Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.10.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 26.10.1962, Blaðsíða 1
OKUR! Enn halda sum veit- ingahúsin áfram að okra á gestum sínum. — Ný- lega fengum við t. d. nótu frá manni, sem keypti sígarettupakka á Lídó fyrir 30 kr., þótt hann keypti hann sjálf- ur við barborðið. Annar maður sendi okkur tvær nótur — aðra frá Klúbbnum fyr- •r 2x2 asna, sem hljóð- aðS upp á 170 krónur, en hina frá Glaumbæ fyrir 2x1 asna, og var verðið fyrir þá 110 kr.! Kfltf WD. DSQJ Föstudagur 26. okt. 1962 — 43. tbl. 2. árg. — Verð kr. 5.oo. Fóstureyðingar almennar! ;;¦:¦;. :¦:¦: Léttk'ædda stúlkan heitir Valerie Peters. Um hina per- sónuna ætlum við ekki að segja neitt að sinni, en viljum "ðeins ráðleggja lesendum okkar að líta inn í Klúbbinn. "•iiiii llllllll/llll/)ll/li/l':t,,l/tllíl,,l//lf;llllffl/tlllll)l'lllfllltl/lllllll/ill.,ll/l"l"l"l"»"l"l"ll»»llllll .•íl»II»lllt«IO»HI Skepnur á flækingi Kindur og hestar skapa slysahættu í»að hefur vaMð furðu 'nanna, hversu algengt er að sjá skepnur; aðallega hesta °§ kindur, á flækingi hér í ^rginni, lítur út fyrir, að ^legt eftirlit sé með því, að s«epnur séu geymdar innan neldra girðinga eða húsa, en sliepnuhald mun vera tak- hiarkað stranglega innan "°rgarmarkanna, svo sem sJálfsagt virðist vera. I síðustu'viku varð að lóga tVeini kindum,' sem hlaupið höfðu fyrir bifreið innarlega a Mikluibrautinni. Þar voru Sex-átta kindur saman í hóp °S hlupu fyrirvaralaust inn á hála akbrautina, og varð áreksturinn 'áður en bílstjór- inn fékk nokkuð að gert. Ndkkru áður varð leigu- bifreiðarstjóri hér í bænum var við tivo hesta á Skúlagöt- unni, og nokkru seinna sást til þeinra vestur í bær. Þetta var að næturlagi, og umferð lítil, enda munu hestarnir ekki hafa átt neinn þátt í umferðarsllysi í það sinn. Um svipað leyti sá leigu- bifreiðarstjóri tvær ær með stálpuð lömb, þar sem þau höfðu lagzt tii hvíldar á hart malbikið á Suðurlandsbraut- inni. (Framh. á bls. 5) Fromdar í kæruleysi og flýti eru þær lííshættulegar — Það er deginum 1 jósara, að fóstureyðingar eru mjög al- mennar hérlendis, ekki síður en víða erlendis, þar sem þær eru bannaðar með lög- um. Víðast hvar eru þær vandamál, sem erfitt er að leysa á sómasamlegan hátt, en með þvi að þær eru bann- aðar, eru þær framdar á mið ur óheppilegan hátt og valda oft og tíðum allskonar mein- semdum og hefur jafnvel stofnað lífi margra kvenna í bráða hættu. Blaðinu hafa borizt marg- ar frásagnir af slikum fóst- ureyðingum, sem auðvitað er ákaflega erfitt að sanna, Svo langt hefur það jafn- vel gengið, að bent hefur verið á dæmi þess eí'nis, að stúlkur hefðu orðið að leita til sjúkrahúsanna sér til lækninga eftir hroðalega með ferð í sambandi við fostur- eyðingar. Hefur blaðið haft nokkrar spumir af slikum til fellum, sem rekja hefur mátt til vissra uðila. Fóstureyðingarnar eru ekld síður vandamál heldur en deyfilyfjanotkun, sem hef ur færzt í vöxt síðustu árin. Hvort tveggja verður að ger ast undir læknishendi og' gæta ítrustu varfærni. Þess vegna byrjuðu NV á að reyna að upplýsa eiturlyfja- notkun, og þess vegna hafa þau einnig minnzt á fóstur- eyðingarnar, a. m. k. tvisvar suinum áður. Nokkur nöi'u hat'a verið nefnd í þessu sambandi, en ekld gjörlegt að nefna þan að sinni. En eftír sögnum að dæma,. virðist hér vera um ábatasama iðju að ræða og viðkomandi, sem fremja verknaðinn, hagnast vel á henni. Aðeins eimi sinni hefur slíkt mál farið fyrir dóm- stólana, og allir muna hvern- ig því lyktaði. Ekk5 er ó- sennilegt að annað slíkt mál geti komið fyrir þá aftar og mumim vér þá fylgjast vel taeð. iiiiiiiii i iuiiii iiiii i iniiiii iiiiiii IIIIIIKIIIIlllllllllllllllll iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiii/iiiiiiiiiii eðalhófið er vandratað Feiknarlegur bægslagang- ur hef ur verið í ýmsum blöð- um að undanförnu út af sölu svonefndra „nautanalyfja", sem fást lyfseðlalaust í sum- um nágrannalöndum okkar og eru víðast talin hættulaus sé þeirra ekki neytt í óhófi. Það má segja, að mikið hefur gengið á. Saksóknari er komimn í spilið, og jafn- vel alþingismenniirnir eru á nálum. Meðalhófið er ávallt vand- ratað. Segja má að hægt sé að drepa sig á venjulegu of- áti, hvað þá á ofáti deyfi- lyf ja eða örvunarlyf ja. Að maður tali nú ekki um of- drykkju áfengra drykkja eða of milklum reykingum. Of mikill ihiti og of mikill kuldi drepur mann líka, og svo mætti lengi telja. Yfirleitt er fólk farið að gera gys að æsifréttunum í þessu sambandi, en þó skyldi fólk varast að gera lítið úr hættunni. Svíar eta mebro- ! bamati í tonnatali, án þess þó að taiin sé hætta á ferð- ! um. En þegar menn eru farn | ir að lif a mestmegnis á ! sveflnlyf jum og kaffi, þá er voðinn vís. Sömuleiðis ef menn taka örvun'arlyf á morgnana, til þess að geta sinnt störf um sínum og deyf i lyf á kvöldin, til þess að geta sofið. Lyfjafræðingar og læknar hafa varað við þessum æsi- fréttum, því að þær gera ilt verra og vekja jafnvel for- vitni hjá mönnum til þess að reyna þessi lyf af eigin raun. Og það er til lítils, að ætla að takmarka mjög útgáfu lyfseðla því mjög er -awðvelt að smygla þessum lyfjum inn og yrði gert í enn stærri stíl en nú, ef ekki er tekið skynsamiega á málunum. S5íV?-.^<rt ættí s?mt að vera, að lyfsölum væri gert að skyldu að afgreiða aðeins lyfseðla frá sjúkrasamlags- Iækni viðkomandi manns, ef um vafasöm lyf er að ræða. En í sambandi við hin há- vaðasömu blaðaskrif um mál þessi er það vítavert, hvað höggvið hefur verið nærri æru einstakra manna, þótt þeir liggi einungis undir grun. Má vera að við rann- sókn máisins komi í ijós, að hér sé ekki allt sem sýnist og að sekt sumra, sem nú enu sakfeldir af almennings- álitinu, sé minni en margna annarra, sem ennþá hafa komið lítið við sögu. Svona biaðamennska þætti a. m. k. ekki fín, ef óháð blöð ættu í hlut. Ætla templararnir að sel ja Bindindishöllina við Frí- kirkjuveg fyr;r 15 millj. króna til þess að geta hald ið áfram útgáfu Nútím- ans?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.