Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Síða 5

Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Síða 5
NY VIKUTlÐINDI 5 BAÐ ÞARF AÐ VERA MEIRA EN ÞVO LÍKAMANN. A O R Ð R I: NÆST ÞEGAR ÞER FARIÐ I BAÐ ÞÁ Reynið Badedas vítamín! BADEDAS FÆST I NÆSTU BUÐ H. A. Tulinius heildverzlun sjlisnuflqo RAFHLODURNAR í vasaljós, lugtir og transistor-viðtæki eru endingarbeztar. • • Orninn Spítalastíg 8. — Sími 14661. Sendiherraembœtti og for- setakjör — Hver fer til Washington ? GUÐMUNDIIR I TIL OSLÓ Það var í þessum dálkum, sem fyrst var minnzt á það, að Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra, mundi ætía sér að verða sendiherra í Osló strax eftir kosningamar í vor. Haraidur Guðmundsson er þegar kom- inn yfir aldurstakmörkin og átti að hætta á síðastíiðnu sumri. Honum hefur þó, þrátt fyrir ítarleg lagafyrirmæli, verið leyft að sitja i emb ættinu til kosninganna og skilja allir hvers vegna. Kratar eru hræddir við kosningaúrslitin eins og búast mátti við og ætíar Guðmundur I. Guðmunds- son ekki að láta svo gullið tækifæri sér úr greipum ganga, að ná sendi- herraembættinu i Osló, úr þvi svo vel ber i veiði að það er einmitt laust núna. Aftur á móti mundi það hafa heldur slæm áhrif í kosningabaráttunni ef Guð múrídúr færi strax til Osló. Haraldur er því látinn sitja til kosn- inganna og ef þær fara illa fer Guð- mundur til Osló. Og jafnvel þó þær fari vel getur alveg eins verið að hann fari samt, því spennan í Alþýðuflokkn- um er honum heldur óvilhöll og yngri mennimir þola illa yfirgang hans. BITLINGAR Guðmundi kom uppljóstrunin illa og lét hann Alþýðublaðið birta frétt þess efnis, að við embættinu tæki ekki stjóm málamaður heldur maður úr utanríkis- ráðuneytinu. Hann gat þess náttúrlega ekki, að sjálfur er hann í utanríkis- ráðuneytinu og meira að segja yfir- maður þess og hæg heimatökin að skipa sendiherra í Osló. Annars er ekkert við því að segja þótt Guðmundur I. verði sendiherra. Hann er hreint ekki verri en hver ann- ar. En það er bara svo gaman að því hvernig Kratarnir vinna skipulega að því að sölsa undir sig bitlinga og áhrifa stöður. Má í þvi sambandi benda á hve þeir em veikir fyrir varabanka- stjórastöðunum, sem sennilega verður skipað i strax eftir kosningamar. Fylgi Alþýðuflokksins hefur alltaf hangið saman á þessari aðstöðu, sem broddamir hafa skipað sér og sinum, en samt fer hann minnkandi. Mesta á- fallið fær hann í komandi kosningum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki efni á þvi i fyrsta sinn i langan tíma, að lána honum atkvæði- Slík lánastarfsemi gæti hæglega kostað Sjálfstæðisflokkinn þingmann til Fram- sóknar og þess vegna útilokað að hann láni nokkurt atkvæði, en í siðustu Al- þingiskosningum lánaði hann um 3000 atkvæði til Alþýðuflokksins. HVENÆR KEMUR THOR HEIM? Og úr þvi talað er um sendiherra- embætti þá er ekki úr vegi að minnast á embættið i Washington. Þar hefur Thor Thors setið frá því fyrir síðasta stríð og er nú kominn á efri ár. Ekki skal fundið að hans starfi þar, en það hlýtur að vera þjóðinni til góðs, að í svo erfiðu embætti sé skipt um menn á nokkurra ára fresti ekki sízt þar sem sá sendiherra situr venjulega þing Sam- einuðu þjóðanna og hefur því nóg á sinni könnu. Það hefur margsinnis verið bent á það hér að nauðsynlegt sé að skipta um mann vestra. Hætt er við að menn, sem svo lengi sitja á sama stað verði værukærir og leiðigjarnir á starfinu og komi ekki að eins góðu gagni fyrir bragðið. Slíkt er skiljanlegt. Þess vegna er það siður meðal ann- arra þjóða að skipta um á nokkurra ára fresti og venjulega eru sendiherr- arnir ekki hafðir lengur en 5—6 ár. Þetta hlýtur að hafa sama gildi hjá okkur sem öðrum þjóðum. GUNNAR STYRKIR AÐSTÖÐUNA Þá vaknar spumingin: Hver tekur við af Thor? Verður það Gunnar Thor- oddsen í fjögur ár eða þar til hann fer til Bessastaða. Eða verður það Her- mann Jónasson, — keyptur fyrir at- kvæði Framsóknarflokksins i næstu | forsetakosningum til stuðnings við s Thor? Þetta er mjög athyglisvert umhugs- unarefni og erfitt að spá rétt til um málalok- Eitt er víst, að Thor fer að hætta og langar til Bessastaða. Gunn- ar Thoroddsen hefur gengið með for- setann í maganum í mörg ár. Þessi togstreita getur orðið æði kappsöm þeg ar á hólminn er komið og fróðlegt að fylgjast með. Gunnar hefur markvisst unnið að því undanfarið að tryggja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins og með það fyrir augum hefur hann hallað sér að Vísis-liðinu, sem hefur komið blaðinu á réttan kjöl og gert það læsilegt og skemmtilegt. Við og við skrifar Gunn- ar í blaðið um stjómmál. En áður en kosið verður um forseta verður búið að fella krónuna tvisvar og margt eftir að ske fleira. /

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.