Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTlÐINDI Rakarastofa Sig. ðlafssonar endurnýjuð Páll Sigurðsson, einkaeig- andi Rakarastofu Sigurðar Ólafssonar í Eimskipafélags- húsinu í Reykjavík, bauð ný- lega blaðamönnum að skoða breytingar þær, sem gerðar hafa verið á stofunni. Rakarastofan var stofn- sett árið 1907 af Sigurði Ól- afssyni (föður Páls) og Kjartani heitnum Ólafssyni. Var hún lengst af í Hafnar- stræti, en hefur verið stað- sett í sama húsi og Eimskipa félagið frá því að það var byggt. Rakarastofan hefur löng- um verið einhver sú vinsæl- asta í borginni og rekstur hennar verið tii fyrirmynd- ar. Sigurður átti hana einn frá því 1919 þar til 1943, að Páll gerðist meðeigandi hans. Einkaeigandi varð Páll fyrir fjórum árum, en þá hafði faðir hans hætt störfum nokkrum árum áður (1955), þá sjötugur að aldri. Nú hefur innréttingu og húsgögnum stofunnar verið breytt í samræmi við kröfur tímans, og þar vinna nú að staðaldri fimm menn. Landskeppnin — (Framh. af bls. 1) við bræðraþjóðina eftir svo glæsilegan frægðarferil. Afturförin er svo geigvæn leg, að áhorfendur voru jafn vel á nálum með að sumir keppendanna kæmust ekki í mark. 1 mörgum greinum voru hreinir skussar, sem ekkert erindi eiga í lands- keppni, og bæði raunalegt og jafnvel hlægilegt að sjá þá í íþróttakeppni. Á sjálfum leikvanginum gengu svo forystumennirnir mn með helgislepjusvip og mátti þó greinilega sjá von- leysis- og auðnuleysissvipinn á andlitum þeirra. Enginn er þó að ætlast til þess að við vinnum Dani allt af, en það er í sannleika hart að horfa upp á þessi úrslit eftir að búið var að æfa upp keppendur á heimsmæli- kvarða, sem ljómi stafaði af hvert sem þeir fóru. Dönum hefur svo sem ekki farið neitt fram að ráði. Við erum bara svona miklu lé- legri en þeir. Og ástæðan er augljós. Efniviðurinn er fyrir hendi. Það er aðeins forystan, sem hefur hrapalega brugðizt hlutverki sínu og reynir af fremsta megni að standa i illdeilum innbyrðis, jafnvel við sjálfa íþróttamennina; svertir þá og reynir að troða niður af þeim skóinn við mörg tækifæri. Þetta, eins og margt ann- að, þarf að breytast, og nú ætti að vera búið að fylla mælinn svo, að íþróttamenn- irnir sjálfir fari að rumska og bæta sjálfir um. Það þol- ir enga bið. Dragbítana verður að losna við og f jölga vitsmima mönnum með gott hjartalag, sem vilja vel og starfa með heill þjóðarinnar að mark- miði. ROYAL T - 700 Árs ábyrgð á allri bifreiðinni. X- Ódýr >f Sparneytinn Xr Hár á vegi * Verð aðeins kr. 114.000,00. * Varahlutir fyrirliggjandi. K R 6 IVI & Stál Bolholti 6 — Sími 11381. BIFREIÐAEICENDUR í Reykjavík — Kópavogi — Hafnarfirði. Hef opnað bílamálun í Silfurtúni. — Komið og látið okkur sprauta bifreiðina. Vanir menn vinna verkin. Bilamálun Hafsteins Jónssonar Simi 51475 Heimasímar: 23967 Hafsteinn Jónsson. 33313 Halldór Hafsteins. Ódýrir Karimannaskór FRÁ PÓLLANDI Seljxun á morgun og næstu daga. K arlmannaskó gataða með gúmsóla. Mjög vandaðar gerðir. Verð aðeins kr: 265. — og 269.— Karlmannasandalar með svampinnleggi í sóla. — Verð aðeins kr.: 187.— Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Seljum Ofaníburð og fyllingarefni frá Fífuhvammi í Kópavogi Vegalengd frá Reykjavík 3—7 km. Opið frá kl. 7,20—18,30 alla virka daga nema laugardaga og á öðrum tíma eftir samkomulagi. VÉLTÆKIMI HF. Sími 38008.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.