Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 6
N Y VIKUTlÐINDI 0 _______ / ’N VIÐHÖFUM B I L A N A sem yður vantar BÍLASALINN við Vitatorg SÍMAR: 12500 — 24088 Bifreiðaleigan B I L L I N N sími 18833 pg Ilöfðatúni 2. ZEPHYR 4 M-H M CONSUL „315“ S VOLKSWAGEN ^ LANDROVEB B 1 L L I N N /’■"""-""". ■ * kfáburinn býSur ijdur góSan mat og þjónustu. Vinsæla dansmúsík í þægilegum og smekklegum vislar- verum. skapar yÐur þá stemn- ingu sem þér óskiS. mælir me8 sér sjálfur. Kfúbburinn Lœkjarteig 2, s í m i 3 5 3 5 5. Fimmti hluti hinnar hörkuspennandi framhaldssögu eftir CHARLES WILLIAMS: * A Morgiunumferðin var að byrja úti á götunni, sem lá samhliða skrúðgarðinum á torginu. Eg beygði til hægri og gekk áfram eftir gangstéttinini. Nokkrir veg- farendur skálmuðu framhjá mér. Fyrstu minútumar fannst mér ég vera nakinn og hræddur og mig langaði tiil að hnipra mig saman innan í frakkann og draga hattinn niður fyrir augu. Það fór hrollur um mig. Mesta hættan lá í því, að þar voru þó nokkrir ieynilögreglmnenn, sem ikunnu að þetokja mig í sjón, þar sem þeir höfðu veitt mér athygli inni á barnum. Ef ég rækist á ein'hvem þeirra, þá væri úti um mig. Um leið og ég kom að stoppstöðinni sá ég, hvar sá blái kom askvaðandi. Hann irenndi upp að gangstétt- inni og stanzaði með ískri. Eg skauzt inn í hann. 1 hanztoaihóilfinu var kort áf borginni. Eg breiddi ur því, mestmegnis til að ekki sœist eins greinilega fram- an í mig. — Eg veit, hvemig á að (komast þangað, sagði hún. Eg Ikannaði umihverfið anzi gaumgæfilega á laug- ardaginn. Debton-istræti er verksmiðjuhverfi þrjár eða f jórar blofckir frá dokkinni. Umferðin var að ifærast í aukana. Hún foeygði út af aðalstrætinu og inn 1 hliðargötu. Eftir stundarf jórð- ung eða svo var hún komin að Denton-stræti. — Það er f jórða blofck héðan, sagði hún. Þar setti hún mig úr, og sneri síðan aftur til íbúð- ar sinnar, eins og við höfðum tailað um. Eg gekk hægt upp eftir Denton-istræti í glampandi sólksininu. Kiukkan var ikoirter yfir tíu, kaffihléið. Eg opnaði dymar á veitingastofu George og gekk inn. Hægra megin við dymar var iangt afgreiðsluborð og vinstra megin tíu eða tólf básar. Eg gekk inn fyrir enda afgreiðsluborðsins og settist niður andspænis dyrunum. Við borðið voru tveir menn og ein stúlika, og ég sá, að það var eitthvert fólk í tveirn básanna, enda þótt ég hefði enn efcki virt það fyrir mér að ráði. Eg setti skjalatöskuna, tsem óg hafði tekið með mér til að dyljast betur á foorðið, opnaði hana og tók upp úr henni eitt foréfið, ©em Suzy hafði vélritað handa mér. Afgreiðslustúltoan kom til mín. — Hvað var það fyrir yður, herra? Eg leit upp. — O. Kaffi, takk. Og eina bollu lítoa. — Já, herra. Hún hellti kaffinu í bollann og setti hann fyrir framan mig og náði í bollu á disfc fyrir mig. Eg saup á kaffinu, ýtti foollanum frá mér og tók að leea bréfið, og á meðan lét ég augun líða eins og kæru- leysislega um staðinn. I einum básnum voru tvær stúlk ur og stúlka og maður í öðrum, en engin þeirra var neitt lík lýsingunni, sem Red hafði gefið mér. Bg tófc pennann minn upp og tófc að fcrota einhverjar at- hugasemdir neðst á bréfið. Fimm eða tiu mínútur liðu, og staðurinn var aó fyllast. Eg át af foollutmi, og reyndi að treina mér kaffið eins lengi og ég mögulega gat, og pantaði síðan meira. 12. EG LEIT á úrið mitt. Klukkuna vantaði tuttugu- og-fimm minútur í ellefu. Þetta er allt saman út í bláinn, hugsaði ég. Hurðin opnaðist, og mér varð litið upp, og ég horfði beint framan í hana. Hárið var kolsvart eins og myrkrið á miðnætti °S félil niður á herðar hennar. Hún var um hálfþrítugt og vöxturinn beinlínis undursamlegur. Hörundið var eilítið dökkleitt og varirnar þrýstnar og rauðar. Hún skimaði yfir staðinn, standandi í sömu sporum, og varð þess vör, að ég horfði á hana. Það stoipti svo sem engu máli, þótt hún hefði veitt því eftirtekt, að ég horfði á Ihana. Henni hefði aðeins fundizt það furðulegt, ef hún ihefði veitt eftirtekt fcarl- manni, sem ekki horfði á hana. Augu 'hennar voru dötokbrún, og maður sá suðrænan funa glóa í þeim- Hún skeytti mér engu. Eftir tíu mínútur eða svo, iborguðu þær reitoningiinn og foéidu af stað út. Eg setti bréfin aftur niður í töskuna, kveikti mer í sígarettu og ranglaði út á eftir þeim. Þær höfðu beygt til vinstri og voru komnar hálfa foiokk áleiðis eftir gangstéttinni. Þær námu staðar á horninu °S biðu eftir umferðaljósi, og gengu síðan yfir. Eg gekk hægt upp að hominu. Enn gengu þær áfram. Við miðja næstu folofck gengu þær loks að útidyrum. Þetta var inngangurinn að Shiloh-áhaldaverksmiój- unni. Skammt þaðan komst ég inn í fojórknæpu, þar sem var almenningssími. Eg flýtti mér að hringja í Suzy- — Eg er búinn að finna hana, sagði ég æstur. Hún vinnur hjá Shiloh-verksmiðjunni. — Fínt, svaraði hún. Á ég að koma og sætoja þig’ — Nei, ekki strax. Nú er næst að finna foústað foenn- ar. Eg ætla að elta hana foeim í kvöld. — Klukkan er ekki nema ellefu núna. Þú verður þa einhvemveginn að eyða sex klufckustundum. — Eg veit það, svaraði ég. Eg verð óhultur í kvik- myndahúsi. Eg tók strætisvagn og fór í foonum niður í borg- ina. Mér fannst ég etoki eins nakinn og berskjaldaður gegnvart manngrúanum í verzlununum þar. Eg gekk þó nofckrum sinnum framhjá einkennistoæddum 1 ög' reglumönnum, og eftir stundarkom var ég hættur að foerpast saman innan í fötunum, þegar ,ég mætt1 þeim. Það var búið að opna fcvikmyndahúsin. Eg valdi eitt, sem sýndi tvær myndir í röð og fór þangað inn. Klukfcan hálf-fimm fór ég aftur út, keypti eftinmið' dagsfolað, og fór upp í strætisvagn, sem myndi flyfJa mig til Denton-strætis. Eg fletti blaðinu í sundur: Sjómaður grunaður um morð á lögreglulíjóu* gengur enn laus! Þetta stóð stórum stöfum á forsíðunni. Einhver Brannan liðsforingi í sakamálalögreglunni var sagðu1 hafa 'látið í Ijós skoðun sína, að það leyndi sér ekkú að einihver héldi verndarihendi yfir mér. Eg fór úr strætisvagninum hjá verksmiðjunni.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.