Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 3
NÝ VlKUTlÐINDI i Þeir, sem fram komu í kvikmyndinni, hneigja sig fyrir áhorfendum eftir frumsýn- inguna í Háskólabíói. 79 AF STÖÐINNI ÍSLENZK, MISHEPPNUD KVIKMYND ÞAÐ verður ekki sagt, að kvikmyndin „79 af stöð- inni“ hafi fæðzt í kyrrþey, enda nauðsynlegt til þess að skapa aðsókn að gera sem allra mest veður útaf henni, og telja mönnifm fyrirfram trú um að hér væri um einstakt verk að ræía. Ekki aðeins sem spennandi og vel gerða kvikmynd, heldur og væri efnið tekið meistaratök- urn. Hver varð svo raunin? I stuttu máli, þunglama- leg og á köflum afkáraleg útþynning af talsvert mergjaðri skáldsögu, sem gaman var að lesa, en naut sín hvergi í með- höndlun kvikmyndagerðar 'nnar. HÖFUNDUB kvikmynda- handrits hefur alltof oft syndgað upp á þá náðina, að áhorfandi þekkti sög- una það vel, að stikla nnætti á stóru á köflum, en teygja úr öðrum án þess þó að kunna að semja lifandi samtöl, bregða upp glöggvandi Hyndum til skýringa á skapgerð persónanna. Saga Indriða er hrátt lista Verk, sem stendur eitt sér, eg þegar farið er að róta 1 l»ví til endursköpunar, férstak'ega með tilliti til hvikmyndagerðar, verður nð fara iun hana varfæm- ishendum, svo að persón- 'irnar glatizt ekki, undir- énninn yfirgnæfi þær ekki, rímið ruglist og 'erði yfirborðskenndur ó- skapnaður, sem ekkert á skylt við skáldsögu eða veruieika. ^iðvaningstragurinn leyn- ir sér ekki. Handrit — túlkun — jafnvel tónlist, sem þó liefði getað bjarg- að ýmsu við, ef hún hefði undirstrikað á réttum stöðam, réttimi setning. um. Dægurlag Sigfúsar Halldórssonar er í sam- ræmi vrð aðra tónlist myndarinnar, slétt og fellt það situr ekki í manni, eins og þó er háttur góðra dægurlaga. Jón Sigurðs- son er vafalaust snjall músíkant með skilning á þýðingu tónlistar sem und irtón kvikmynderi mar; þegar ténlistin keinur í stað hugsunar og innri baráttu, sem ógjörningur er að túlka með öðru móti. Þar sem samtölum Indriða og Guðlaugs handritshöf- undar slepp!r, á Jón að taka við. Víða tekst hon- um fallega upp, af hreinni snilld er hann túlkar til- finningar aðalpersónanna fyrstu samverunótt þeirra — en þær tilfinningar eru bara langt frá því að vera gegnumgangandi í mynd- inni, og því missir tónlist- in gjörsamlega marks á öðrum stöðum, er hún er með sama móti. UM leikstjórn og mynda- töku er það að segja, að þar kemur naumast við- vaningsbragur til greina. Miklu fremur mætti kenna því um, hvernig til hefur tekizt, að kastað hefur verið til verks'ns hcndunum. Vissulega má benda á mörg atriði, sem gerð eru af hrífandi tækni og vand- Iega unnin — þau eru bara svo ósköp fá í sam- anburði við allt hitt. Balling leikstióra hefur vafalaust þótt mikið til um að fá upp í hendurnar kynlífsatriði, og það meira að seg ja með hrífandi sam tölum. Því furðulegra er, að þau skuli ekki betur unnin, nánast sami kúldur hátturinn uppi í rúmi, þríendurtekinn, og á ekk- ert skylt við skáldsögu eða veruleika. Og hvar eru andstæðurnar. sem svo mikilsvirði eru til að gera kvikmynd lifandi og halda athygli áhorfenda? And- stæðurnar í þessari mynd felast í misjafnri túlkun og gerð, — og vekja eng- an spenning að sjálfsögðu. ÞAÐ er naumast við því að búast, að leikararnir geti á sómasamlegan hátt tú'kað þennan furðu’ega skapnað, sem hnoðaður hefur verið úr íslenzku rit máli og settur í hendur þeim. Má segja, að vel- flestar setningarnar séu því líkari, að þær standi í Shakespearskum drama en íslenzku talmáli, sér- staklega þar sem eitthvað reynir á. Raunar í kyrr- lífisatriðunum líka. Innan imi allt kraðakið bregður svo fyrir andliti KRISTBJARGAR KJELD er vinnur í hlutverkinu talsverðan dramatiskan sigur, enganveginn með til liti til þess, að þetta er fyrsta kvikmynd hennar, heldur fyrst og fremst af Haraldur Bjömsson og Gunnar Eyjólfssoi í hlutverkum sínum. því, að það dylst ekki, að hún er ágætum leik- hæfileikum gædd, sem kunna að njóta sín vel í kvikmynd. Allar þær til- finningar, sem endurspegl- ast í andliti hennar, eru jafn sannfærandi og þær væru ósviltnar. Hún tekur engum silkihönzkum á hlutverkinu, hún leikur það í fullkomnu samræmi við þá persónugerð, sem hún er að túlka. Þetta var sönn innlifun. Raunar má margt gott um GUNNAR EYJÓLFS- SON segja Iíka. Leikur hans er oft sannfærandi en um persónusköpun er ekki að ræða. Til þess er hlutverkið alltof gloppótt. Gunnar má hins vegar saka um, hve margar setn ingar verða ankannalegar í munni hans, talsmátinn og áherzlurnar óeðlilegt, og kæmi ekki afbragðs andlite’.e'kur til, væri út- koman ekki upp á marga fiska. Þriðji aðalleikarinn er svo RÓBERT ARNFINNS son. Hlutverk hans ér af nokkuð öðrum toga spunn ið en hlutverk hinna. Hjá honum er það vináttan og innrj baráttan mn traust þeirrar vináttu, sem er undirtónninn. Yfirborðið er glaðvær en greindur ná ungi með littererar hug- renningar, sem nutu sín vel í sögunni, en verða að hástemmdri mærð í myndinni, með reginf jöll í baksýn og afkárlegt tipl í sandi. Róbert hættir til að ofleika. Þrumusvipur- inn á andliti hans gæti komið ókunnugum til að halda, að hann hefði sjálf- ur ha'dið við Gógó, en væri ekki bara að brjóta heilann um, hvort hann ætti að segia vini sínum frá kanasambandi hennar. ÞARNA er síða-' urmull af . aukaleikurum, . sem flestum er það sameigin- legt að reyna að láta á sér bera án þess að vera sann færandi cða e'ga nokkurt (Framh. á bls. 7) s

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.