Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.10.1963, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 11.10.1963, Blaðsíða 1
MWD □$ 0J Föstudagur 11. okt. 1963 — 41. tbl. 3. árg. — Verð kr. 5.oo. Ir þsfð rétt, nð íslenzka krónan hafi fallið um 30% á síðustu tveimur árum? Ríkisbankarnir verði rannsakaðir Orðrómur á kreiki um óeðlilega útlánastarfsemi án vit- undar bankaráðanna Fátt er meira talað um þessa dagana en allskonar mis- ferli í fjármálum, og hefur athygli manna ekki hvað sízt bednzt að ríkisbönkumun. Virðist sem útlánastarfsemi þeirra og kaup á verðbré'fum sé alls ekki háð eftirliti né umsögn bankaráðanna, sem þó eru beinlínis kjörin til þess að stjóma þessari starfsemi, heldur eru bankastjórarnir nær einráðir um alla starfsemi bankanna. Ekki þarf að taka það fram, að þessir bankar era eign þjóðarinnar, og hún á skilyrðislausan rétt til þess að fá fulla vitneskju um, hvemig fé bankanna er lánað út og hvort sá orðrómur, sem gengur nú fjöllunum hærra, er sannur, að tugmilljónir króna ef ekki hundruðir milljóna séu í vafasömum útlámun hjá jafnvel nokkrum einstakl- ingum. Sé það rétt, að sjálf banka j hugmynd um útlánastarf- ráðin hafi litla sem enga! semina, verður Alþing, sem kýs bankaráðin, að krefja þau svars og fá sundurliðun imi það í höfuðdráttum, hve margir viðskiptamenn bank- anna hafa yfirdrátt eða föst lán í stofnunum sem nema meira en t. d. einni milljón króna. Meðan smáfyrirtækj- um er neitað um kaup á vöruvíxlum, sem nema smá- upphæðum, ættu bankamir að sýna þeim sömu sóma með því að hreinsa sig af þessum áburði. Nú hefur til dæmis kom- izt í hámæli, að útibússtjóri eins ríkisbankans fyrir aust an, Halldór Ásgrímsson, Framhald á 3 siðu Blettur á borginni. Ennþá stendur þessi álma af „pólunum“ gömlu. Hún stendur skammt frá einni af flugbrautum Rvík- urflugvallarins, og maður varð rar við það, þegar Lyndon Johnson varaforseti Bandaríkjanna kom hingað, að þá var eins og borgaryfirvöldin tækju kipp og skömmuðust sín fyrir þessa mannabústaði. Það var ekki minnst á Selbúðimar eða Kamp Knox — þau íbúðarhverfi voru víst ekki í eins áber- andi nálægð og pólamir. En það þýðir lítið að snurfusa í kringum þá staði, sem bera helzt fyrir augu þjóðhöfðingja, þegar þá ber að garði. Það er eins og að maður með hvítt hálstau sé í skítugum nærfötum. Við eigum að vera menn til að byggja mannsæm- andi íbúðir yfir fátæka fólkið. Það er kvalræði fyrir fólk að búa í svona bústöðum — og það er kvalræði fyrir borgarana að rita til þess að samborgarar þeirra skuli þurfa að gera sér að góðu að búa í þeim. I „Tjekkóslóvakía ✓ / Keðjutjekkamál gestgjafans á Glaumbæ hefur ver- ið mikið umræðuefni borgarbúa að undanförau. Skil- ur fólk yfirleitt ekkert í því, hvað komið hefur yfir manninn, að gera svona vitleysu. En sannleikurinn mun samt vera sá, að hann hef- ur dregið fé úr rekstri veitingahússins til þess að kaupa stóran hlut í skipafélagi — og í því liggur vitleysan. Hann hefur gert ráð fyrir að aðsóknin ! danssalinn yrði meiri en raun varð á í sumar, og jafnframt treyst því að úr myndi rætast í haust og vetur, og að þá myndi hann geta bjargað sér út úr öngþveitinu, sem hann hafði skapað sér í bönk- unum. — En svo komst aðalféhirðir Landsbankans í málið, og um leið komst þessi hringavitleysa upp, sem mörgum mun hafa liðist hiá bönkumim um Iengri eða skemmri tíma, þótt ekki sé vitað um svo stórar ávísanir út á gerviinnlegg sem í þessu tilfelli, enda opinbert leyndarmál að bankastarfsmenn hafa haft rökstuddan grun um að ekki var allt með felldu. Það þarf sem sé enginn að segja manni annað, en að tékkamir hafi gengið smáhækkandi á milli bank- anna í langan tíma og að grunur hafi verið valdnn nm verðleysi þeirra hiá illa launuðum gjaldkerum, eða fleirum, sem verið hafa góðir kunningjar gest- gjafans. En svo við snúum okkur aftur að Glaumbæ, Ká- etunni og Næturklúbbnum, sem almenningur er allt- af í vandræðum að vita hvað er hvað, þá er nú svo komið, að allir salirair ganga undir einu og sama nafni, eftir að tékkamálið komst í blöðin — sem sé Tékkóslóvakía. Í ^_________________________________> Veldur Iðnskólastjóri öllum embættum sínum ? Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans, er samvizkusam ur og trúverðugur maður. En það er eins með hann og aðra mennska menn, að ef þeir hafa of mörg jám í eld- inum, vill eitthvað verða út- undan af því, sem sinna þarf — og þá jafnan það sem ekki er arðvænlegast fyrir viðkomandi mann þá stundina. Nú er Sandholt skólastjóri eins fjölmennasta skóla landsins, sem hefur 14— 1500 nemendur. Þetta er vel- launað starf, sem mikil á- byrgð fylgir. Manni finnst að það sé ærið starf fyrii einn mann, og að ekki væri ástæða fyrir hann að taka að sér mörg aukastörf. Samt er Sandholt í borg- arstjóm Reykjavíkur (með illa fengnum atkvæðum (?), auk þess sem borgarstjóm hefur kosið hann í fjölmarg- ar nefndir. Þar að auki hef- ur hann sem arkitekt tekið að sér að teikna hina miklu viðbót við Iðnskólann. Auk þess er hann í yfirstjóm skátahreyfingarinnar o. s. frv. Við höfum ástæðu til að (Framh. á bls. 3),

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.