Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 5
«n, myljið smjörið saman við og hnoðið deigið. Látið bíða á köldum stað um stund. Breiðið út fremur þunnt, og mótið kök- ur. Berið egg, mulinn sykur og saxaðar möndlur ofan á. Bak- ið við meðalhita. Luxus-terta 125 g smjör, 125 g sykur, 125 g rifið súkkulaði, 125 g möndlur, 4 egg. Eggjahvíturnar eru þeyttar stífar og öllu jafnað saman við þær. Bakist í tertuformi við hægan eld. Brún sósa M bolli smjör, 2 matsk. mulinn laukur, 2 matsk. söxuð gulrót, lárviðarlauf, 4 heilir negulnaglar. 4% matsk. hveiti, 2 bollar kjöt- kraftur eða kjötsoð, salt og pipar eftir smekk. Hitið smjörið á þungri pönnu bætið við lauk, gulrótum, lár- viðarlaufi og negul. Látið malla yfir hægum hita, þangað til það er orðið brúnað. Bætið hveiti við og hrærið, unz það er vel blandað. Sjóðið og hrærið stöð- ugt í yfir hægum hita, þangað til hveitið er brúnað. Takið af hitanum. Bælið smám saman út í kjöt- krafti eða kjötsoði. Kryddið eft- ir smekk og látið aftur yfir hitann. Sjóðið, þangað til sósan er þykk og mjúk, hrærið stöð- ugt í. Síið áður en borið er fram. Borin ýmist með kjöti eða fiski. Falskur héri 250 g nautakjöt, 150 g svina kjöt, (1 egg), 1% tesk. salt, pipar,' 2 dl. mjólk, 40 g brauðmylsna, 100 g kart- öflur, 75 g reykt flesk eða hangikjöt, 3 matsk, smjör- líki, 4 dl. mjólk og kjötsoð, tómatlögur. Saxið nauta- og svínakjötið einu sinni. Blandið salti, pipar, brauðmylsnu (eða kartöflunum, sem þá eru saxaðar einu sinni) saman við og vætið með mjólk- inni. Blandið öllu vel saman, en hrærið ekki of mikið. Skerið reykta fleskið í mjóar ræmur. Leggið farsið í ofnskúffu, lagið ti! úr þvi hrygg og stingið flesk ræmunum í. Brúnið í ofni í 45 mínútur. Víiutrhamborgari 230 g hakkað kálfakjöt, 45 g soðnar kartöflur % dl. mjólk, hakkað persille. Kjötið er hakkað með kart- öflunum. Salt, pipar og persille hrærist f með mjólkinni. Kjöt- kökurnar lagaðar t. d. með stóru vatnsglasi, stráð á það raspi og . -AíMÍrt ,í, mxiiöri RgcijLt Vai-t. öflum og niðurskornum rauð- rófum. Júlíönusúpa 2 1 vatn eða kjötsoð, V± hvít kálshöfuð, 2—3 gulrætur, 3—4 kartöflur, 75 g laukur, 50 g smjörlíki. Skerið allt grænmetið og kart- öflurnar í fínar lengjur. Brún- ið grænmetið í smjörlíkinu og hellið heitu soðinu út í. Látið sjóða í 10 mín. og bragðbætið. Sætsúpa 1% 1 vatn, 60 g sagógrjón, 40 g rúsinur, 3 sveskjur á mann, 2 d! saft, 1 dl sykur, heili kanel, V sítróna í sneið- um. Fylltur hryggvöðvi af svíni m kg. svinshryggur, 100 g sveskjur, 30 g þurrkuð epli, 2 tesk salt, % tesk. pipar, 75 g svínafeiti, sjóðandi vatn, 45 g smjörlíki, 45 g hveiti, steikarsoð, sinnep, 1% matsk rauðvín, salt. Skerið vöðvana' frá, og skerið burt það mesta af fitulaginu. Sjóðið sveskjurnar og bleytið eplin. Skerið fyrir með blautu sleifarskafti. Fyllið holið með steinlausum sveskjum og eplum. Saumið fyrir endana og vefjið með garni. Stráið salti og pipar á, brúnið kjötið og sjóðið. Búið til brúna sósu. Sneiðið kjötið og berið fram með soðnum sveskjum, eplum og grænmeti. Hænsni með grænmeti 1—2 hænur, sjóðandi vatn, salt, Vi Iauk eða blaðlauk, 100 g gulrætur, 300 g gul- rófur, eða annað grænmeli svo sem blómkál grænertur o. fl. 60 g smjörlíki, 60 g hveiti, 9 dl hænsna- og grænmetissoð. % dl rjómi, söxuð steinselja. Setjið hænuna yfir i sjóðandi saltvatn og sjóðið hana, þar til kjötið er meyrt, 2—4 klst. Sjóð- ið laukinn með síðustu klst. Sjóðið ræturnar í sama vatni, er færið þær upp undir eins og þær eru soðnar. Fær- ið hænuna upp og síið soðið. Búið til ljósa soðsósu og bland- ið rjómanum saman við. Skipt- ið hænunni í bita og raðið á fat. Skerið ræturnar óg leggið þær ofan á. Hellið sósunni yfir og slráið steinselju á. Sítrónubúðmgur 2 egg, 100 g sykur, 1 % sítróna, 4 blöð matarlím, 2 dl rjómi. Eggin hrærð létt með sykrin- um. Matarlímið brætt. Safinn pressaður úr sítrónunni, bland- að saman við matarlímið. Þeytt- um rjóma blandað saman við. Sett i skál og skreytt með þeyttum rjóma. Lykillimi að auknum viðskiptimi er góð auglýsing i blaði, sem allir lesa ... mannlíf (SÉÐ FKÁ SJÓNARHÓLI KVENLÆKNIS). Þessi bók er skrifuð af Iwenlækni, sem hefir í starfi sínu kynnzt óteljandi vandamálum fólks á öllum aldri. Bókin er skemmtileg og fjörlega skrifuð, án þess að vera nokkurs staðar gróf. . . Unglingurinn, eiginkonan, eiginmaðurinn, gamla fólkið, allir geta sótt ráð við vanda í þessa ágætu bók. Hún er ekki aðeins gagnleg til þess að Iaga ágalla, heldur einnig til þess að koma í veg fyrir mistök. Bók þessi er ráðgefandi í barnauppeldi, ástalífi, einlífi, elli. Bók, sem á erindi til allra. Gefið kunn- ingjum þessa bók, eða veitið ykkur sjálfum þá ánægju, að kaupa og lesa þessa bók um jólin. Hulin fortíð Án fortíðar — án framtíðar — nafnlaus, rak bann á land á eynni, mannrekald. Þar fann hann Fíónu og föður hennar, sem áður hafði verið frægur skurðlæknir. f þeirra höndum varð hann nýr maður en fortíð sinnj hafði hann gleymt. Þegar forlögin neyddu þau til siðmenningarinnar voru þau varnarlaus gegn slægð og ástarbrellum heimsfólksins. Þetta er ástarsaga svo grípandi magnþrungin, að hún á fáa sína líka. Ein af þess- um rómantísku, en vel skrifuðu sögum, sem tekur hug lesandans, eins og um raunveruleika væri að með undirleik Jan Moravek á "jögur mis- munandi hljóðfæri. ræða, stílbundin í fallegri frásögn. ÁSRCN Símar 14219 og 10912 FÁLKINN HF. hljómplötudeild. asŒsSseaasísæcEa

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.