Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Blaðsíða 6
Vt VIKUTlÐINDI EG HAFÐI verið í felum í strandhúsiinu í tólf klukíkustundir, þegar eigandinn kom afbur, svo að ég gat mig hvergi hreyft. I eitt skiptið, iþegar ég hnipraði imig saman á gólfinu, hafði lögreglubiíreið numið staðar á möliinni útifyrir og látið ljóskastarann leika um afllt husið. Bersýnilega hafði þeim ekki fundizt neitt athugavert, því að þeir óku á brott. En það var aldrei að vita, hvenær þeir kæmu aftur. Það skiptist á fyrir mér smáblundur á sófanum og skyndileg vaka, baðaður svita og sannfærður um, að einhver hefði gætur á mér inn um gluggann. Einu sinni Ikveikti ég á útvarpinu og hlustaði á frétt- irnar. Þeir voru að kemba borgina í leit að mé'r, að því þulurinn sagði. Það vissi ég fyrir. Undir hádegið féll ég í væran svefn. Eg vaknaði við það, að bifreiðarhurð var skellt aftur. Eg leit á úrið mitt, og sá, að ikLukkan var orðin þrjú. Vorii lcggumar komnar aftur? Eg spratt upp af sófannm og ilaumaðist að gluggamum á framhliðinni. Eg dró gluggatjaldið örlítið til hliðar, gægðist út og fann hörundið herpast á inúili herðablaðanna á mér. Þetta var ekki iögreglan. Þetta var miklu verra. Þarna stóð blár Oidemobile fyrir framan bílskúrinn hjá hús- inu. Eg cat hvergi f aiið mig, og ég gat heldur ekki tekið til fót?nna. Það var ekkert, sem ég gat gert annað en steCið iþarna aðgerðarlaus og gónt. Bifreiðin var mainnlriuis, en ég heyrði isikrolta í lásum, þegar eigand- inn opaaði sikúrinn. Og skyndilega birtist hún, há- vaxin kona í svartri kápu, með plastregnikápu yfir höfðinu og herðunum. Hún steig upp í biíreiðina og ók imn í skúrinn. Eg ihljóp fram í eldhúsið, en iþaðan lágu dyr út í bítekúrinn. Þegar hún kæmi inn í húsið, yrði ég að grípa hana áður en hún kæmist aftur út og hlypi á brott Eg heyrði, að vél bifreiðarinnar var enn í gangi, og svo heyrðust háir hælar skella á steinsteypu. Bíl- skúrshurðin skail aftur í skyndilegum gusti, sem hristi húsið. Eg beið spenntur innan við hurðina. Ekkert gerðist. Kannske hafði hún farið út og ætaði sér að koma inn um aðaíldyrnar. Eg hljóp 'aftur inn og laum- aðist að glugganum. Úti á svalaganginum var enginn, nema hún stæði þar í sömu sporum. Eg aðskiidi glugga tjöidin ör<lítið til þess að sjá út. Hún var hvergi sjá- anleg Regnið hamaðist á rúðunni 2. Eg flýtti mér aftur inn í eldhúsið og stóð grafkyrr með eyrað upp við hurðina og beið eftir að heyra fóta- takið. Hún Maut að vera að ná einhverju út úr Ibif- reiðinni. Eg heyrði, að bifreiðin var enn í gangi, en ganghljóðið var ógreinilegt í rigningunni. Eg beið, og varð æ meir undrandi með hverri mínútunni, sem leið. Það var eitthvað grunsamlegt við þetta. Hvers vegna drap hún ekki að minnsta ikosti á bílnum? Eg fann á iyktinni, hvernig ikolsýringurinn jokst frammi í skúrnum. Var hún að reyna að fremja sjálfsmorð? Eg opnaði hurðina fram í skúrinn. Kolsýringurinn var næstum óþolandi. Eg ikom hvergi auga á hana. Það var næstum aldimmt þarna inni, iþar sem hurðin var lokuð, en bílhurðin var opin, og Ijós inni, svo að ég sá, að hún var ekki inni í bílnium. Eg skimaði aftur með bfilnum, og þá sá ég Ihana, eða öliu heldur, ég sá handlegg og hönd aftan við afturhjól bílsins. Hún haíði hnigið niður á milli afturenda bíisins og sikúrhurðar- innar, og iá rétt hjá útblástursrörinu. Eg stöifck niður þrepin og drap á bíinum. Eg var þegar að iköfnun ikominn af eiturgufunni, en ég kraup samt niður, náði undir Ihandlegg hennar og dró hana undan bílnum. Hún var ndkkuð stór og þung, og ekki létti það hana, að ihún skyldi vera meðvitundarlaus. Eg var móður og másandi, þegar ég ioksins gat lyft henni upp á herðarnar á mér. Eg flýtti mér inn í eld- húsið, sparkaði ihurðinni aftur, og bar hana síðan inn í svefnherbergið. Eg velti Ihenni af mér niður á rúmið, rétt neðan við gluggann, svo að hún lá á bak- inu, og lagði höndina iá brjóst henniar. Hún dró and- ann ennþá. Eg opnaði smávegis, svo að gusturinn næði inn, og með því að halda við gardímuna, gat ég beint guistinum framan í hana. Með íhonum komu nokkrir regndropar, og hún bæði ofurlítið á sér. Hún myndi jafna sig, það ieyndi sér ekki, en ef ég hefði beðið fimm mínútur áður en ég fór þangað inn, þá hefði hún ekki haidið lífi. Hurðin hafði bersýnilega lent á henni, þegar hún skeiltist aftur. Og ailt í einu minntist ég þess, að hún hafði slagað, þegar Ihún fór aftur að bíinum, svo að ég íout niður að henni. Jú, það leyndi sér ekki, hún var blind þreifandi full. Eg er ekki svo' ófróður, að ég viti, hvernig kolsýringur og alikóhól blandast manns líkamanum, en ég var ekki frá iþví, að innan örfárra mánútna yrði þetta fiárveikur kvenmaður. Eg smeygði henni úr hælaháu skónum og sparkaði baðherbergis- hurðinni upp. Hún tólk að Ikúgast. Eg studdi hana og bar fram og hélt henni uppi á meðan. Þegar hún hafði lokið sér af, vætti ég Ihandklæði í handlauginni og iþvoði augun. Hún opnaði þau ekki fyrr en hún var komin aftur í rúmið. Hún leit sem snöggvast á mig og sagði: — 0, drottinn minn dýr og góður! — og lokaði þeim aftur. Hún gerði vesældarlega tilraun til að draga piisið niður. Eg lagaði það fyrir hana, og tón 14 igrafkyrr. Eg stóð í dyragættinni og horfði á hana. Þetta var stór stúlka, stórfalleg, ljóst hárið svo ijóst, að iþað var nánast hvítt eins og baðmull. Mér datt í hug, að hún myndi vera einn og sextíu. Að hkindum þrjátíu til iþrjátíu og þriggja ára. Hárið var stuttkiippt á þann hátt, sem nefndur er ítaiskur. Hún var í dökku pilsi, dökkri peysu og ryð^htum stuttjakka. Hún var með eymalökka, íburðarmikið armbandsúr, en enga hringa af neinni gerð. Andlit hennar var gerðarlegt, og þrátt fyrir vanlíðan hennar þessa stundina var talsvert Mfs- fjör í því. Eg fór fram og ihitaði kaffisopa. Þegar ég kom inn aftur með kaffi í bolla, sat hún á rúmstökknum og hélt báðum höndum um höfuðið. — Hresstu þig á iþessu, sagði ég. Hún andvarpaði. — Ert þú ennþá hérna? Eg hélt ég væri dauð og komin til heljar. (Framh. í næsta blaði) BJÖRGtLFUB SIGUBDSSON Ilann selur bflana* ir BIFREIÐA- SALAN Borgartúni 1 Sfmi 18085 —19615 HÉF HEFST STUTT, HÖRKUSPENNANDI FKAMHALDSSAGA ÆVEVTÝRAFEBD MEÐ UTSYN TDL AUSTURANDA Brotlför 6. okióber, 1962. Áhyggjulaust og með ótru- lega litlum kostnaði getlð þér séð með eigin auguW staðina, þar sem mann- kynssagan hefur gerzt. VlNARBORG — ISTAN- BUL — AÞENA — DELFI — BEIRUT — DAMASKUS — JERU- SALEM — KAIRO — RÓMABORG - LONDON Ferðast verður með Visr count flugvél FIugféla«s Islands alla leið, IslenzK áhöfn og tveir íslenzkir fararstjórar. Fáein sset laus. FERÐAFÉLAGIÐ ÚTSÝN Nýja Biói — Simi 23510 AMOR SEPTEMBER -HEFTIÐ ER KOMIÐ

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.