Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.01.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 12.01.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTlÐINDI 7 krossgáta L á r é 11 : 1 Kvelja — 5 Fyrirgefn- Wg — 10 Gyðjur — 11 Rölta — 13 Tónn — 14 Mál- helta — 16 Pnknr — 17 Samhlj. — 19 Stafur — 21 Málmur — 22 Bleyta — 23 Kóp — gg Ármynni — 27 Burst — 28 Uppgjör — 30 Beita — 31 GjaldmiðiU — ^2 Hávaði — 33 Fangam. — ^4 Á nótum — 36 Týna — ^8 Sókn — 41 Tóntegund — 43 Hreinlætistækja — 45 Landshluti — 47 Gjörsam- lega — 48 Kvenheiti — 49 Litla — 50 Nam — 53 Vond — 54 Tveir eins — 55 Ó- rækt — 57 Nag — 60 Fanga mark — 61 Frægðarverk — 63. Kunningjar — 65 Merki — 66 Smávik. Lóðrétt: 1 Tóim — 2 Upphrópun — 3 Fugl — 4 Knæpa — 6 Á neti — 7 Hanga — 8 Fiska — 9. Samhlj. — 10 Hrútur — 12 Sláturfé — 13 Kjassa — 15 Stóra — 16 Höfuðborg — 18 Feikn — 20 Truflun — 21 Brestur — 23 Verksmiðja — 24 Fanga- mark — 25 Gálla — 28 Steinn — 29 Bleyða 35 Ó- þekkt — 36 Svín — 37 Gjör- samlega — 38 Hvatning — 39 Lömun — 40 Sylla — 42 Saurga — 44 Einkennisst. — 46 Lita — 51 Deyfð — 52 Kvenheiti — 55 Forsetning — 56 Ferðast — 58 Elskar •— 59. Þrír eins — 62 Tveir eins — 64 Bardagi. Níöst á einsíaklingi - (Framh. af bls. 1) Jeppaeigandinn játaði á s% alla sök, og að sjálf- s°gðu var lögregluþjónn hallaður á staðinn og látinn S&fa skýrslu, áður en talað Var við viðkomandi trygg- ^gafélag. Eftirlitsmaður frá trygg- . ^yggingafélaginu leit á bíl- °g sagði eigandanum, að ann skyldi bara láta gera rið kíiinn. En að viðgerð lok- jnni og komið var með reilm ginn, — sem reyndist vera bálægt fjögur þúsund krón- mn, — í skrifstofu trygginga félagsins, var neitað að greiða meira en eitt þúsund krónur, á þeim forsendiun, að bíllinn væri ryðgaður. Bíleigandinn og sögumað- ur okkar taldi þetta fráleitt. í fyrsta lagi kvaðst hann ekki hafa vitað til þess að bíllinn væri að ráði ryðgað- ur, og í öðru lagi hefði ryð- ið ekki getað orsakað þrjá fjórðu Ihluta tjónsins. Auk þess hefði viðgerðin ekki ver- ið fullnægjandi, því t. d. hefði afturstuðari bílsins, er beyglast hafði mikið við á- reksturinn, verið réttur með aðstoð logsuðutækja, sem hefðu eyðilagt alla húðun á stuðaranum, og hann fengið bilinn þannig í hendur. En ákvörðun félagsins varð ekki haggað. Og mað- urinn nennti ekki að fara í langdregin málaferli. Á það treysti lília félagið — og á það treysta vátryggingafé- lögm, þegar þau tregðast við að greiða það sem þeim ber. Þessi maður hefur á yfir þrjátíu árum borgað marga tugi þúsunda króna í trygg- ingariðgjöld, og það er eðli- legt að honum sé heitt í hamsi. Hann er ekki einn um það. Hér er verið að níðast á einstaklingum til hagshóta fyrir auðfélög. Við lýsum stríði á hendur öllum, sem þannig hegða sér. í þeim efnum erum við, sem stönd- um að þessu blgði, uppreisn- armenn. — g KVABB OG PAKKABURÐUR Kringum hátíðamar vill það vera svo, að margir taki sig upp, heimsæki ættingja úti á landi, komi heim úr fjarlægum stað, fagnandi og ánægðir yfir skemmti- legu ferðalagi og glaðvæm samferðafólki. En þegar á ákvörðunarstað er komið og fyrsta ánægjan yfir endurfundunum við ástvinina rokin úr ikoliimum, taka erfiðleikarnir við. Þá þarf nefnilega að fara að losa sig við alla pakkana, sem kunningjar og aðrir hafa beðið fyrir til kimningja sinna — og annarra. Þetta palkkakvabb er einhver leiðasti ávani okkar, og eru þó margir leiðir. Langönuggasta ráðið til að losana við þá er að sitja kyrr á sömu þúfunni og hreyfa sig ©kki um set, eða þá ljúga því hreinlega til, að maður fari aldrei af bæ, þótt maður sé jafnvel að fara í lystireisu vestur um alla fjörðu. Þetta ibyrjar svosem ósköp sakleysisilega. Kunningi minn, sem þú þekkir eilítið meira en í sjón, og þó jafnvel frekar kunningjakona þín, spyr þig, ihvort þú sért að fara nokkuð, og þú asnast til að segja, já, þú sért að fara norður til Akureyrar. 1 sama vetfangi og þú hefur nefnt töfraorðið byrja kvarnimar að snúast með leiftuhraða, og nöfn og heimilisfnög allra kunn- ingja og fjarskyldra ættingja renna eins og firðritar- borði gegnum vélina, og áður en viðkomandi er al- mennilega búinn að ákveða, hverjum skuli senda kveðju með þér, segir hann (eða hún): — Ja, þú tekur þá pakka fyrir mig! SNÚNINGAR OG FYRIRHÖFN Og í þimgum þönkum er haidið heim á leið. Hvað í ósköpunum á eiginlega að senda með mannfjandanum? Og hverjum? Það er aiveg ómöguiegt að notfæra sér ekki svona ferð, úr því að hún fellur til á annað borð. Og í þann mund, sem þú ert að leggja af stað, máttu reiða þig á það, að viðkomandi aðih er mættur, brosandi út að eyrum af ánægju yfir að hafa skrapað saman eitthvert helvitis drasl, slegið utan um það og skrifað addressuna stórum blekstöfum, til þess að þú ruglist ekki. Hitt skiptir miklu minna máli, hvort inni- haldið hefur ruglast í pökkunum eða ekki. En talsvert af heimlkomuánægjunni hjá þér fer fyrir bí vegna þveitingsins og snúinganna að koma þessu til skila, leita uppi fólk, sem þú hefur ekki minnstu hugmynd um, æða úr einni götunni í aðra, með pakka sem ekki koma þér nokkum minnsta 'hlut við. Og svo, þegar aftur er haldið af stað, endurtekur sama sagan sig. IIRLINN ÓÞARFI Mörgum kann að finnast mikið úr litlu gert, og ' það isé ekki nema sjálfsagt að gera kunningjunum greiða Það finnst mér líka. Mér finnst alveg sjálfsagt að hringja til fólks, og flytja því kveðjur, hafi ég verið beðinn fyrir það, — en ég er löngu hættur að bera pakka á milli, og þessi orð skrifa ég að einlægri ósk fcunningja minna, sem skruppu heim til sín út á land um jólin, fóm iklyf jaðir eins og burðarhestar, og komu með heilan bílfarm í bæinn aftur. Þeir eyddu rúmum degi í að losa sig við þetta. Svona áníðsla er til skammar, og hún er löstur, sem við eigum að uppræta með okkur. I þessi skrif skal botninn sleginn með þeirri fuliyrðingu, að hafi fólk ekki efni eða vilja á að senda pakkana í pósti, þá á það að láta það vera. Punktum, basta. G r í m k e 11.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.