Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Qupperneq 7
Ní VIKUTÍÐINDI
7
um uppi, hvað hefur komið pendúlnum til að sveiflast
til baka. En eins og nú stendur þá órar mig ekki fyrir
því, hvað það gæti verið.
— Hvað heldur þú, að venjulegast hafi komið pen-
dúlnum af stað aftur? spurði Russell.
— Eg veit ekki, hvernig bezt er að koma orðum að
því, sagði Ed. Eg held, að óhætt sé að nefna það á-
byrgðartilfinningu- Hæfileikinn til að geta staðið við
orð sín. Sá hæfileiki finnst mér vera einhvem veginn
að fjara út. Og án hans, þá efast ég um, að pendúll-
inn sveiflist til baka.
— Þetta er ekki nema brot af ástæðunum, sagði
Russell. Eg held, að þessar pendúlsveiflur fyrr á tím-
um hafi verið hreyfingar með og móti kirkjunni. Brott-
hvarf eða afturhvarf til strangrar trúarsiðfræði, byggt
á umbun eða refsingu, sem einhver guðleg vera veitir.
En til þess að taka refsinguna eða umbunina alvarlega,
þá varð fólkið að trúa á guð. Og ástæðan til þess að
ég álít ekki, að pendúllinn sveifiist aftur til í þetta
skiptið, er sú, að Guð er að deyja.
— Hvað áttu við með því, að Guð sé að deyja?
spurði Ed.
— Að trúin á Guð sé að deyja. Við eigum vissulega
nóg af kirkjum og kirkjugestum, en trúin á Guð sem
liknarstarf okkar er að fjara út. Eg á ekki við guðs-
þjónustur eða tilvitnanir stjórnmálamanna og ræðu-
skörunga í ritninguna, máli sínu til stuðnings, ég á
við þessa bjargföstu, lifandi guðsskynjun. Hún er að
deyja út, og án hennar er ekkert segulmagn, sem
megnar að draga pendúlinn í fyrra far.
— En er þetta ekki hörmulegt? spurði Cora.
— Það fer eftir því, hverjiun augum maður lítur
á málið. Eg held ekki. Það er naumast nokkur ástæða
til að hafa áhyggjur út af mannsandanum, hann hverf-
ur ekki. Hann er mannlegur og þrautseigur, hann lif-
ir okkur, en einmitt þessa stimdina helgar hann sig
algjírlega öðrum efnum. Jafnhliða gömlu kirkjutrúnni
hverfur líka gamla kirkjusiðgæðið með öllum símnn
fölsku siðgæðisreglum, eins og til dæmis þeim, að öll
kynmök fyrir hjónaband séu synd, að ósvikin ást fölni
aldrei, að siðsamt, gift fólk finni aldrei fyrir hrifn-
ingu af öðrum en maka sínum og svo framvegis. Allar
þessar lygar, sem fullorðin manneskja, sem lítur skarp-
skyggnum augum á tiiveruna, gerir sér ljóst, að eru
uppspuni. Og ég held, að það sé prýðilegt að vera laus
við þær.
Ed teygði úr löngum fótunum-
— Og þegar gömlu siðareglurnar eru horfnar, og
guðshugmyndin er að deyja út, er enginn lengur á
himnum til að hafa bókhaldið, og því verður minna
athvarf fyrir manninn.
— Kannske, um eitthvert tímabil. Vegna þess — og
það stendur einmitt í réttu sambandi við það, sem þú
varst að segja — að ábyrgðartilfinningin breytir um
aðsetur. Þetta aðsetur var á himninum. Sérhver siður
var svarinn himninum og verður það áfram. En þegar
þú trúir ekki lengur á guð, þegar þú sverð eið, þá
hlýtur afleiðingin að liggja í augum uppi. Mannfólk-
ið fer að sverja sjálfu sér eiðinn. Og halda hann. Það
er þar, sem breytingin verður, ábyrgðartilfinningin
skiptir um aðsetur. Ábyrgðartilfinningin fjarlægist
himininn æ meir og flytzt yfir í manninn sjálfan- Þeg-
ar ég segi flyzt, þá á ég auðvitað við hugmyndina.
Ábyrgðartilfinningin hefur aldrei haft aðsetur sitt á
himninum, það hefur bara tekið okkur aldir að kom-
ast að raun um það.
— Sem sagt, hver manneskja eignazt sinn guð,
sagði Ed. Það lætur forvitnilega í eynnn, ef þeim
bara tekst að koma því í kring. En það efast ég um,
að þeim heppnist. Það er þar, sem gagnið af kirkj-
unni kemur. Hún skapar siðgæðisvitund hjá þvi fólki,
sem ekki tekst að skapa hana sjálft. Og ef kirkjan
hverfur! Hvað verður þá með allt betta fólk, meiri-
hlutann? Hvaðan á það að fá handleiðsluna.
— Madeline segir, að það sé aðeins um einn stað
að ræða, þar sem það finnist, hjá hvort öðru. Og ég er
sammála henni.
Hann leit í augu hennar og fann samkynjun þeirra
beggja.
— Með tímanum heppnast mannfólkinu þetta kann-
ske jafnvel, ef það bara lifir saman eins og mann-
legar verur, hélt hann áfram. Eins og prédikað er fyr-
ir því, en aldrei lifað eftir, eins og þvi sjálfu fellur
bezt, ekki með bænum, föstu og sjálfsafneitun til þess
að öðlast einhverja lífsins kórónu eftir þetta . líf. Slík
breyting krefst þess, að við endurskoðum hugmyndir
okkar um það, sem rétt sé og rangt, ekki með tilliti
til strangra lagaboða, heldur lífsins sjálfs, eins og það
er í raun og veru. Það lítur vissulega út fyrir, að sið-
leysið sé að færast í aukana, en það kemur til af þvi,
að manneskjan hefur ekki neitt fast að halda sér í
ennþá. Þú verður að sleppa handfestunni, þegar þú
lærir að ganga, annars lærir þú það aldrei. Vissulega
detturðu nokkrum sinnum. Og einmitt núna erum við
á einu slíku fallstigi.
— Þetta er að vissu leyti útskýring, sagði Ed, hvort
sem hún er sönn eða ekki. En einhverjar reglur verður
mannfólkið þó að hafa til að fara eftir.
— Það gæti anzi lengi komizt af með eina einustu
reglu: Þú skalt ekki gera meðbræðrum þínum neitt
illt, og umfram allt skalt þú ekki gera sjálfum þér
neitt iilt, eða ata auri.
Russell bandaði hendinni frá sér:
— Eg á ekki við, að þetta sé einhver skilgreining
á lifnaðarháttum mínum, en þannig myndi ég gjarnan
vilja lifa.
— Elsku karlinn minn! hugsaði Madeline. Elsku eig-
inmaðurinn minn, sem ég elska af öllu hjarta! Hvað
þú ert fallegur í daufu lampaljósinu með dökku augna-
brýnnar þínar og gráu augun. Og hvað þú ert góður.
Raunar skiptir það minnstu máli, hversu góður þú
ert, heldur hitt, hversu góður þú vilt vera; mannlega
góður, ekki sunnudagsskólagóður. Það er það, sem
mestu máli skiptir! Elsku, tryggi eiginmaðurinn minn!
— En heldur þú, að maðurinn sé sjálfmn sér næg-
ur, nú og í allri framtíð? spurði Cora. Geturðu verið
svona viss, þegar þér verður hugsað til alls umheims-
ins og alls sköpunarverksins ?
Russell svaraði:
— Það hefur ekkert að segja í þessu sambandi, að
við skulum • eiga vel skipulagðan heim. Einstein segir
íiiáyilij >ii . ■
að það se margt, sem við faum aldrei að kynnast. En
hvað sannar það? Þó að við komumst aldrei að raun
um leyndardóma stjömukerfisins, er það engin sönn-
un þess, að til sé einhver Guð, sem refsi mér fyrir að
draga eiginkonu náunga míns á tálar.
— Við skulum byrja aftur á byrjuninni, sagði Ed.
Því, sem við vorum í rauninni að ræða um. Hvernig
maður eigi að fara að því að láta hjónabandið hald-
ast?
— Það er eitt af því, sem ég nefndi að ata sig ekki
auri, svaraði Russell. Þegar mannfólkið hefur ekki
lengur neinn föður á himnum að hverfa til, hættir
þeim til að breyta í örvæntingu og fíflsku. Þá gerir
það sér ljóst, að enginn getur haldið þeim á réttum
kili nema það sjálft, og það með, að það hafi heldur
enginn annar gert.
— Er enginn farinn að þreytast? spurði Cora, og
roðnaði um leið og hún hafði sleppt orðinu. Eg átti
ekki við það, sem ég sagði, Russ, flýtti hún sér að
bæta við. En við ætlum í veiðitúr í fyrramálið og
þurfum að fara eldsnemma á fætur.
— Þama kemurðu með það, sagði Russell. Þama
sit ég og sveitist blóðinu við að vinda sálu mína, og
hún hugsar ekki inn neitt annað en fisk á meðan!
— Eg hefði bó átt að vera undir það búin, að þú
kæmist í stuð, þegar Ed bryddaði á slíku umræðu-
efni, sagði hún.
— Það var nú einmitt þess vegna, sem ég gerði það,
sagði Ed. Eg veit nefnilega, að það er ekkert sem
Russell hefur jafn mikinn áhuga fyrir og spumingin
um rétt eða rangt.
— Það stendur heima. viðurkenndi Russell. Það er'
hreinlífismaðurirm í mér.
4.
Þegar Russell kom á skrifstofuna á mánudagsmorg-
uninn, var Perry mættur á undan honum og setztur
við símann. Russeli settist i skrifborðsstól sinn og tók
að gramsa í póstinum.
Rööull
skemmta ásamt hinum
vinsæla söngvara
BARRY LEE
Borðpantanir í síma
15327.
Röðull
HÓTEL
BORG
Hádegisverðarmúsík
frá kl. 12,30.
Eftirmiðdagsmúsík
frá kl. 15,30.
Kvöldverðarmúsík og
Dansmúsik
frá kl. 20,00.
O G HLJÓMSV.
JÓNS PÁLS
Borðpantanir í síma 11440
*-■ -- - - - -»