Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Page 6
6
Ní VIKUTÍÐINDI
Hér heldur áfram hin óvenju spennandi og við-
burðaríka sjálfsævisaga kvikmyndaleikarans Errol
Mynn, en upphaf liennar kom S átta síðustu tölu-
blöðum Heimilispóstsins.
Ölaandi ííf
Næstu mánuðina, vorið og
sumarið og haustið 1930, leið
,Sunnanvindur‘ meðfram strönd
inni. Da'glega eða annan hvorn
dag höfðum við viðkomu í hafn
arbæjunum. Við vorum peninga
iitlir, og alls kyns vandkvæði
steðjuðu að.
Eg skrifaði pabba oft, og nú
FOR SAGA:
Errol cr fæddur á eynni
Tasmaníu, en fór ásamt pró-
fessornum, föóur sínum til
Englands í skóla, og sinntu
foreldrarnir honum lítiö upp
frá því. Errol fór aö vísu aft
ur til Ástralíu meö fööur sin
um, og fékk hans vegna aö
hanga í slwla þrátt fyrir lé-
lega frammistööu. Var loks
rekinn og hélt til Nýju Gin-
eu í gullleit, en geröist lieil-
brigöisfulltrúi þar. Varö ást-
fanginn af giftri konu, og
lenti saman viö eiginmann
hennar, svo aö hann flæmd-
ist úr starfinu.
Þá tók hann aö sér verk-
stjórn á kopraplantekru einni
á smáeynni Nýja írlandi, og
fórst þaö dável úr hendi þótt
hann þelckti áöur ekkert til
slarfans. Róstusamt var á
eynni meöal innfæddra og
bjargaöi liann lífi fagurrar
svertingjastúlku og haföi
hana heim meö sér. — En
þrátt fyrir yndisleik stúlk-
unnar, undi Erroi sér ekki
lengi á sama staö, og þá
sízt í landi. Gulliö heillaöi
hann, en til þess aö vinna
þaö skorti hann fé. Hóf hann
þá úlgerö, sem gekk ekki sem
bezt, og seldi liann loks bál-
inn og hélt til Nýju Gineu.
Eftir margvíslega erfiöleika
og bardaga viö innfædda
hrölcklaöist hann á brott,
reyndi fyrir sér í Ástralíu,
en lcomst loks aö þeirri niö-
urstööu, aö lániö biöi hans
á Nýju Gineu og hélt þang-
aö á snekkjunni sinni, ,,Sunn
anvindi."
var ég orðinn fullorðinslegri við
hann og lét ýmislegt fjúka, sem
ég hefði ekki þorað áður.
Eftirfarandi bréf skrifaði ég
honum frá Townsville, sem er
á norðausturströnd Ástralíu:
Kœri pabbi, viö förum i nótt
klukkan tvö beina leiö tii Coolc-
town, óg ætlum aö stanza þar
i tvo daga — síöan til Lizard-
eyju og veröa þar í einn eöa
tvo.
Ég geri ráö fyrir, aö þú sérl
forvitinn eftir aö frétta, hvaö
hafi oröiö um okkur í Rock-
hamplon, hvernig viö björguö-
um okkur. Meö því aö auglýsa
nógu 'glæsilega tókst mér aö fá
mann í staö þess sem sagöi
upp. Hann er bráöduglegur og
getur næstum allt, sem hann
ber viö aö reyna. Mér líöur
miklu betur eftir aö liann kom
á fleytuna .. .
Ég lield ég peti ekki látiö sjá
mig í Sidney í langan tíma
vegna Naomi. Ég hef ekki enn
haft kjark í mér til aö skrifa
henni, aö þaö veröi ekkert úr
þessu hjá okkur, þótl dagblöö-
in telji okkur trúlofuö. Ég hef
reyndar ekki talaö um giftingu,
en ekki afneitaö henni heldur.
Ég lief aldrei veriö í slíkri
klípu áöur . . .
Beztu kveöjur, þinn sonur,
Errol.
Um það bil þrem vikum síðar
kom „Sunnanvindur“ til Gook-
town, síðustu hafnarinnar á
norðurströndinni. Þaðan lá bein
ast við að halda til suður-
strandar Nýju Gíneu.
Eftirfarandi bréf skrifaði ég
pabba frá Cooktown:
,,Sunnanvindi,“
Cooktown, 17. ágúst 1930.
Kœri pabbi, eflir tvo daga
leggjum \viö af slaö til Lizard-
eyju. Þar ætlum viö aö steikja
geit og tvo fugla, sem ég veiddi
Ég elti geilina heila milu áöur
én ég gat króaö liana af.
Þegar viö komum til Samari
ætla ég aö senda þér skeyti. Þú
þarft ekki aö hafa neinar á-
hyggjur af oklcur. Nú er bezti
tími ársins, engir hvirfilvindar,
og ef um einhverja vinda eJ- áö
ræöa, eru þeir okkur til léttis,
sunnanvindar. Ég hef heyrl, aö
mikii óstjórn sé sums staöar á
Nýju Gíneu, og aö Hollending-
arnir fái ekki viö neitt ráöiö
— ekki sem verst fyrir ævin-
týramenn!
Ég er búinn aö ákveöa eitt:
Þegar ég er búinn aö borga
skuldir mínar, sem eru nokkur
hundruö slerlingspund, ælla ég
aö fara til Cambridge og lesa
sögu og bókmenntir, ■— ég lief
sem sé komizt aö þeirri niöur-
stööu, aö skilningurinn á þeim
hlutum, sé eitt þaö mikilvæg-
asta i lifinu. Hvílík djúp-
skyggni, eh?
Alúöarkveöjur, pabbi,
þinn Errol.
1 Nýju Gíneu tókum við land
í Moresby-höfn. Nú var regn-
timinn kominn, ailt landsvæð-
ið var fagurgrænt. Ég skoðaði
mig vel um þarna í nágrenn-
inu.
1 um það bil þrjátíu milna
fjarlægð frá bænum féll Laloki-
áin um blómlegt hérað. Ég fékk
ást á þessum stað. Félagar mín-
ir snéru aftur til Ástralíu, en
ég ákvað að setja mig niður
þarna.
Ég seldi „Sunnanvind“ og
notaði andvirðið til að setja á
stofn tóbaksrækt. Fyrst reisti ég
allmyndarlegt íbúðarhús úr
þeim efniviði sem var tiltækur,
en þarna var nóg af bambus og
pálmatrjám. Kanaka-vinnu-
mennirnir mlnir voru eina eða
tvær vikur að reisa húsið og
smíða ýmsa húsmuni. Ég
gleymdi ekki bókahillunum.
Héraðið umhverfis mig, allt
frá Laloki til Moresby-hafnar,
var gróðursælt, nóg af ávöxt-
um af ýmsum tegundum á trján
um og fiskur í ánni.
Tóbak var ekki ræktað þar
um slóðir, en ég hélt að jarð-
vegurinn væri vel til þess fall-
inn og nægur markaður í Ástr-
alíu. Ég hófst þegar handa við
ræktunarundirbúninginn.
Ég fékk lánaðan traktor hjá
því opinbera, og fékk einn af
hinum innfæddu til að plægja
rneð honum. Mér þótti skemmti
leg sjón að sjá þessa aflmiklu
dráttarvél erfiða á bökkum La-
loki-árinnar.
Ég skrifaði pabba og skýrði
honum frá framkvæmdum mín-
um af lirifni og ákafa; hversu
ég væri upptekinn frá morgni
til kvölds viku eftir viku, reisti
þurrkhús, stjórnaði vinnukraft-
inum. Við byggingu þurrkhúss-
ins naut ég tilsagnar annarra
plantekrumanna, svo og bóka
sem ég fékk sendar frá Amer-
íku.
Þegar ég var efins í ein-
hverju og vissi ekki hvað gera
skyldi, kaliaði ég eins og svo
oft áður til verkstjórans:
„Svona, nú er að láta hendur
standa fram úr ermum!“
Oft virti ég fyrir mér stór-
an tóbaksakurihn, sem var að,
spretta. Þetta leit vel út, og
aðrir plantekrustjórar viður-
kenndu það. En eitt var að:
Ég var einmana, eini hvíti mað-
urinn á margra fermílna svæði.
Bækurnar, þó góðar væru, gátu
ekki komið í staðinn fyrir lif-
andi fólk, og stundum greip
mig mikill órói.
Verkstjórinn minn hét Alla-
man, og einn daginn bauð hann
mér með sér til þorpsins síns,
sem var nokkrar mílur innar
í landinu. Þegar við komum að
pálmakofanum, hljóp stúlka á
móti okkur. Ég hafði ekki vit-
að, að Allaman ætti dóttur.
Axlir hennar voru fallegar og
brúnar, og niður á þær féll slétt
hárið. Ekki var hún klædd öðru
en strápilsi, sem þar um slóð-
ir kallaðist „lava-lava“. Brjóst-
in voru lítil og sveigðust dá-
lítið upp á við og voru mjög
falleg. Augu mín gátu ekki ann-
að en staðnæmst við þau.
Ég fann, að ég varð að kaupa
hana, varð að njóta hennar.
Hún horfði niður fyrir sig.
Ég athugaði ekki, að hún var
feimin — eins og ég.
Ekki gat ég gizkað á aldur
hennar, en í Nýju Gíneu verða
stúlkur venjulega kynþroska tólf
ára. Framkoma Jjeirra og augna-
tillit segir til um, hvort þess-
um áfanga er náð eða ekkU
Líka má finna það af því, hvern
ig þær fæla moskítóflugurnar
af baki manns með grasbrúsk-
um.
Tuperselai!
En hvað það er fallegt nafn,
sagði ég dræmt á blendingsmál-
lýzkunni minni.
Þegar'ég keypti hana af Alla-
man fyrir nokkra shillinga,
vissi ég ekki, að hún fyrirleit
mig. Ég komst ekki að því fyrr
en nokkru seinna, að hún var
í kunningsskap við myndarleg-
an pilt í Jiorpinu, og hún vildi
ekki fara frá honum.
Hún var mjög falleg stúlka,
en duttlungafull fyrst í stað.
Já, hún var mér mjög gröm.
Hún hafði verið seld mér sem
ambátt, og það vissi hún. En
ég ætlaði að sýna lienni, að ég
væri ekki harður húsbóndi.
Ég fór með hana til bæki-
stöðvar minnar, og næstu dag-
ana lagði ég mig fram um að
fá hana til að skipta um skoð-
un á mér. Hún lagaðist líka, er
hún fann, hvað ég var bliður
og góður.
Hún var sönghneigð, en ekki
söng hún glaðlega söngva, ein-
ungis dapurlega. Það var auð-
séð að taugar hennar voru ekki
í jafnvægi.
Þegar ég kom heim frá plant-
ekrunni á kvöldin og settist til
að hvila mig, flýtti hún sér til
mín, kraup við kné mér og
þvoði fætur mína, tá fyrir tá.
Það var góð tilbreyting frá bók-
lestrinum að láta hana stjana
við sig.
Seinna þegar ég las við lampa
Ijósið, naut ég nærveru hennar.
Þá kom hún og laugaði á mér
bakið. Handtök hennar voru
mjúk. Ég gat ekki haft ljugann
við lesturinn. Enginn annar
liafði tekið svona á mér; mér
fannst hlýja streyma frá fing-
urgómum hennar.
Eftir nokkra daga var hún
farin að kunna betur við sig,
en ég var enn fjarri því að
sýna henni ástarhót. Nú tók
hún upp á því hjá sjálfri sér
að þvo mér um hendurnar. Hún
skildi vel, að ég væri skítugur
undir nöglunuin þar sem ég
vann úti á akrinum.
En nú varð breyting á. Þeg-
ar við liorfðumst í augu, fund-
um við, að eitthvað var á milli
okkar. Þótt hún væri ambátt,
hræddist hún nú það eitt, að
pabbi hennar kæmi og sækti
sig.
Stundum jók hún á fegurð
sína með því að skreyta hár
sitt blómum. En hvað mér leizt
þá vel á hana! Hún var grönn
og háfætt og ekkert nema ynd-
isþokkinn. Við reyndum að
skilja mál hvors annars.
Stundum Jiegar við genguin
saman meðfram ánni og ég teig
aði að mér gróðurilminn, fann
ég blóðið ólga í æðum mér. Ég
velti þá fyrir mér spurning-
unni: „Hvernig á að segja við
Malajastúlku: „Mig langar til að
sofa hjá þér?“ Og hvernig átti
að segja: „Ef þú vilt það ekki,
get ég vel skilið það. Segðu já
eða nei.“
Hún lærði enska orðið ,,að
synda“. Ágætt. Við fórum til
árinnar að busla. Hún sagði
nokkrum sinnum orðið „krókó-
díM“ og gerði hreyfingu með
höndunum, sem minnti á gin
skepnunnar. »
Við syntum og lékum okkur
í hinni grunnu Laloki-á. Orðið
„Laloki“ þýðir „Vertu sæll“, og
þar sem það sífraði fram hjá
heyrðist mér það andvarpa
kveðjuorðin þín.
Við Tuperselai létum straum-
inn bera okkur niður með ár-
bakkanum og stigum á land í
afvikinni smávík, og þar nut-
umst við. Hjartað hamaðist í
brjósti mér.
(Framih. í næsta blaði)