Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Blaðsíða 5
NT VIKUTlÐINDI um opnun Gjaldheímtunn ax í R e y k j a v í k A grundveM laga nr. 68/1962 uni heimild til sameigin- tegrar innbeimtu opinberra gjalda, hefur verið gerður samhingur' milli ríkissjóðs, borgarsjóðs Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur, um isameiginlega inn- heimtustofnun, sem nefnist Gjaldheimtan í Reykjavík. Stofnuninni er í byrjun falið að innheimta þinggjöld er áður hafa verið innheimt samikvæmt skattreikningi ('Þ- e. tekjuskattur, eignarskattur, námbókagjald, kirkjugjald, Mrkjugarðsgjald, alm. tryggingasjóðsgjald, lifeyris- og slysatryggángagjald atvinnurekenda og at- ^nuleysisstyggingagjald), borgargjöld (iþ. e. útsvör °g aðstöðugjald) og sjúkrasamilagsgjöld. Álagningu gjaHda er lokið, og verður gjaldendum send- Ur gjaldheimtuseðill, þar sem sundurliðuð eru þau gjöld, er þeim ber að .greiða á árinu 1962, til tekin f jár- hæð þeirra samtals, svo og sú fjárhæð, sem gjaldendur tunna að hafa greitt fyrirfram upp í gjöld álagningar- arsins. Sérstök athygli er vaMn á, að það, isem talið er fyrir- framgreiðsla á gjaldheimtuseðli er sú f járhæð, er gjald- endur hafa greitt í þinggjöld, útsvör og sjúkrasam- lagsgjöld samtals á árinu 1962 fram að 15. ágúst s. 1. Greiðslur er kunna að hafa verið inntar af hendi frá peim degi og fram að opnun Gjaldheimtunnar, verða færðar inn á reikning viðkomandi gjaldenda í Gjald- heiintunni. — o — ^að sem ógreitt kann að verða af sameiginlegum gjöld- 1101 yfirstandandi árs, ber gjaldend'um að greiða með fjórum, sem næst jöfnum afborgunum þ. 1- sept, 1. okt., l. nOV.( og i, ^es, Næsta ár ber gjaldendum að S^eiða fyrirfram upp í gjöld ársins 1963 f járhæð, sem ^varar hehningi gjalda yfirstandandi árs, með fimm jöfnum afborgunum þ. 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí °S 1. júní, og er sú f járhæð tiltekin samtals og einnig ^undurliðuð eftir gjalddögum á gjaldheimtuseðli 1962, enda verður ekM sendur út nýr seðill vegna fyrir- framgreiðslu 1963. *tyri svo af einhverjum ástæðum, að gjaldheimtuseðul k<»nist ekM í hendur réttum viðtakanda, leysir það að sJa!fsögðu ekM undan gjaidskyldu. ^ftirstöðvar hinna ýmsú gjalda frá 1961 og eldri, hef- ^3, Gjaldheimtunni einnig verið falið að innheimta og Der þeim, sem þannig er í vansMlum, að gera sMI hja Gjaldheimtunni, hvort sem um er að ræða ógreidd ^Sgjöld, útsvör eða sjúMasamlagsgjöld. pjaldheimtan í Reykjavik verður opnuð til afgreiðslu lTryggvagötu 28 þ. 1. september og er opin mánudaga *& fimmtudaga M. 9—16, föstudaga M. 9—16 og Í7—19 og laugardaga M. 9—12. Reykjavík, 30. ágúst 1962. Gjaldheimtustjórinn. N O R Ð R I: ommar - . VINSTRI MENN Mikið rót er nú meðal vinstri manna í landinu. Þjóðvarnarflokkurinn er dauð vona; fylgi kommanna minnkar dag- lega, og Framsókn vinnur lítillega á. Það er því ekM að ófyrirsynju að ikommar hyggja enn einu sinni á nafn- breytingu. Að þeirra undirlagi hefur verið stofnað til hinna svokölluðu lands funda hernámsandstæðinga. Hafa Þjóð- varnarmenn dindlað rækilega með kommunum á þessum fundum, sem hafa að vísu verið mjög Mla sóttir og valdið viðkomandi miMum vonbrigðum. Til samtaJka þessara var einkum stofnað í því augnamiði að reka fleyg í raðir Framsóknarmanna, en einhvem veginn hefur þessi tilraun mistekizt. Enn sem komið er hafa aðeins fjórir Framsóknarmenn fengizt til þess að haJda ræður á þessum Bamkomum. „HEKNÁM!" Þessi tilraun kommúnista hefur því orðið þeim sár vonbrigði, þvi meiningin var og er sennilega ennþá, að bjóða fram við næstu alþingiskosningar und- ir nafninu Samtök hernámsandstæð- inga. Átti þannig að sameina Þjóðvörn og kommúnista til þess að fyrirbyggja að Framsókn næði hinu dauðvona broti úr þessum hálfdauða flokM., Ennfrem- ur er ákveðið af þeirra hálfu að reka blindan áróður gegn Efnahagsbandalagi Evrópu og Ijúga að almenningi að ÓI- afur Thors og kompani séu að afsala iandsréttíndum og sjálfstæði landsbúa. Svo á að efna til uppþota og láta lög regluna ber ja nokkra saMausa einf eldn- inga svo alur almenningur féi samúð með uppþotsmönnum og þar með her- námsandstæðingum. Þess verður að geta, að Framsóknar- menn hafa gert nokkuð úr fréttum af þessum fundum ,,he(rnálmsandstæðinga', og þannig óbeinlínis stutt þennan fé- lagsskap. Þeim verður auðvitað ekki kápan úr því Mœðinu, því að það eru þeir einir sem tapa á því. ÞRÓUNIN Morgunblaðið og Alþýðublaðið eru ósköp aumingjalleg í baráttunni og láta Þjóðviljann æsa sig upp dag eftir dag í sambandi við Efnahagsbandalag Evrópu. Dr. Gylfi er sí og æ að gefa einhverjar yfirlýsingar um að engin á- kvörðun hafi verið tekin ennþá og Mogginn Mínir þessu einnig á útsíðurn- ar. Það væri nær fyrir þessa aðila að fræða ahnenning um nauðsyn þess að vera í samfélagi vestrænna þjóða og 'benda á alla þú hagstæðu möguleika, sem Efnahagsbandalag Evrópu hefur upp á að bjóða. Það hefur áður verið vikið að því í þessum dálkum, að þróunin beinict í þá átt að margar þjóðir myndi efna- hagslega heild. Bandaríkin voru fyrst, þá SovétríMn og nú Evrópuríkin. Þetta er Mutur, sem íslenzMr kommúnistar geta ekki ikomið í veg fyrir þrátt fyrir allt sitt brölt. Einmitt af þessari einföldu ástæðu ættu Morgunblaðið og Aiþýðublaðið að eiga auðvelt með að reka sinn áróður og vera ekM sífellt á undanhaldi fyrir þessum múgmorðadýrkendum Þjóðvilj- ans. SAUBARGÆRAN Það er svo allt annað mál hvort við verðum fullkomnir aðilar að þessu efna hagsbandalagi strax eða hvort við tök- um það í áföngum. Einnig er það álita- mál hvort við eigum að sækja um að- ild strax eða hvort við eigum að gera við það viðsMptabandalag eins og við höfum til dæmis gert við austantjalds- þjóðirnar. Þetta er vafalaust allt til athugunar og œtti eMri að vera neitt feimnismál. Þetta varðar alla landsbúa og engina ætti að láta kommúnista hræða sig i »e0 Iygasögum um afhendingu landsrstt- inda eða sjálfstæðis. Þessir múgmorðadýrkendur hreyfa hvorM hönd né fót þegar rússnesM járnhællinn treður á almennum mann- réttindum í Ungverjalandi eða Austur- Þýzkalandi. Hernám þeirra þjóða er ekM bundið neinum sársauika hjá þegs- um Rússadindlum. Þannig sýna þeir líka bezt hvað býr á bak við gæruna, sem þeir nefna Sam- tök hernámsandstæðinga. N o r ð r i

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.