Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 2
2 Nt VIKUTlÐINDI NY VIKUTIÐINDI • koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 krónur í 1 lausasölu. Áskriftarverð er 150 krónur árgangurinn — Ritstj.: Haraldur íeitsson og Baldur Hólmgeirsson. — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sí mi 14 856. — Prentun og afgreiðslu annast Stórholtsprent h-f., Höfðatúni 2, Reykjavík, sími 19150. Sölubörn afgreidd Þingholtsstræti 23. • Flokkur breiðfylkingarinnar Stöðuveitingar liins opinbera hafa á ýmsum tímum verið til umræðu. Störf lijá ríki og bæ þykja alltaf mjög eftir- sóknarverð. Hjá því opinbera er liættan á því að vera rek- inn úr starfi svo lítil, að menn leiða ekki einu sinni hugann að því. Afbrot opinberra embættismanna liafa aðeins ör- sjaldan orðið til þess að þeim hafi verið sagt upp starfi. Það hefur, þegar lengst hefur gengið farið svo, að þeir hafi verið fluttir til og settir í annað starf. Ráðningar manna til starfa lijá því opinbera fara eftir furðulegustu leiðum kunningsskapar og klíku eða skyld- leika. Flokkarnir notfæra sér lausar stöður til pólitískra starfsveitinga. Er þá viðtekin regla allra flokkanna nema Sjálfstæðisflokksins, að veita starfið einliverjum flokks- bróður. Þykir þessi aðferð gefast vel enda ekkert útlit fyrir að hún muni lögð niður í a. m. k. náinni framtíð. En Sjálfstæðisflokkurinn viðhefur aðra aðferð. Hann er samvizka þjóðarinnar, hinn réttláti flokkur hins breiða grundvallar. Þegar hann hefur með ráðningu í opinbert starf að gera þá fer hann eftir samvizku sinni. Samvizka Sjálfstæðisflokksins segir honum, að til opinberra starfa jafnt og aimarra starfa í þjóðfélaginu skuli einungis ráða hina hæfustu menn, menn sem trúi á það, sem þeir starfa við. Þeir íslenzkir menn sem mest trúa á ríkisframtakið, á ríkisrekstur, eru kommúnistar. Hæfni þeirra til þess að starfa við rlkisfyrirtæki ætti því enginn að efast um. Þess vegna eru líka svo margir kommúnistar sem raun ber vitni um starfandi lijá bæði bæ og ríki. Uppgefnir og landflótta ó slcemmbisbööunLJm CAIÍRIBEAN TROUPES, hörundsdökku söngvararnir, trumbuleikararnir og dansar- amir, hafa nú skemmt Lido- gestum um nokkurra vikna skeið og vakið fádæma hrifn ingu með skemmtun sinni. Eru iþeir tvímælalaust í. röð beztu skemmtikrafta, sem 'hingað ihafa ikomið, og skyldi enginn missa af þessari sér- stæðu skemmtim. Lido hefur jafnan vandað mjög til skemmtikrafta sinna, og vafa laust koma fleiri góðir gest- ir á vegum þess í vetur, og verður gaman að sjá, upp á hvað þessi glæsilegi skemmti- staður býður næst. LEBKFELAG KÓPAVOGS. mun vera í þann veginn að hefja vetrarstarfsemi sína, en sýningar félagsins hafa undanfarna vetur aflað sér mikilla vinsælda, og má til dæmis geta þess, að grín- leikurinn Útibú í Árósum, er það sýndi í fyrravetur, komst yfir f jörutíu sýningar, og var 'hætt fyrir fullu húsi. Sama máli gegndi um barnaleikrit- ið Línu Langsökk. Fyrsta verkefni leikfélags- ins á þessum vetri heitir Gildran, afar spennandi og skemmtilegur, nýr, franskur leikur, og nefnist höfundur hans Jean Thomas. Leikstj. er Benedikt Árnason, en að- alhlutverkið er í höndum ungs leikara, sem getið hef- ur sér góðan orðstýr í fyrri sýningum félagsins, Péturs Sveinssonar. Sömuleiðis stendur til að sýna norskt bamaleikrit, sem ég fcann að vísu ekki nánari deili á, en mun að sjálfsögðu skýra nánar frá, þegar þar að kemur. GUNNAR R. HANSEN hefur undanfarið starfað með Siglfirðingum að því að koma upp leikritinu Lafði Mæra Lind, sem nú hefur verið frumsýnt. Á Siglufirði er margt góðra leikara, og þetta verkefni sýnir stórhug og djörfung áhugasamra leiklist arunnenda þar nyrðra. SKEMMTANALÍFIÐ hefur verið með miklum blóma hérna í höfuðstaðnum upp á síðkastið, að furðulegt má teljast, að engum hinna fullkomnu skemmtistaða sfculi enn ekfci hafa verið veitt leyfi til að starfa næt- urlangt, a. m. k. á laugar- dagskvöldum. Þau kvöld vik- unnar flykkjast þúsundir á Bkemmtistaðina, og þegar þeir loka um eitt-leytið er mestur hluti gestanna dauð- óánægður með að þurfa að- hætta gleðinni, sem þá stend ur oftast hvað hæst. Hér er þó ekki fullyrt, að allir gestir standist þá þær kröfuir, sem gera verður til samkvæmisgesta, en með ströngu eftirliti í sambandi við ofurölvun ættu efcki að vera nein vandkvæði á því, að þeir, sem vilja og geta, megi iskemmta sér fram eft- ir nóttu á stöðunum. Partíin, sem til er stofnað í heimahúsum, þegar staðim ir hafa loíkað, eru í flestum tilfellum heldur ihvimleitt fyrirbæri, sem fæstum yrði nokkur eftirsjá að, sízt af öllu svefnþurfi nágröimum, — og næturklúbbur eða klúbbar er eina ráðið til að vinna bug á. Það væri talsvert fróðlegt að fá einlhverja skynsamlega skýringu á því, hvers vegna dansstöðum er leyft að hafa opið klufekutíma lengur þetta kvöld vikunnar en þeim stöð um, sem vínveitingaleyfi hafa. Þarna er um að ræða furðulegt ósamræmi, sem get ur ekki átt neinn rétt-á sér. ó skemnnbist/ööunum kvikmyndir heiðarlegar tilraimir. Ekki er ég nú samt frá því, að ýms- um í hópi yngri áhorfenda finnist samt meira til um söng Jerry en hins. Svona nokkuð hlýtur alltaf að vera smekksatriði, fyrst og fremst Þá er aflétt verkfalli verkfræðinga, þó án þess að samn- ingar næðust. Hér eftir ráða verkfræðingar sig sjálfir til starfa eingöngu skv. lágmarkstaxta félags síns. Þeir menn sem leggja á sig langt og erfitt liáskólanám eiga skilyrðislaust kröfu til þess að hafa ekki lægri ævi- Iaun heldur en þeir menn, sem gegna öðrum störfum. Reyndar eiga þeir sameiginlega kröfu til þess að hljóta mun hærri ævilaun þar sem störf þeirra eru mun vanda- samari en annarra og þeim fylgir oftast meiri ábyrgð. Hins vegar hafa menntamenn okkar ákveðnar skyldur við þjóðfélagið. Þeir hafa verið á margvíslegum styrkjum hjá íslenzku þjóðinni- Þeir hafa fengið ókeypis menntun I lægri og æðri skólum okkar. Við ætlumst til þess að þegar þessir meim hafa lokið námi sínu, að þeir setjist þá að á íslandi og vinni þjóð sinni allt það gagn, er menntun þeirra leyfir. Vitaskuld verða þeir að hafa mannsæmandi laun o»- helzt ekki lægri en kollegar þeirra í nálægum löndum. Hvarf a. m. k. 10 verkfræðinga af landinu s. 1. 4 mán. eru nánast svik af þeirra liálfu. Verkíræðingar og aðrir menntamenn verða að gera sér grein fyrir því, að þeir verða að heyja sína kaupgjaldsbaráttu eins og aðrar stétt- ir þjóðfélagsins. Að fara af landi brott til starfa erlmdis er uppgjöf, sem er langt frá því að vera þeim sæmaidi. ÓVENJULEG ÖSKUBUSKA 0,g nú er blessaður fcarlinn hann Jerry Lewis að byrja í nýrri mynd í Háskólabíói. Efcki get ég varizt nokkurri forvitni eftir að sjá, hvernig fésið á honum litur út á stóra bogatjaldinu, og vafa- iaust verður sprellið í hon- um enn ferlegra en þegar ég sá þessa mynd á prufusýn- ingu í Tjarnarbíói fyrir nokkru, hafði ég rnikið gam- an af. Þarna er tekið til meðferð- ar ævintýrið um hana Ösku- busfeu, sem við þekkjum öll svo vel, nema hvað hlutun- um er snúið örlítið við, sem- sé, Jerry er þarna í hlut- verki Öskustóargripsins, sem hlýtur sinn ikonunglega ráða- | hag að lokum. Eftir að þeir Dean Martin slitu samvinnu sinni hefur Jerry gert sitt bezta til að koma í stað beggja. Sjálfan sig bætir hann fyllilega upp, en litið ihefur söngurinn skán að hjá honum, þrátt fyrir VOR DÁSAM- LEGI HEIMUR heitir ítalskt snilldarverk í Tótalscope og Ferraniacolor, sem Hafnarbíó byrjar sýn- (Framh. á bls. 3) I skugga musterisins stíga indversku hofmeyjarnar dans. Ill ‘ ; ; . I /lHr jl , * ' rlj 1 M [ \ l 111 f P||§f

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.