Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Dtgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. FJÖREGG ÞJÓDARINNAR Nú er alþingi vort setzt á rökstóla, og beðið hefur verið blessunar skaparans yfir því, og mun ekki af veita. Fyrir þessu þingi liggja að líkindum fleiri og mik- ilvægari vandamál en nokkru sinni áður, og ríður nú á, að ekki verði flaustrað að neinu, en samþykktir og ákvarðanir gerðar af vizku og samvizkusemi, og fyrst og fremst með varanlegan þjóðarhag fyrir aug- um. Þjóðin má búast við nokkurri blekkingahríð á þessu þingi öðrum fremur með tilliti til þingkosninga í vor, og má jafnvel búast við að minni spámennimir oti sínum tota í þeim tilgangi að láta á sér bera og geta sagt, eftirá, að þeir hafi verið að, enda þótt skamm sýni annarra þingmanna hafi komið í veg fyrir, að mál þeirra næðu fram að ganga. Em þess þó nokkur dæmi í sögunni, að svo hafi til tekizt og jafnan orð- ið til trafala öðrum og mikilvægari þingstörfum, en skmmaramir náð hylli síns kjósendahóps fyrir vikið. Þjóðin í heild væntir þess, að svo takizt ekki til að þessu sinni. Það er of mikið í húfi fyrir þjóðfélags- heildina til þess að Ioddumm á stjórnmálasviðinu megi líðast að nota mikilvægustu stofnun þjóðarinn- ar til upphafningsskrípaleiks síns. Þjóðin á þá kröfu tH þeirra, sem hún hefur trúað fyrir fjöreggi sínu, að þeir gantist ekki með það, heldur varðveiti það sem bezt og búi vel að því. Þessa ábyrgð verða þingmenn að gera sér fylli- Iega ljósa. Þeir eru ekki aðeins fulltrúar síns misjafn- lega fjölmenna kjósendahóps á Alþingi, heldur fyrst og fremst þjóðarinnar í heild. Flokkakritur og hnútukast á ekki heirna á slík- um stað. Það tilheyrir kosningabaráttunni heima í kjördœminu og á ekkert erindi inn á Alþingi. Þang- að hafa menn verið valdir til starfa fyrir land og þjóð — og þeim ber skylda til að láta ekki sitt eftir liggja fremur en öðrum þjóðfélagsþegnum. Er nokkuð ömurlegra en sjá þjóðþrifamál kafna í kraðaki Iítilsverðra smámála, framkominna til þess eins að skapa glundroða og krit? Eða hvað fyndist mönnum um það fiskiskip, sem ekki kæmist til veiða af því að áhöfnin gæti ekki komið sér saman um í hvaða átt skyldi stýrt? Svipar þessu dæmi ekki til þess, sem alltof oft hef- ur komið fyrir hjá þessari löggjafarsamkundu okkar? Því er að minnsta kosti erfitt að svara neitandi. Það verður fylgzt með þingstörfum í vetur. Það verður séð til þess, að almenningur fái vitneskju um, hvort þingmenn ætla sér að misnota traustið, sem þeim hefur verið sýnt. Þeir skulu ekki ætla sér að nota Alþingi til áróðurs fyrir sjálfa sig og flokka sína. I vor verða þeir dæmdir eða hylltir eftir verkum sínum í vetur. Skrum og mælgi megnar ekki að fleyta þeim yfir brotsjó almenningsálitsins, sem hefur á þeim sterkari gætur nú en nokkru sinni fyrr.__BH. á sfemmbisbööunum RIJSSA-GILDIÐ var að venju hátíðlegt hald- ið á þessu hausti, en svo nefn- ist dryikkjugildi það, er ný- stúdentar eru boðnir velkomnir í hóp háskólaborgara, og þar jafnan mikið fjör og gleðskap- ur, enda heitt púns drukkið stíft undir borðum og vill sá görótti drykkur svífa á menn og ikæta skapið. I ár var Rússagildið hald- ið í Næturklúhbnuim, og var þar brugðið út frá venju, en það hefur jafnan staðið í Sjálf- stæðishúsinu. Skennntu menn sér það hið bezta, og hlés magi- ster bibendi, drykkjustjórinn, dr. Gunnar G. Soharm, oft í flautu sína mönnum til hvatn- ings að duga vel í drykikjunni. Að borðhaldi loknu var dans stiginn af miklu fjöri. I þeim miikla styrr, sem stend ur út af áfengislöggjöf þeirri, sem við búum við, hlýtur Rússa gildið að koma til umræðu eins og hvað annað, eða hverjum dytti í hug að kasta svo rótgró- inni hefð fyrir borð? Engum, sem þá stund hefur upplifað. Engu að síður fær hún ekki staðizt með tilliti til löggjafar innar. Á vorum dögum verða flestir stúdentar um tvítugsald ur eða yngri. Áfengisneyzla á þeim aldri, eða undir 21 árs aldri er bönnuð sikv. lagabók- stafnum. Sízt af öllu á opinber BERTI MÖLLER synguf með hljómsveit Árna Elfar í Nætunklúbbnum og er á góðum vegi með að verða einn ágætasti söngvari, sein fram kemur á skemmtistöðuu- um. Ekki einasta liefur hann ágætá rödd, sem hann beitir af viðfelldni og kunnáttu, heldur er framkoma hans einnig með þeim ágætum, sem til sóma er. Berti er engan veginn bund- inn við hljómsveitarpallinn eins og svo margir söngvarar ofckar, heldur er hann húinn að fá hljóðnema, sem gerir honum kleift að fara syngjandi um all an salinn, vera nær áhorfend- um, en láta söng sinn hljóma 11 m allan salinn við undirleik ‘hljómsveitarinnar uppi á pallin- skemmtilega nýjung, sem vakið hefur undrun og ánægju gesta Næturfclúbbsins. fleirum, er með því skemmtileg-| asta, sem komið hefur fram skemmtunum hér, enda maður-| inn afburða snjall. VEL A MINNZT Yfir því hefur verið kvartaðl við okkur, að sítrónusneiðin sél nokkuð dýr á vínveitingastöðunf Um: — Ekfci með mat. Þá séj víst ekki um neitt verð á henni að ræða. En með áfengi. Þá lilaupi fjandi'nn í spilið. Einuin taldist svo til, að sítrónusneiðin í „asna“ myndi kosta 16 krón-1 ur, og færði sönnur á mál sitt. Getur það verið, að þarna sé verið að reyna að bægja mönn- um frá sjálfsögðum vítavínuiu í drykknum? um stöðum. Lögbrot eru jafn fráleit i hvaða mynd, sem þau birtast. Það er ekkert betra að hrjóta áfengislöggjöfina en önnur landslög, hvaða skilning, sem maður svo leggur í verknaðinn meðan yfir stendur. Þarna þarf að breyta til af alvöru, það er Ijóst. Og það er ungu háskólaborgurunum jafn ljóst og öðr.um, sem áfengislög- gjöfin kreppir að. Sá er bara munurinn, að þeir hafa sloppið — aðrir fengið strangar refsingar. TÖFRAMAÐURINN sem nú skemmtir í Lido, hef- ur aufcið fjölibreytni sýningar- skrár sinnar til muna, og sýnir nú atriðið, er sagt var frá í síðasta hlaði, er hann lætur að- stoðarstúlku sína handjárnaða niður í poka og læsir niðri í kistu, en liefur síðan hlutverka- skipti við hana á andartaki. Þetta atriði ásarot ýmsum CLIFF RICHARDS ætlar heldur betur að slá í gegn í kvikmyndinni, sem ver- ið er að sýna með honum í Tónabíói. Það er ekki að undra. Þarna fáum við að heyra ýn)S hans beztu lög, „sem slegiö hafa í gegn“ um allan heim. og nægir að nefna THE YOUNG YOUR ARMS og LESSON IN ONES, WHEN THE GIRL IN LOVE. Plöturnar hans ,eru líka að byrja að koina í útvarpinu, á vinsældunum ætti ekki að standa, ef að líkum lætur. kvjkmyndH HAFNARBÍÓ: SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ hefur verið lokað í sumar, og salarkynni þar tekin til gagn gerðra endurbóta, og verður Þeini hreytingum ekki lokið fyrr en í nóvember-Iok, að við höfum frétt. Engin ákvörðun hefur enn verið um það tekin, hvaða hljómsveit verði ráðin þangað í vetur, en ýmsir munu koma til greina. Það er efcki úr vegi að 'benda á það, að tveir snjöll- ustu hljómsveitarstjórarnir munu ekki liafa fengið neinn samastað hér í borginni í vet- ur það eru þeir Björn R. Ein- arsson og Gunnar Ormslev. Ef til vill verður annár hvor þeirra í „Húsinu“ í vetur. Hver veit? Vogun vinnur... Og enn eru Frakkarnir á ferðinni með eina af sínum gjörhugsuðu sakamálamynd- um, þar sem úrvalsleikarar jreyta skák á svo snilldar- legan hátt, að tafUokin verða með engu móti séð fyrir og brugðið yfir í svo flóknar „kombínasjónir", að spennan rénar ebki leikinn á enda, og veit maður aldrei á hvem veg yfirburðimir snúast. mynd, sem þú skalt ekk11 missa af. Séð á prufusýningu Það er engin ástæða til að vera að eyðileggja ánægj- una fyrir áhorfendum með því að rekja efni myndarinn ar. Og tryggingin fyrir góð- ,um leik em aðalhlutverldn enn í þeim ern þau Daniel Gelin og Michéle Morgan. Ef þú hefur gaman af spennandi sakamálamynd- um, sem ekki eru óþarflega hryllilegar, þá er þetta TÓNABÍÓ: Dagslátta drottins Þegar reykvíska æskan er ibúin að fá sig fuMsadda söngvum Ciiff Richards, sem naumast verður í bráð, muu Tónabíó ætla að taka tfl sýninga fcvikmyndina „Dag' slátta drottins" eftir hum1 frægu — og skemmtileg11 skáldsögu Erskine Caldwell- Við misstum af prufusýh' ingunni um daginn, en kunu um samt sem áður nokkuð frá henni að segja. Er þ£ helzt, að á filmuna hefur ver ið settur íslenzkur texti, seiö eykur mjög giidi hennar, Þar sem snihi Oaldwell liggur ekki svo Mtið í samtölum- I aðalhlutverkunum erU þau Tina Louise og Aide Ray auk fjöimargra annarra — en dóminn látum við bíða betri tíma.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.