Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 4
4 Ní \ IKUTlÐINDI Ein líftil saga um innheimtu söluskatts Það er árla morgiuns. For- j stjórinn er að Ijéka við að raika sig og er í bezta skapi. Hann hlakkar til dagisinis og viðfangisefna hans. Engar á- hyggjur út af íbúðinni, sem hann hefur nýlokið við að byggja, og engar aðkaJlandi skuldir, sem hann þarf að inna af ihöndum. Hann hefur sofið vel um nóttina. Síminn hringir. Verkstjór- inn er í símanum. ,,Það eru komnir hér menn og ætla að ioka verksmiðjunni," segir ihann. >,Bf iþað er út af söluskatt inum, skaltu segja þeim að ég hafi greitt hann á gjald- daga og sé með ikvittun.“ Verkstjórinn ræðir við mennina. „Það er ekki vegna viðbótarsoluskatts á fyrir- tækið, 'heldur á forstjórann persónulega," segir hann. Forstjórinn fær að tala við annan innheimtumanninn og skýrir fyrir honum málið. „Mér voru dæmdar nokkr- ar krónur í söluskatt af heimavinnu konu minnar, sem ég veit ekki betur en að hafi verið felldur niður,“ seg ir hann. „Og iþótt svo að ég neyðist til að borga hann, kemur það ekki vitund hluta- félaginu við, ;sem ég vinn hjá eða rekstri þess.“ „Ja, ofckur er skipað að loba,“ segir maðurinn. „Það er einhver misskiln- ingur,“ segir forstjórinn gramur yfir skilningsleysinu. „Það skipar ykkur enginn að loka fyrirtæki, sem ein'hver vinnur hjá, þótt sá hinn sami skuldi söluskatt persónu- lega.“ „Ja, það er nú svona.“ Forstjórinn missir þolin- mæðina. „Það veitti ©kki af að taka þennan söluskatt — og ykkur sjálfa — rækilega í gegn,“ segir hann með þyfekju. „Okkur sjálfa?“ spyr rödd in í símanum sakleysislega, en þó dálítið móðguð. „Við erum hér bara .. . “ „Já, ég sagði það — ykk- ur sjálfa. Þið getið ekki lok- að fyrirtækinu, samkvæmt neinni skipun eða reglugerð og þið iskulið bara gera það ef þið þorið!“ Samtalið varð ekki lengra- Forstjóranum er ekki lengur hlátur í hug. Þegar hann er kominn í frakkann, hringir síminn aft ur. Það er verkstjórinn á nýj an leik. „Þeir eru ákveðnir í að loka,“ segir hann. „Á ég ekki að 'borga þetta? Eg er með peninga.“ „Nei, við skulum bara láta þá loka. Það er ebki víst að þeir hafi betra upp úr því. Það er borgaraleg skylda okkar að lúffa ekki fyr- ir svona nokkru.“ Forstjórinn horfir á börn- in sín, sem eru að leika sér á igólfinu. — Hvenær koma þeir og berja foömin mín? fougsar hann, meðan hann pantar leigubíl og hraðar sér á vinnustað. Fólkið stendur í hnapp framrni á gangi og lítur tor- tryggið á forstjórann. Er hann genginn af göflunum, eða hvað? Þorir hann að standa uppi í foárinu á þess- um miklu opinberu embætt- ismönnum? Eða er hann að verða gjaldþrota? En svipurinn breytist, þeg- ar forstjórinn hefur hringt til skrifstofu tollstjóra og fengið leiðréttingu mála sinna. ... — Rukkaramir höfðu enga heimild til þessara að- gerða- Lögreglan var send fljótlega og látin brjóta inn- siglið á hurðinni. Við eftirgrennslan kom í ljós, að útsendari tollstjóra hét Gunnar og var með alpa- húfu, en hvaða lögregluþjónn það var, sem innsiglaði fyr- irtækið í nafni lögreglustjóra er ebki vitað, nema ihvað 'hann mun oft vera samferða rnaður Gunnars þessa í sams konar erindagerðum. — S iijan_ (Framh. af bls. 1) hljóði lýst störfum hins mikla leiðtoga „höfuðríkis- ins“. Með einu höggi hefur hjálparmorðinginn slegið frið arkjaftæði og utanípiss Kilj- ans til jarðar. Smjaðurslúður Kiljans í imngangsorðum tímarits MÍR um ánægjima' „að dveljast ... í hinu rólega friðsamlega andrúmslofti Ráðstjórnarríkja þar isem trú in á menninguna er landstrú, þar sem ekki 'heyrast neinar stríðsógnir og aungum er hótað með herhlaupi, þaðan- afsíður múgmorðum“ sýnir annað hvort blindu skáldsins eða sérstæðan hæfileika til að umfoera glæpamennsku og múgmorð. Kommúnistar um allan heim komust í miikinn vanda við uppljóstranir hjálpar- morðingjans Krústjeffs um Stalín og neyddust til þess að gefa út yfirlýsingar um málið, um afstöðu sína til glæpanna. Það stóð ekki á Gljúfrabúanum Kiljan fyrir nokkrum árum, þegar Nób elsverðlaunin voru annars vegar að hvítþvo sig af kommúnismanum við blaða- menn í Evrópu; þá sleykti hann blóðið af ásýnd Stalíns, hins mikla „mannvinar." Kiljan er ekki jafnfljótur 1 dag að gefa út yfirlýsingar um tilfinningar sínar eða skoðanir. Hvað veldur? Työ íslenzk skáld fóru boðsferð fyrir nokkrum ár- nm til Ráðstjómarríkjanna, þeir Agnar Þórðarson og Steinn Steinarr. Við 'heim- komuna ritaði Steinn grein um förina, þar sem hann fsagfti hprnm orðuin að Sovét- ríkin hefðu isvikið sósíalism- lands, fékk hann loks um- bun fyrir geltið, en það var sérstakur bókmenntaheiðurs- peningur Heimsfriðarráðsins í nóvember 1953. 1 þabkar- ávarpi sínu til Heimsfriðar- ráðsins fyrir þennan „óvænta heiður“ lýsir hann undrun sinni yfir því að ráðið skuli telja það virðingu sinni sam- boðið að leita uppi „verð- launamenn meðal eins fá- mennasta þjóðflokks sem til er, þjóðflofcks sem þaráofan byggir svo fjarri alfaraleið sem lslendingar.“ Segir svo næst að hann riti „aðeins á tungu sem skilin er af svo fáum mönnum að það lægi nær að kalla hana launmál en þjóðtungu ... “ En Kiljan þótt smár sé var sannarlega ekki svo smár að ekki væri eftir honum tekið; hafði legið hundflatur og hvergi misboðið ,,virðingu“ Heimsfriðarráðsins heldur kurraði ekki síður en aðrar dúfur í dúfnahúsi heims- kommúnismans. Kiljan hefur orð á því að Island sé ekki í alfaraleið og hefur ef til vill fagnað því hið innra með sér. Ebki er f jarstætt að ætla. að ef Island hefði verið mik- ið nær Rússlandi en það er, væri íslenzkan efeki lengur þjóðtunga, þaðan af síður launmál — heldur horfin með öllu upp um strompinn og rússneska komin í stað- inn líkt og nú er í Eystra- saltsrikjunum. Dúfur og víxlar Heimsfrið- arráðsins hafa verið á þeyt- ingi um heiminn um árabil, en eru skyndilega horfin af sjónarsviðinu. Kommúnistar hafast ekki að, enginn bið ur lengur um uppáskrift á víxil fyrir friði, — Kiljan ekki heldur! Nóbelsskáldið okkar hef ur hendur í skauti sér eftir að hafa vegsamað BIFREIÐASALAN Varðarhúsið er rifið „bíllinn" er flutt í HÖFÐATÚN 2 iJm leið og við þökkum viðskiptavinum góða samvinnu fyrr og síðar vidjum við benda á hagræði þess, að þeir ítreki hið fyrsta óskir sínar um kaup og sölu. Við höfum að jafnaði alla þá bfla, sem á markaðmirn eru. Þess vegna koma kaup- endurnir í HÖFÐATÚN 2 „BÍLLINN“. "X Með 'bættri aðstöðu og auknu starfsliði getum við boðið viðskiptavinum að annast kaup og sölu á Fasteignum - Bifreiðum- Skipum Síminn er: 18833 Höfum kaupendur að: FORD eða CHEVROLET ’56—’59 útborgun kr. 50.000.00 VOLKSWAGEN 1959 útborgun kr. 50.000.00 MERCEDES-BENZ vörubifreiðum. FASTEIGNIK, BIFKEIÐiAK, SKIP og BÁTAR Sími: 18833 Höfum til sölu: DODGE ’55, sjálfsk., vökvastýri, loft- bremsur, útvarp, miðstöð. Útborgun 35—40 þús. OLDSMOBILE ’58, skipti á minni bíl koma til greina, milligjöf má greiðast með allt að 10 'ára fasteignatr. veðskuldabréfi- EDSEL ’58 í úrvalslagi, sjálfsk., 8 cyl. SENDIFERiÐABlLL INTERNATIONAL ’52 í mjög góðu lagi. ann og alþýðuna. Hann snéri síðan baki við sósíalismanum að fuliu og öllu. Hefur skoðun Kiljans og afstaða til sósíalismans mót- ast af blindu og ofstækisfullu hatri á Bandaríkjunum, sem svo víða kemur fram í grein- um eftir hann, cðet hofnr ltú.n skapazt samkvæmt kenning- um Karls Marx? En hann segir svo m. a. í sínu ifræga Kommúnistaávarpi orðrétt: „Auk þess eru til eilíf sann indi, svo sem frelsi, iréttlæti o. s. frv. sem eru samei'gin- leg öllum þjóðfélagslegum högum. En kommúnisminn af nemur hin eilífu sannindi, hann afnemur trú og siðgæði í stað þess að steypa þær í nýtt mót, hann er því á önd- verðum meið við alla sögu- lega þróun fortíðarinnar.“ Þegar Kiljan hafði um ára- bil dinglað skottinu framan í Rússa og yfirfoöðla þess á sinn hátt launmorðin, hef- ur skrifað Strompleik, gaman leik með strompi og það er falið lík í strompinum, líkið finnst í leikslok. Getur hugs- ast að Strompleikurinn hafi verið uppgjöf Kiijans gagn- vart framkvæmd kommún- ismans í Rússlandi? Var lík- ið í strompinum simból þeirra milljóna sem fórnað var á blótstalli óseðjandi valdagræðgi forystumanna Sovét-„lýðveldisins“ ? Islenzka þjóðin bíður eftir því að hið ástsæla skáld henmar skýri afstöðu sína til atburðanna í Rússlandi í dag. Sættir Kiljan sig við það að byltingin éti börnin sín? Vilií hann horfa á eftir ættingjum og vinum í gin hennar, ef svo kynni að fara að Eyjan hvíta yrði gerð að Sovét-lslandi ? Er það frelsið og réttlætið og siðgæðið sem Karl Marx boð- aði?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.