Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Blaðsíða 1
RjST? wo osqj Föstudagur 5. júlí 1963 — 27. tbl. 3. árg. — Verð kr. 5.oo. S T Y R K I Ð lilutlaust og óháð blað, sem þorir að segja ómengaðan sannleikann. Auglýsið í Nýjum Vikutíðindum. Kaupið Ný Vikutíðindi. Landskeppnin við Dani: Iþróttaíorystan ber skömmina Omurleg frammistaða íslenzkra frjálsíþrótfamanna Landskeppnin í frjáls- íþróttum við Dani er ágætur mælikvarði á þá niðurlæg- ingu, er forystumenn þessar- ar íþróttagreinar hafa mark- visst unnið að og komið henni í, með fádæma skamm- sýni, ofstæki, sjálfbyrgings- hætti, ódugnaði og ábyrgðar Ieysi á undanfömum áratug. Sjaidan eða aldrei hefur á- rangursleysi íþróttamanna okkar valdið meiri vonbrigð um og orðið þjóðinni meira til skammar, en þessi keppni á Laugardalsvellinum um daginn. Eftir óslitna sigurgöngu í landskeppni við Dani, mörg- uim sinnum, er árangurinn ekki betri en það, að 58 stig skilja á milli, sem er engan veginn samboðin andstaða (Framh. á bls. 5) Er þjónustuleysi í Astrasalnum! Hávœr orðrómur í þá átt Við höfum orðið varir við vaxandi orðróm um slæma þjónustu í glersalnum á þaki Bændahallarinnar. Þetta er sá staður, sem flestir útlend- ingar, sem hingað koma, heimsækja, ýmist einir eða í boði innlendra vina. Til dæmis bjóða kaupsýslumenn erlendum viðskiptavinum sín um eða fulltrúum þeirra gjarnan tíl snæðings á þess- um stað, ekki sízt vegna þess að þeir búast við fyrsta flokks mat og þjónustu, en jafnvel fyrst og fremst vegna þess að þarna er að fá glæsilega útsýn yfir hluta af Reykjavík. En í báðum tilfellum hef- ur ýmislegt orðið til þess að varpa skugga á heimsókn- ina. Ósjaldan hefur þjónust- an brugðizt, verið seinleg og lítt lipur, maturinn ekki af bezta tagi og loks er glugg- unum ekki haldið nægilega hreinum. Sumir ganga jafn- vel svo langt að halda því fram, að óhreinindin séu ekki aðeins að utan. Þegar staðurinn, var opn- aður, hafði ekkert verið spar að til þess að gera hann sem glæsilegastan. Hann hefur auk þess boðið upp á fjöl- Cula hœttan Viðsjár eru nú milli rússneskra kommúnista og kín- verskra — meiri en góðu hófi gegnir. Vilja Kínverjar — sem eru nálega f jórðungur mannkynsins — ekki láta Rússa lengur líta á sig sem Iitla bróður. Þeir eru líka að sprengja utan af sér landamærin og vantar meira Iandrými. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn sjá að hverju stefnir. Þeir óttast hvað verða mim um þennan ara- grúa gulu mannanna, þegar þeir hafa fengið fullkom- in vopn í hendur. Það skyldi þó aldrei vera að ferðalag Kennedys til Evrópu stæði í sambandi við þetta vandamál? Já, hver veit nema þeir Kennedy og Krutseff eigi eftir að taka höndum saman gegn gulu hættunni? breytta rétti, og margir hafa þá sögu að segja, að þarna sé flest eða allt óaðfinnan- legt. En neikvæðari orðróm- urinn verður æ háværari og sjálfsagt að aflaga hlutum verði kippt í lag hið snar- asta. — Þjónunum mætti benda á, að þeir eiga sjálfir talsverða sök á hinni lélegu þjónustu. //' Þjóðernissinnar" farnir að gefa út hlað Blaðinu hefur borizt Mjölnir, fréttabréf þjóðemis- sinna á Islandi, 1. tbl. 1. árg. Ábyrgðarmaður er J. Hólm. Er það f jórar blaðsíður, f jölritað, í stóru broti. I ávarpsorðum segir, að ætlunin sé að gefa blaðið út mánaðarlega. Þar segir ennfremur: „Þrátt fyrir hve lítið hefur borið á starfsemi flokks- ins undanfarið hafa margir nýir meðlimir bætzt í hóp- inn. Flestir era þetta ungir menn með heilbrigða dómgreind, sem hinum óþjóðlegu stjórnmálaflokkiun hefur ekki tekizt að rugla, ungir menn í leit að nýrrj hugsjón, nýju leiðarljósi, sem þeir munu fylgja til hins endanlega SIGURS. ..Sú stund fer að nálgast, að flokknum verður skipt niður í flokksdeildir. Þeir meðlimir, sem hafa yfir einhverjum hentugum fundarstað að ráða, láti flokksstjóraina vita af því sem allra fyrst ... “ Meðal annars efnis í blaðinu má nefna áskorun til allra um að kaupa Suður-Afrikanskar appelsínur! "w . •••«•....'•. ........................................................... , . ............... — . ... . ■: d Frammarar og Akureyringar eigast við — Sjá knattspymugrein á bls. 8.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.