Ný vikutíðindi - 26.10.1962, Blaðsíða 6
Nt VIKUTÍÐINDI
VIÐ HÖFUM
B I L A N A
sem yður vantar
BÍLASALINN
við Vitatorg
SlMAR:
12500 — 24088
Bifreiðaleigan
B 1 L L I N N
sími 18833
Ilöfðatúni 2.
<5
£ ZEPHYR 4
0Q
CONSUL „315“
X
m VOLKSWAGEN
fc LANDROVER
B 1 L L I N N
býSur yður gófian mat
og þjónustu. Vinsœla
dansmúsík í þœgilegum
og smekklegum vistar-
verum.
Kfúbburinn
skapar ySur þá stemn-
ingu sem þér óskiS.
mælir meS sér sjálfur.
rmn
Lœkjarteig 2,
s imi 3 5 3 5 5.
Sjötti hluti liinnar hörkuspennandi
framhaldssögu eftir
CHARLES WILLIAMS :
*
I um!brotunum sleppti hann fætinum af hemlunum,
svo að bíUinn hentist áfram. Eg sveiflaði handleggn-
um, hitti hana í bringuna og henti henni upp að hon-
um, þar sem hann sat enn við stýrið. Fiautan tók að
hamast af miklum ákafa. Nú loks gerði ég mér ljóst,
að það var urmull ljósa umhverfis okkur.
I framsætinu, rétt hjá sokkaklæddum, sparkandi fót
leggjum hennar, lá veskið hennar. Eg greip það, henti
henni aftur ofan á hann og stökk út. Það hvein í heml-
um og karlmaður fonmæiti mér hástöfum. Hann hafði
verið á eftir okkur og ætlað sér að beygja framhjá.
Framstuðarinn straukst við mig, svo að ég riðaði við,
en datt ekki. Eg sveiflaði veskinu til að ná jafnvæginu
og gat staulast upp á gangstéttina.
14.
Eg var staddur í verksmiðjuhverfi. Andspænis mér
blöstu við marglitar ljósaaugiýsingar uppi á kvikmynda
húsi nokkru, og hinum megin strætisins var veitinga-
stofa. Eg hljóp eins og fætur toguðu að hominu-
— Veskisþjófur! kallaði einhver á eftir mér.
Maður nokkur kom æðandi út úr bifreið í grennd-
inni og hugðist hlaupa í veg fyrir mig. Tveir aðrir á
gangstéttinni hófu lífca eltingaleik við mig. Nú voru
all-margir komnir á eftir mér.
Eg ibeygði fyrir homið og hljóp eins og fætur tog-
uðu áfram. Eg var kominn drjúgan spöl á undan elt-
ingarmönnunum. Þarna var íbúðarhverfi, og lýsingin
ekki sem bezt. Og á miðju húsinu, sem ég hljóp fram-
hjá, voru undirgöng inn í húsagarðinn. Eg flýtti mér
inn í þau-
Eg var móður og másandi, og mig verkjaði í mag-
ann og bringspalimar, eins og ég hefði verið laminn
með kylfum. 'Hatturinn minn var horfinn, skjalatask-
an sömuleiðis, en ég hélt enn á veskinu dauðahaldi
undir handleggnum.
Hver mínútan af annarri leið, og ég var svo til bú-
inn að jafna mig. Eg strauk hendinni eftir síðunni á
mér, rétt neðan við rifin, og stundi við af sársauka.
Eg hafði haldið skjalatöskunni einmitt þar, undir
handleggnum. Kúlan hlýtur að hafa lent skæhallt i
henni og kastast í burtu, áður en hún náði í geSn’
enda þótt ég hefði fengið höggið á mig. Það var ©kki
að furða, þótt það hefði snarsnúið mér og skellt mer
til jarðar.
Eg varð að losa mig við veskið áður en ég þyr^1
aftur út á strætið. Það var alitof stórt til þess, að ég
gæti falið það-
Eg opnaði það, kveikti á vindlakveikjaranum °S
skýldi loganum. Þegar ég opnaði seðlaveskið kom eg
fyrst auga á ökuskírteini. Eg opnaði það og setti
seðlaveskið aftur í veskið.
Frances Celaya, stóð þar, Randall-stræti 2712, íbúð
203. Og neðst í veskinu innan um hámálar, varalit,
spegil og greiðu fann ég lykil. Eg hafði þá fengið það,
sem ég var að sækjast eftir, enda þótt það hefði kost-
að mig skothríð að ná því.
Eg setti lykilinn og ökuskírteinið í vasa minn og
laumaði veskinu á bak við runna. Það væri öruggara
að bíða þama hálfa klukkustund eða svo í felum, en
ég mátti engan tíma missa.
Þegar ég kom út á götima, var engan að sjá þar
á ferli.
Eg kom auga á nýlenduvöruverzlun, sem enn var
opin, bakarí, og veitingastofu- Það voru engir lögreglu-
bílar sjáanlegir. Eg laumaði mér inn í veitingastof-
una, mér fannst ég nakinn í skjannabirtunni, en eng-
inn veitti mér minnstu eftirtekt.
Suzy svaraði strax og ég hringdi.
— Hvar ertu? spurði hún fljótt. Er allt í lagi með
þig?
— Enn sem komið er, svaraði ég. En ég lenti. í sma-
vandræðum. Geturðu sótt mig?
— Eg er á leiðinni. Hvar ertu eiginlega?
Eg sagði henni það.
Eg leitaði að símanúmerinu hjá Farmannafélaginu,
hringdi þangað og náði sambandi við fuiltrúa þess.
— Eg er að reyna að hafa upp á farmanni nokfcr-
um, Bullard að nafni, sagði ég. Heldurðu að þú vild-
ir ekfci at'huga skrána hjá þér og sjá, hvort hann er
efcki þar.
— Hvað heitir hann að fornafni?
— Það er nú nefnilega það, sem ég er ekki viss um,
svaraði ég. Eg er heldur ekki viss um, að hann se
meðlimur félagsins, eða hvort hann er yfirleitt á sjo
ennþá. En þetta er heljarmikill beljaki, eins og akker-
isvinda í vextinum. Hann lenti í einhverjum hasar
fyrir nokkrum árum, í einhverju verkfalli.
— Ó, þú átt við þann bölvaðan dela! Jæja, sjáðu
nú til, kimningi — hann er ekki meðlimur félagsinS
og hefur aldrei verið.
— Hefurðu nokkra hugmynd um, hvar hann er nið-
ur kominn?
— Hvers vegna langar þig til að vita það?
— Við getum sagt sem svo, að mig langi til a^
komast í samband við hann. Það er ýmislegt, sem við
eigum vantalað saman. Hvað veizt þú annars um hann •
— Hann heitir Ryan Bullard- Og fyrir utan Þa^
að vera rotta, drullusokkur, bulla, hundakroppur °S
blók, þá er þetta einhver mesti indælismaður, sem hugð
azt getur. Og, já, alveg rétt, svo hefur hann líka set-
ið inni, að mér skilst. Og hann lamdi sjómann til bana
með slagboltakylfu.
— Hvenær? spurði ég.
— Það var fyrir eitthvað fimm árum. Það var þe&'
ar bátasjómennirnir voru í verkfalli. Bullard var eitt-
hvað að fokka í þessu, og hann drap einn verkfalls-
brjótinn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morð,
en áður en réttarhöldin hófust, þá hurfu tvö aðalvitn-
in .gegn honum. Löngu seinna fundu þeir annan þeirra
héma úti á flóanum.
— Myrtan?
— Jamm, nema því aðeins hann hafi farið að baða
sig með vatnskassa úr Ford bundinn við fætuma- En
hvað um það, kviðdómendurnir komu sér ekki saman
í fyrra réttarhaldinu, og í því seinna slapp hann. En
hann hefur ekki sézt héma árum saman.
— Allt í lagi, þakka þér innilega fyrir, sagði ég.
Eg hugsaði með sjálfum mér, að við værum ©kki
síður úti að aka en áður. Hvar í ósköpunum var hægt