Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Qupperneq 4
1
NY VIKUTlÐINDI
Jt~ *
SJÓARASÆLA
Kópavogsbíó.
Enda þólt sæmilcgasta mynda
úrval virðist vera hérna i borg
inni um þessar mundir, brugð-
um við okkur suóur i Kópa-
vogsbiö um helgina til aS sjú
rtujndina, sem þar er sýiul um
þessar mundir — og sjá, viS
skemmlum okkur bara sæmi-
lega.
Raunar er myndin efnislega
hreinasta vitleysa, en þaS er
mikiS um skemmtilega músik,
létla sjómaiuiasöngva, litrikt um
hverfi — og fallegar stúlkur.
Auk þess koma þarna fyrir þó
nokkur spaugileg tilvik, og allt
þetla kemur manni í gott skap
og maöur sér ekki eftir að hafa
lagt bíófcrSina á sig.
Raunar svipar þessari mynd
ósköp til dans- og söngvamynd-
. anna þýzku áður fyrri. Manni
liggur oft viS að sakna banda-
rísku myndanná í sama dúr.
Þelta blessaSa fótk, sem þarna
kcmur fram er svo ósköp eitt-
hvað kauöskt, jafnvel klunna-
legt i samanburði við hina
gömlu gó'öu skemmtikrafta, scm
nú eru löngu horfnir af tjald-
inu, Betty Grable og Dan Dail-
ey, svo að einhver séu nefnd.
En þarna er svo sem eilthvað
fyrir augað. Mara Lane hefur
veriS fengin aS láni til aS punla
upp á, og þeir Peter Neseler og
Boby Gobert sjá um gríniS.
I — b.
HROÐALEG
VITLEYSA
Hafnarbíó liefur verið að
sýna alveg liroðalega vitlausa
og lélega rayrid, sem nefnist
„Skuggi kattarins" og er um
kött, sem verður fimm mann-
eskjum að bana, auk þess sem
eigandi kattarins er drepinn í
byrjun sýningarinnar.
Framteiðslu þessa lætur eitt-
hvert kvikmyndafélag, sem
nefnist AB H.P. FILM, frá sér
fara, en hið þekkta ameríska
kvikmyndafélag Universal-Inter-
national annast dreifinguna.
Ætti það að vera vandara að
virðingu sinni en svo, að dreifa
svona fáránlegheitum yfir heims
t)yggðina.
Myndin er auglýst sem „afar
spennandi og dularfull", en
sannleikurinn er sá, að hún
nær hvergi spennu, og dular-
full er hún hreint ekki. Hún
er ekki einu sinni óhugnanleg.
Stundum, eins og þegar þjónn-
inn sekkur í dýkið, verkar hún
nánast kómiskt á áhorfandann,
svo fjarri raunveruleikanum er
hún. Það er eins og ekki sé
hægt annáð en sjá í gegnum
allt svindlið og vera sér þess
meðvitandi að þetta sé allt plat.
Ástæðulaust er að orðlengja
meira um þessa endileysu —
það var hætt að sýna myndina
þegar blaðið fór í pressu.
En það væri hins vegar á-
stæða til að vekja máls á því,
að blöðin fengju að sjá myndir
kvikmyndahúsanna á prufusýn-
ingu, svo að þau gætu bent bíó-
gestum fyrirfram á hverskonar.
myndir sem þcir eiga von á að
sjá. Þær eru hvort sem er allt-;
frKi j)pa,/ í listmálunum!
áiverkin seidust
á örstundu
Ifiipr lísf?niíEiiri vekur hrifningu
með sýningu
Um síðustu helgi opnaði
ungur listmálari, Kári Eiríks
son, málverkasýningu í Lista
mannaskálanum. Brá svo við,
eftir tómlæti það, sem al-
menningur hefur sýnt sýn-
ingum myndlistarmanna yf-
irleitt í vetur, að mikið f jöl-
menni kom í skálann, og
seldust myndir hins unga
listamanns svo til upp á ör-
stundu!
Myndlistarmenn þeir, sem
te'kið hafa sér fyr’r hendur
að hnoða saman og klessa
upp allskyns afkáraskap í
storkunarskyni við samfélag-
ið, hafa borið sig illa yfir
tómlæti almennings gagnvart
„pródúkti“ þeirra. Tclja þeir
þetta vott um hreina kreppu
í listmálum þjóðarinnar, og
verði að koma til liðs við þá
með fjárhagslegum og mór-
ölskum styrk hins op:nbera.
Hrifning almennings af
sýningu unga listmálarans,
sem nú sýnir í Listamanna-
skálanum, er glöggt vitni
þess, að því fer víðs fjarri,
að um nokkra kreppu sé að
ræða í listmálunum — svo
fremi eitthvað athyglisvert
komi fram. Málverk Kára eru
jfyrst og fremst hrífandi fög-
ur, þó óhlutlæg séu, mistur-
myndir hans sannar og glögg
ar, og bergmyndir hans eitt
það stórbrotnasta, sem sézt
hcfur á málverki.
Það eru slíkir listamenn,
sem þjóðin er stolt af að
eiga. Hinir ættu að gefa sig
að einhverju öðru, og dútla
við afkáraskap sinn útaf fyr-
Ir sig — í frístundum.
iii|!i||iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiIIIIIIIIIIIIIIIII !iiiit<|!ii:ii'jii ii «1:11 ritii'iiiliiliiininiiiiiiiiiliiiiiitiiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiililiiiiilliliili
af auglýstar með hástigs- lýs-
ingarorðum, hvernig sem þær|
eru, svo að margir láta blekkj-
ast til að sjá myndir, sem þeir
dauðsjá eftir að kaupa sig inn
á — eins og t. d. þessa.
Blaðamannafélagið myndi láta
eitthvað goít af sér leiða, ef það
tæki þetta mál að sér. Bióin hér
geta ekki skorast undan því, ef
þess er krafist, að vara sú, sem
þau hafa á boðstólum, sé met-
in af fleirum en Aðalbjörgu
Sigurðardóttur. Og þegar um
hrein vörusvik er að ræða, á
almenningur heimtingu á að fá
að vita það í tíma. — g.
LAUS STAÐÁ
Staða framkvæmdastjóra flugöryggisþjónustunnar
er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsing-
um um menntun og fyrri störf, sendist mér fyrir
15. apríl næstkomandi.
Reykjavík, 20. inarz 1963.
Fhigniálastjórinn
Agnar Kofoed-Hansen.
— EIMSKIP
(Pramh. af bla. 1)
því, að í Reykjavík eins og
í öllum stórum fiskihöfnum
erlendis, verði tekið upp fisk-
mat og fiskmarkaður. Þá
geta eigendur hraðfrystihús-
anna komið og boðið þar í
aflann. Þá kemur sjálfkrafa
jafnaðarverð á fiskinn, án
aðgerða hins opinbera. Þá
þyrfti ekki að vera um nein-
ar uppbótagreiðslur að ræða.
Þá myndaðist rétt verð á
fiskinum eftir gæðum og
fleiru.
Þetta er stórmál. Þetta er
mál, sem varðar hag heildar-
innar. Uppbótargreiðsla verð
ur aldrei til frambúðar held-
ur frjálst framtak. Samnings
verð hlýtur að verða úr sög-
unni fyrr eða seinna.
Þariia, á fiskmarkaðinn,
geta þeir komið, Einar ríki,
Ligvar Vilhjálmsson og hvað
þeir nú heita, og boðið í afl-
ann eins og þeim sýnist, þá
fer framboð og eftirspurn að
ríkja. Er það ekki einmitt
það, sem borgarstjómarmeiri
hlutinn í Reykjavík berst fyr
ir?
Og ekki geta togararnir
selt öðru vísi í öðrum lönd-
um.
Hins vegar er tilvalinn
staður fyrir farmskip á Laug
arnesi, sem næst tollvöru-
skemmunni. Sérfræðingar
telja að þar megi strax koma
UPP byggingum, sem haf-
skip geta lagzt upp að.
Þess ber einnig að gæta,
að aðflutningsieið um Vest-
urbæinn og út í Örfirisey er
þröng og erfið, einkum ef
fyrirhugað er að þar verði
bæði athafnastöð fyrir
stærsta skipafélag okkar og
fiskiflotann. Mýrargatan og
Tryggvagatan geta ekki ann-
að þeim flutningum sem þá
myndu skapazt um þessar
götirn.
. .Við viljum því eindregið
benda á þá lausn í þessum
málum, að áherzla verði Iögð
!á að gera örfirisey að at-
hafnasvæði fyrir fiskiflotann,
jafnframt þvi sem þar yrði
fiskmarkaður, en að farm-
skipum okkar verði á hinn
bóginn ætlaður staður \ið
Laugarnesið.
NÝKOMNIR
Rúmensku
karlmanna-
skórnir
Odýru og vinsælú
Svartir og brúnir
sama lága verðið
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17 - Framnesv. 2
HINIR HEIMSFRÆGU
Delta Rythm Boys
H A L D A
HLJÓMLEIKA
í Háskólabíó 1., 2., 3. og 4. apríl kl. 11.15.
Kynnir verður hinn vinsæli útvarpsþulur
JÖN MIJLI — Sala aðgöngumiða hefst í dag
í Bókaverzlun Lárusar Blöndal v/Skólavörðu-
stíg og Vesturveri og í Háskólabíó.
AÐEINS 4 HLJÓMLEIKAR
Knattspyrnudeild VÍKINGS
i