Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNUÞANKAR í 1. deild mjög fvísýn Skipun landsliðsins — Skrilslæti á leikjum úti á landi tJrslitin í 1. deild hafa aldrei verið tvísýnni en ein- mitt nú; rúmum helmingi leikjanna er lokið. Má segja, að fimm félögin hafi svo til jafna möguleika til að hreppa hinn fagra og eftirsóknarverða bikar ásamt heitinu Bezta knattspymufélag fslands. Aðeins eitt má heita fallið úr baráttunni um bikarinn — og þó geta furðulegustu hlutir gerzt í sambandi við það eins og annað í þessari duttlungafullu viðureign. MÓTIÐ HÁLFNAÐ Leikir þeir, sem lokið er í mótinu, hafa margir farið svo furðulega, að enn er ekki nokkur leið að segja til um, hver hreppi að lokum hinn fagra bikar. Áhugi manna fyrir mótinu er líka með mesta móti, enda þótt efcki verði sagt, að knattspyrnu- mennirnir okkar hafi alltaf orðið áhorfendum til ánægju með glæsilegri knattspyrnu, eins og sum liðanna virðast þó éiga til í fórum sínum, en því miður grípa alltof sjald- an til. Þá verður heldur naumast sagt, að af opinberri hálfu hafi verið stuðlað að áhuga almennings. Á getraununum hefur ekkert bólað, og að- eins smáspor stigið í rétta átt — í tveim dagblaðanna — að minnast svolítið á leiki fyrirfram. Þetta eru sömu aðilar og útbásúnuðu hvað mest landsleikinn í frjálsum íþróttum við Dani, íþróttafor ústa, sem aðeins er landinu til skammar og ætti að hafa vit á að snúa sér að öðrum verkefnum. EINSTÖK K NATTSP Y RNIJLIR. Upp á síðkastið hafa Akur eyringamir einna helzt kom- ið á óvart með prýðilegri frammistöðu, enda voru „ÓKROSSAÐUR" hefur sent okkur bréf um orður og krossa. Vill hann vita hversu orðuskattur er hár, og hvort skatturinn sé hækkandi í samræmi við stig orðunnar! Aðalefni bréfsins er þó það, hvort hugsanlegt sé að nauðungaruppboð verði haldið á orðtmni, ef slíkur skattur sé ekki greiddur! Hann hefur nefnilega litla von með að krækja sér i medalíu nema honum takizt iiý— Er það satt, að Friðjón Skarphéðinsson eigi að verða ráðherra fyrir AI- þýðflokkinn í stað Guð- mundar 1. Guðmundssonar? að fá hana fyrir lítið verð á uppboði. EIGINKONAN lá vakandi í rúminu og beið — og var I alveg voðalegu skapi, þeg- ar eiginmaðurinn kom heim klukkan 4 um nóttina, rak- ur vel. „Hvar hefurðu verið?“ spurði hún. „Hjá sjúkum vini,“ svar- aði hann. „Æ, gamla sagan ennþá einu sinni. Og hvað heitir svo þessi vinur þinn, ef ég má spyrja?“ Hann þagði andartak, svo birti yfir svip hans, og hann sagði sigri hrósandi: „Hann var svo veikur að hann gat ekki sagt nafnið sitt.“ ÞEGAR Islendingar báru höfuð og herðar yfir Dani í milliríkjakeppni í íþróttum fyrir nokkrum ámm, gátu dönsku blöðin um það fyr- irsagnalaust í tveimur smá- letruðum línum á íþrótta- fyrstu leikir þeirra svo slak- ir að við lá að aðdáendur þeirra misstu móðinn. En jafnteflisleikir þeirra syðra við sterkustu Reykjavíkur- liðin, KR og Val, og sigur þeirra yfir Val nyrðra, virð- ist gefa til kynna, að ekki verði mörg stig sótt í greip- ar þeirra norður, en allir leikir þeirra, sem eftir eru í mótinu, verða leiknir nyrðra. Þeir eru nú með fimm stig; hreppi þeir öll stigin nyrðra, verða þeir með þrettán — og það þarf ekki meira til að vinna mótið! KR-INGAR náðu ekki nema jafntefli við norðan- menn, og hafa imnið naum- an sigur yfir Keflvíkingum í tveim leikjum. Það má vera, að þeir verði sigur- sælli gagnvart hinum Reykja víkurliðunum og Skagamönn um — jafnvel, að þeir sæki stig norður, en sannast að segja er.það ekki sennilegt. Til þess er KR-liðið hvergi nærri nógu sterkt núna. VALUR á nú á að skipa ungum og harðskeyttum (Framh. á bls. 4) síðum sínum. Þeir skömm- uðust sín. Við slárnn þvi hiná veg- ar upp í okkar blöðiun, að við höfum eklri lengur roð við Baununum. Kunnum við kannske ekki að skammast okkar ? ! TVÆR tíu ára gamlar kunn ingjakonur okkar fóru að horfa á landskeppnina við Dani og voru óðamála, er heim kom, yfir því hve illa Iandarnir stóðu sig...... .. En mesta sportið fannst þeim að þær skyldu geta svindlað sig inn á völlinn. „Og þó var bæði gaddavír og smumingsolía sett á girðinguna,“ sögðu þær hróðugar. ! FYRIRHUGAÐ er að gera kvikmynd af ævi ensku gleðikonunnar Christine Keeler, sem nú er að gera allt vitlaust í enska stjóm- málaheiminum. Hún á sjálf að leika aðalhlutverkið og myndina á að taka í Dan- mörku. Einnig stendur til að taka sjónvarpsmynd um enska unglinga hér á landi og á að sýna skólanemendur í fríi. Ekki hefur verið látið uppskátt um á hvaða stöð- Hitt og þetta úr heimspressunni Ríkisstjórinn í New York, margmilljónamiraringur- inn Nelson Rockefeller, er nú kvæntur Margaretta Fitler Murphy, sem nýlega skildi við mann sinn, þekkt an lækni. Rockefeller er 54 ára, en hún 36 ára. Þegar Rockefeller skildi við konu sína árið 1961, eftir 31 árs hjónaband, álitu margir að það myndi skaða framtíð hans sem stjórnmálamanns, en sú spá hefur ekki reynzt rétt. Vinsældir hans eru engu minni en áður, og talið er öruggt að hann verði for- setaefni republikana við næstu kosningar. Frú Murphy var hægri hönd Rockefellers við rík- isstjórakosningamar í New York 1959, og hún mim áreiðanlega ekki láta sitt eftir liggja svo að hann nái ennþá hærra takmarki árið 1964 — sem sé for- setakosningunum í Bandaríkjunum. Fréttaritari frá hinu áreiðanlega tímariti Time, hef ur nýlega skrifað fréttagrein um starfsemi léttúðar- drósa í Evrópu. Hann telur hana sízt fara minnk- andi, og að eftirspurn aukist sífellt á gleðikonum, þrátt fyrir ýmsar vamarráðstafanir liins opinbera gegn starfseminni. Síðasta tízka hjá þessum stúlkum segir hann vera að stunda karlmannaveiðar í einkabílum á götunum; þær blikki með bflliósunum eða gefi svolítið merki með flautunni. — I Kaupmannahöfn fullyrðir hann að séu stúlkur í „station“-bflum eða yfirbyggðum vömbflum, úthúnum með rekkju! Sean, sonur Errol Flynns, hefur leikið í tveimur kvikmyndum, en ekki fengið hlutverk, sem hafa ver- ið heppileg fyrir hann. Þess vegna er nú aftur orð/j hljótt um nafn hans. — Þeir sem þekkja hann fullyrða þói áð hann búi yfir óriíræðum hæfileikum og telja vafalaust að hann verið fyrr eða síðar vinsæll kvik- myndaleikari. Skilnaðarmál frægra manna em ákfalega vinsælt uniræðuefni í Englandi. Eitt hið nýjasta er mál jarls- ins af Shrewsbury og konu hans. Árið 1959 sóttu þau bæði um skilnað, en þótt sann- að þætti að þau væm bæði sek um hjúskaparbrot — hún með ritara jarlsins, en hann með Ninu Martlock — neitaði dómarinn þeim um skilnað. — Þau væm bæði jafn sek! En nú hefur þeim verið veitt leyfi til að skilja, eft- ir að jarlinn hefur játað á sig tvö hjúskaparbrot og nefnt stað og stund. Hann segir að Nina hafi verið ástmey sín frá því árið 1941. Jariinn og kona hans eiga 6 böm saman og hafa verið gift frá því árið 1936. um myndin verður helzt tekin, en gizkað hefur verið á Þórskaffi og Þjórsárdal. ! ferð, enda gengur Haukur nú undir nafninu „síldar- kóngurinn“. Eggerti á Sigurpáli kvað ekki standa alveg á sama. SJÓSTANGAVEIÐI cr orð in vinsæl íþróttagretn, og f jölgar stöðugt þátttakend- um í henni. Frá Reykjavík fer bátur flesta daga vik- unnar með frá 5 og upp í sjö menn og konur hverju sinni og á nýafstöðnu móti í Keflavík voru um 50 þátt takendur. Ótrúlegustu tegundir fiska eru dregnir og er frægt frá Vestmam^eyja- mótinu er Haukur Clausen, tannlæknir, dró 167 síldar, sem mun óþekkt fyrirbæri með fyrrgreindri veiðiað- SVO mikil stybba er í borg- unum, ekki sízt frá vélknún- iim farartækjum, að ef logn og hiti eru í hálfan mánuð, ehis og verið hefur í aust- urhéruðum Bandaríkjanna, óttast menn að banvænt eit urloft leggist yfir sumar stórborgimar þar. Það er munur að hafa kulið eins og við. Sennilega er óvíða æskilegri veðrátta, en hér á landi — það er aldrei of kalt og aldrei of hlýtt, allt árið um kring.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.