Ný vikutíðindi - 04.08.1961, Qupperneq 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
Nyjar kvikmyndir upp h niður
Salomon og Sheba
Einhver dýrasta og vandað-
asta kvikmynd, seni tekin hef-
ur verið, er nú sýnd í Laug-
arásbíói, byggð á kynnum
þeirra Salomons Israelskonungs
og drottningarinnar af Saba.
Þótt sagt sé frá aðalpersón-
unum í Biblíunni, mun kvik-
myndasagan vera allfrábrugðin
því, sem hin helga bók segir
frá. Það eru líka 3000 ár frá
því þessir atburðir gerðust, svo
að hætt er við að erfitt yrði
að gera sanna mynd frá þeim
tíma, enda varla nokkur, sem
ætlast til þess.
Samt hefur áreiðanlega verið
lögð áherzla á að hafa búninga
sem líkasta því er fornfræðing-
ar telja að hafi verið notaðir
á þessum tíma. Og þótt mynd-
in sé tekin uppi á spönsku há-
sléttunni, mun landslaginu svipa
mjög til landsins helga. Fróð-
iegt er líka að sjá hið mikla
musteri Salomons, eins og það
hefur sennilega litið út.
Geysilegur kostnaður hefur
verið lagður í ýms atriði mynd-
arinnar, eins og t. d. stórorr-
\
usturnar, sem sýndar eru, og
hinn tryllta trúardans Saba-
þjóðflokksins, þegar verið er
að dýrka ástarguðinn.
Upphaflega átti Tyrone Pow-
er nð fara með aðalhlutverk
Salomons, en liann lézt, þegar
kvikmyndatakan var langt kom-
in. Var þá Yul Brynner valinn
í blutverkið og öll atriðin, sem
Tyrone hafði sézt í, tekin að
nýju. Mun það hafa verið æði
kostnaðarsamt, því myndin er
öll á litfitmu og ætluð sérstak-
lega fyrir breiðtjald.
Drottninguna af Saba leikur
ítalska leikkonan Gina Lollo-
brigida af miklum skaphitq, en
George Sanders leikur Adonijak,
hinn svikula og herskáa bróður
Salomons. öll fara þau prýði-
lega með hlutverk sín.
Varla mun nokkur verða fyr-
ir vonbrigðum að horfa á þessa
mynd.
G.
Séð á prufusýningu
1 Kópavogsbíói mun bráðlega
sýnd amerísk kvikinynd, sem
heitir á enskunni „Beloved In-
fidel“, hvað svo sem náfn henn-
ar verður á íslenzku.
Deborah Kerr leikur þar
konu, sem verður fræg fyrir að
skrifa blaðafréttir um kvik-
myndaleikara og einkalíf þeirra.
Nefnist hún Sheila Graham og
mun vera sannsöguleg persóna
frá Hollywood.
Með hi'tt aðalhlutverkið, rit-
höfundinn Scott Fitzgerald (er
einnig mun vera sannsöguleg
persóna) fer Gregory Peck. Þau
verða ástfangin, en um hjóna-
band getur ekki verið að ræða,
því Scott er kvæntur konu, sem
er á geðveikrahæli. Samt fara
þau að búa saman, en þótt ást-
ina virðist elcki skorta, verður
sambúðin róstusöm. Þegar Scott
hættir að geta selt handrit sín,
gerist hann drykkfelldur og
heilsutæpur ...
Þetta er vönduð mynd með
fyrsta flokks leikurum í ,aðal-
hlutverkunum, en hún er dálít-
ið langdregin og er fremur fyr-
ir kvenfólk en karlmenn.
G.
Blái engi'llinn
1 Kópavogsbíó er von á kvik-
myndinni Blái engillinn í nýrri
útgáfu. Fer May Britt þar með
hlutverk það, sem Marlene Die-
trich gat sér frægð fyrir á sín-
um tíma, en Curt Jurgens er
settur í þann vanda að leika
prófessorinn, sem Emil Jann-
ings gerði svo snilldarlega að
alveg er ógleymanlegt. Væntan-
lega verður þessarar kvikmynd-
ar getið nánar hér í blaðinu,
þegar myndin verður sýnd.
Séö á prufusýningu
Unglingar á glapstigum
Að undanförnu liefur Trípólí-
bíó sýnt athyglisverða franska
afburðamynd um áttavillta og
harðsoðna unglinga í París.
Mynd jjessi gefur tilefni til
hugleiðinga um siðferðisskoð-
anir þeirrar kynslóðar almennt,
sem ólst upp á stríðsárunum
síðustu og þeim upplausnar-
tímum, sem á eftir fóru.
Það sem virðist sameiginlegt
með hinum fjölmenna kunn-
ingjahóp eða ,,klíku“, er mynd-
in fjallar um, er að taka lífið
ekki liátíðlega, lifa fyrir líðandi
stund, telja ástina vera kirtla-
starfsemi og líta á skyldutilfinn-
ingu og skírlífi með fyrirlitn-
ingu.
Sumiir, sem séð hafa mynd-
ina, telja hin „villtu geim“
heima hjá Clo, vera ýkt og ó-
trúleg. En þótt erfitt sé að
kingja því, munu jafnvel hér í
Beykjavík vera haldnar álíka
samkomur, í smærri stíl að
yísu og ekki með jafnalmennri
þátttöku allra gestanna í hvílu-
brögðum eins og þarna virtist
vera.
En kvikmyndin hefur þann
boðskap að flytja, að þessi hugs-
unarháttur og framkoma unga
fólksins er fánýtt lijóm, þegar
á herðir — innihaldslaust líf og
tálsýnir. Alvara lífsins kemur
til skjálanna fyrr en varir. Það
hefnir sín að hlæja að hinni
raunverulegu ást milli karls og
konu. Hamingjan felst ekki í
yfirborðskenndum munaði eða
svalli.
Þetta reka þau Mic og Bob
sig áþreifanlega á. Þegar þau
verða raunverulega ástfangin
hvort af öðru, er Mic komin
svo hátt upp í jökulhlíðina, að
þegar hún hyggst snúa við er
það um seinan, og hún rennur
niður hjarnið með hinum tor-
tímandi hraða nútímans ...
G.
Tiilboð óskast í að byggja viðbyggingu við núver-
amdi póst- og simalhús í Vestmannaeyjum.
Teikningar ásamt útboðslýsingu verða afhentar á
iskrifstofu yifirverkfræðinga í Landssimahúsmu eða
símstjórans í Vestmannaeyjum gegn kr. 1.000,—
skilatryggingu. . ... .
Post- og sunamalastjornui,
Reyikjavík, 24. júlí 1961.
RATVlSIR HAFNFIRÐINGAR
Ósköp held ég, aö Hafnfiröingar hljóti aS vera ratvísir
menn, og yfirvöldin gera sér Ijósan þennan kost þeirra,
svo nð þau haldi sig geta sparaö öörum úbendingar í uin-
ferSarleiSbeiningum. En þaö vitl nú bara isvo til, aS fleiri
eiga erindi um bæinn, og þannig fór fyrir mér á dögun-
um, meö tillieyrandi viiium og róli.
hannig stóö nefnilega á, aö þar sem annars staSar verSur
aö gera viö götur aö sumrinu, endurbæta og snurfusa, og
þá vita auövitaö allir innanbæjarmenn, hvar skuli fara til
aö komast leiöar sinnar, sem öörum er beinlínis hulin
ráögáta.
VILLUR VEGA
Þótt þaö væri ekki nema Fólksvagnskríli, sem ég rann á
eftir sléttri Strandgötunni, gat ég ekki séö nokkurt ráö lil
aö yfirstíga akstursbann-spjaldiö, sem stóö á miöjum veg-
inum. Akstur upp götuna til hægri haröbannaöur, og lil
vinstri bryggjan. Hvaö um þaö. Ég renndi niöur á 'bryggj-
una og framhjá uppgreftrinum, fann húsiö, sem ég var
aö leita aö, eftir áö hafa renni framlijá tveim vegatálm-
unum eöa svo, — og þá hófust þrengingarnar fyrir alvöru.
Ég lenti inn á blindgötu. Ekkert merki tii aö sýna aö
maöur kæmisl ekki lengra. Sneri viö og komst út, brunaöi
eftir annarri braut, flannabreiöri ,og ekki nema í meöal-
lagi holóttri, — en komst aftur í blindhorn. Lengra varö
ekki fariö í þá áttina. Enn varö ég aö snúa viö, og fyrir
einskæra tilviljun, aö ég lield, slapp ég aftur niöur á
bryggju og heim. Og þá varö ég fegin manncskja, eftir
aö hafa hringsólaö þarna góöa slund, oröinn dauöhræddur
um aö komast ekki út úr þessum ógöngum.
MERKTAR BLINDGÖTUR
Auk þess (iö mega vinsamlegasl fara fram á aö fá merlc-
ingar inn á götur, sem fœrar eru, þegar loka þarf öörum,
varö þetta mér tilefni til þeirra hugleiöinga, hvort ekki
væri rétt og skylt aö merkja þessar bannsettar blindgötur.
Þetta á ekki áöeins viö um Hafnarfjörö. Þær eru þó nokkr-
ar hérna í Reykjavík tíka, eins og þeir vita, sem villzt
hafa inn í Bústáöahverfi.
Þetta er atriöi, sem mér finnst bæjarverkfræöingar og lög-
reglan veröi aö taka til athugunar. Þaö er nú lagt i annan
eins kostnaö og þann aö merkja þessar bannsettu blind-
götur, en er ómetanlegt lxagræöi i umferöinni.
„SLEÐAR“ A VEGUNUM
Og úr því aö ég er farinn aö hneykslast á umferöinni á
annaö borö, er rétt aö fara nokkrum oröum um „sleöana",
þ. e. a. s. drollarana i umferöinni, sem halda sig geta
ráöiö umferöinni meö þvi aö dóla eftir gölunum á lægsta
hraöa, •— jafnvel skoöaö í búöarglugga á teiöinni!
Meö þessu er ég engan veginn aö mæta meö ógætilega
hrööum aktsri innanbæjar, en ég vil meina, aö þaö sé
lika hægt aö iala um ógætilegan liægan akstur, og sé sízt
minni 'hætta af honum. Ráö viö honum veit ég aö vísu
engin, nema umferöarlögreglan kippi í taumana og sjái
til þess, aö drollararnir fái sína lexiu, sem þeir sannarlega
eiga skiliö. Ef til vill mætti líka alveg eins hafa lág-
markshraöa eins og hámarkshraöa.
Ol i
Teiknari:
QUIST