysstu karlmennina „allt í kring“. Á öðrum stað segir: „Áflog voru ekki í stórum stfl, en menn föðmuðust í þeim mun stærri stfl, hömp- uðu flöskum og supu á fyrir allra augum, — sungu, eða öllu heldur bauluðu eða öskr- uðu hver með sínu nefi. Stól- um og borðum var hrundið, menn tróðust og ruddust, stjökuðu og stympuðust, með formælingar og grófyrði á vörum, ráku logandi sígar- ettustubbana hver í annan og loftið var þrungið eitur- lofti krabbameinsreylisins.“ Og svo stendur í fyrirsögn- inni: „Var bamið þitt e. t. v. á öðrum hvonim staðn- um?“ Stórstúka fslands, þetta ís- aldarfyrirbrigði okkar kost- ar blaðaútgáfu til þess að traðka á og sverta æskulýð landsins. Þessum kraítlausu mjálmurum væri skammar nær að taka til starfa á raun hæfan hátt og vinna gegn á- fengisbölinu með mannsæm- . andi aðferðum, en ekki með ógeðslegu uppsláttarorð- ! bragði um unglinga. VEGAVINNA ... (Praimih. af bls. 8) startfsemi Vegagerðarinnar er hægt að haga á ýmsan hátt, annaö hvort saman bæði viðhald og lagning nýrra vega, eða þá sitt í hvoru lagi. Slífct er skipu- lagsatriði. Vegagerð rífcisins er orðin geysilegt bákn og þótt svo að henni virðist ahsæmilega stjómað er enginn vafi á því að rekstur slifcs fyrir- tækis er efcki hagsitæður fyr- ir rílkið. En þar sem efcki hefur áður verið um útboð á þessum verkum að ræða getur það tekið talswerðan tíma fyrir einstaklinga að koma sér upp nauðsynlegum tækjum og ekki við því að búast að tilboð fengjust í hin stærri venk í fyrstunni. En slíkt myndi að sjálfsögðu koma með tíð og tírna. Að- alatriðið er að þessi stefna verði upp tekin og skipulega unnið að því að losa ríkið við alla starfsemi Vegagerð- arinnar nema nauðsynlegt eftirlit með þeim verkum, sem verktöfcum er falið að framfcvæma. REIKNINGAR STÓRSTUKUNNAR (Framh. af bls. 1) það hlýtur að vera almenn krafa að gerð verði opin- berlega grein fyrir fjár- reiðum og framkvæmdum þassara samtaka. Mönnum virðist tilvalið að málgagn Templara, Nú tíminn, gerði aðeins hlé á kynsjúkum æsifregnum síniun og níðskrifum um æsku landsins og birti reikninga Stórstúkunnar og gerði frekari grein fyr- ir þeirri starfsemi sem Templarar þykjast lialda uppi. RlKISSKIP ... (Framh. af bls. 1) Mönnum oflbauð svo sem von var þetta stórkostlcga tap á útgerðinni. Marglr spyrja hwernig á iþví standi og ihvort elkki sé unnt með betra skipulagi og aukinni nýtni að lækka þetta tap. Refcstur Ríkisskip virðist vera mjög lélegur og bera því Ijósast vitni fcvartanir þeirra sem háðir eru starf- semi þess úti á landi. Það hafa stundum verið stotfnaðar sfcipulagsnefhdir og sparnaðamefndir hjá því opinibera enda þótt rauna- lega lítill árangur hafi orðið af störfum þeirra. Væri nú ekki vel til fundið að elkipa sérstaika nefnd til þeS3 að rannsáka relkstur Skipaút- gerðar rikiisins og gera tillög ur um bættan rekstur fyrir- tæfcisins?

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.