Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Side 8

Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Side 8
ÁSTARSORG lægja í honum rostann. Mun jafnvel hafa komið tii greina að Loftleiðir myndu stefna lögreglu vallarins fyrir með- ferðina á farþeganum, sem var á þeirra vegum. og afleiðingar hennar Uppistand nokkurt varð á flugvallarhótelinu í Kefla- vík nýlega, þegar íslenzkur flugfarþegi, nýkominn frá Norðurlöndum, ætlaði að borga veitingar þar með dönskum gjaldmiðli, en var tjáð, að ekki væri unnt að taka við greiðslu í öðru en bandarískum dollm’um eða íslenzkum peningum. ! Kvað svo rammt að reiði mannsins út af þessu að kveðja varð lögregluna á vettvang, og viðhafði hún víst engin vetlingatök við að Þetta féll þó allt í ljúfa löð, þegar maðurinn baðst af sökunar á framferði sínu. Kvaðst hann vera í ástar- sorg, því unnu'da sín, íslenzk, hefði sagt sér upp í Osló. Hann hefði þess vegna feng- ið sér einum of mikið neðan í því og mikið rót væri á huga sér eins og við væri að búast. STJÓRNARBLÖÐIN komu nýlega með þá frétt, og höfðu hana eftir merkuni lækni, að ef menn vildu forðast kransæðastíflu, ættu þeir að drekka viský, borða grænmeti og stunda kvennafar. Þegar kaupsýslumaður einn liér I bæhum hafði les- ið fréttina, varpaði hann öndinni léttar og varð að / orði: „Jæja, þá hef ég ekkert að óttast!“ t_______ HAGYRÐINGAR eru marg ir í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslu. Bjöm Schram á Skagaströnd var einn þeirra. Eitt sinn var hann að ræða um skáldskap hagyrð- ings nokkurs í Skagafirði og þótti hann hlldur bág- borinn. „Það er líkast því sem hann sé að skrúfa áfram hjólbörur með ferköntuðu hjóli,“ sagði hann. » ______ ALÞINGISMENN héldu ný lega veizlu mikla í Þjóð- leikhússkjallaranum og stóð hún fram undir morgun. Þegar einn þingmannanna, sem fór með þeim síðustu, var spurður, hvers vegna hann hefði verið svona lengi — hvort það hefði verið svona gaman — svar aði hann. t A TAKMÖRKUNUM Hún var ung og hýr á brá. hafði af mörgu kynni. Gat því lengi lifað á litlu fasteigninni. „Nei, blessaður vertu. En það var talað svo illa um hina þingmennina jafn- skjótt og þeir voru farnir, að ég þorði bókstaflega ekki að fara fyrr en síðast.“ ; ______ BOILLEAU harón, sent eitt sinn bjó rausnarbúi á Hvít- árvöllum í Borgarfirði — og Barónsstígur er kenndur við — lét verkafólkið sýna sér tilhlýðilega virðingu. M. a. vildi hann að vinnumenn imir tækju ofan fvrir sér. Eitt sinn sendu þeir ein- falda og framgiama vinnu- konu inn til barónsins og létu hana spyrja, hverra manna hann væri, því þeir vissu að honurn var illa við alla hnýsni. Baróninn þótt'st vita. að verið var að sprella með kerlinguna, leit góðlátlega til hennar og sagði: „Vitið þér ekki. að það er liótt að spyrja?“ ; ______ ÞAÐ otar hver sínum tota, segir máltækið, og á það vel við stórfyrirtæki eitt, sem ekki er þó í einkaeign. Bróð ir forstjórans er lögfræðing ur fyrirtækisins, sonur hans sölumaður þess, systurdótt- ir hans einkaritari og bróð- ir hans selur egg til mötu- neytis starfsmannanna. ; ______ GÍFURLEG kynbomba ku nú vera farin að vinna á skrifstofu eins ta?rsta fyr irtækis iandsins Segja fróð ir rnenn að aldret hafi sézt önnur þyílík. enda mun verkfall hjá karlmönnum fyrirtækisins þegar hún gengur þar um sali. Við höfum meira að segja heyrt, að þekktir kvennamenn borgarinnar hafi gert sér ferð þangað til þess að skoða dömuna — og fallið í stafi. ; _______ ÞAÐ er mikið talað um að skortur sé á lögregluþjón- um — og áreiðanlega ekki að ástæðulausu. En vonandi stendur þetta til bóta, þeg- ar lögregluþjónastéttinni hefur verið boðið mannsæm andi laun og viðunandi tryggingar. Á meðan þessi mannekla er í stéttinni væri hÍQs^yegf- ar athugandi fyrir íögregly- stjóra að ráða aldraða menn eða jafnvel kvenfólk til þess að annast eftirlit með stöðumælum. Það er ástæðulaust að láta unga, hrausta og þjálfaða lög- reglumenn eltast við svo vandalaust verk, þegar þeir hafa í nógu öðru að snúast. ; , I SAMBANDI við það, að nú fer bifreiðaskoðunin bráðlega að hef jast, ritjað- ist upp fyrir okkur sagan um manninn, sem kom með bifreið í skoðun í fyrra, og fann skoðunarmaðurinn eft- ir ýtarlega leit einhverja smáklikkun, sem honum fannst endilega nauðsyn á að Iaga og vildi ekki \ eita bflnum fullnaðarskoðun fyrr en lagfærð hefði ver- ið. Fannst bfleigandanum lít- ið til .um gagnrýnina, ók einn hring umhverfis Kaab- er og birtist síðan aftur — og fékk þá fullnaðarskoð- un, og það me<ra að segja með miklum hrósyrðum fyr ;r, hversn fliótt hann hefði hrugð’ð við að framkvæma viðgerðina! En við ^e'úiru svo sem söguna ekki dýrar en við keyptum hana! A F BLÖÐUM SÖGUNNAR XIV. Frœkileg bjðrgun Það var árið 1921, að flutningaskipið Hong-Moh strandaði við Lammocks-vita í Kínahafi. Um borð voni hundruð Kínverja, og var ekki annað fyrirsjá- anlegt en að þeir myndu allir farast. Brezki tundur- spillirinn Carlisle hélt sig i grenndinni við flakið, en þorði ekki að nálgast það sökum veðurofsa. Loks ákvað Evans skipstjóri að setja nokkra menn út í björgunarbát Björgunarbáturinn fór hverja férðina af annarri að flakinu, hvað eftir annað lá við, að hann molaðist á skerjunum, en jafnan sneri hann aftur, hlaðinn mannskap. Þegar þeir síðustu af áhöfninni voru komnir um borð í björgunarbátinn, veitti einhver því eftirtekt, að kaðalspotti var að vef jast utan um skrúfuna. — Eg skal kafa! hrópaði Evans. Og áður en nokkur gat aftrað honum, hafði hann stungið sér fyrir borð. Minnstu munaði, að hann klesstist milli bátsins og skipshliðarinnar, honum sortnaði fyrir augum, en engu að síður heppnaðist honum að losa kaðalinn úr skrúfunni. Nær dauða en lífi var hann dreginn um borð. — Okkur heppnaðist það! hvislaði hann lágt, þeg- ar björgunarbáturinn hélt af stað í áttina til tundur- spillisins. HUSVlKINGAR eru búnir að missa borinn sem und- anfarið hefur verið keyrður þar nyrðra í leit að heitu vatni. Komst hann niður i talsverðan hita, en aldrei vatn. — Svo hefur Egill Jónasson kveðið: Nú er von um sigur að sjatna, sinnisþungi leggst yfir skatna, Hér vill ekkert breytast til batna Borinn farinn án þess að vatna. ; ______ OG SVO var það bflasalinn, sem sagði alla galla á skr jóðnum ... Yfirborgar Sveinn 1 Héðni, framkvæmdanefndarmaður í Vinnuveitendasambandinu, nokkum af smiðum sínum?

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.