Ný vikutíðindi - 11.10.1963, Page 7
Ní VIKUTlÐINDI
7
Johnny einblíndi á mig með opinn munn, og ég
vissi að hann var svo vanur að hafa mig fyrir aug-
unum að hann tók ekki eftir því þótt pilsið mitt fyki
upp fyrir mjaðmir í rokhviðunum. „Hvað er að?“
spurði ég.
„Við skulum setjast/1 tautaði hann, svo að við sett-
umst í grasið og ég reyndi að tosa pilsið niður í nokk-
ur skipti, en vindurinn var alltof ofsafenginn, og ég
lét mig það þá engu skipta.
Johnny lét andlitið hvíla á höndum sér og starði
út á sjóinn. „Brúðukallinn Limbó,“ sagði hann í ann-
arlegum róm. ,,Sálsýkislæknirinn og rauðhærða eigin-
konan hans. Lögmaður, sem er kunnugur svarta galdr-
inum . . kerti, grímur og nakið lík í hlekkjum niðri
! kjallara." Hann leit æstur á svip til mín. „Eg myndi
ekki trúa þessu eitt andartak, nema af einni ástæðu.“
„Hverri?“ spurði ég.
„Þeirri, að þú segir mér söguna,“ sagði hann. „Þú
hefðir aldrei getað uppdiktað hana; til þess vantar
þig hugmyndaflug, Mavis. Hugmyndir þínar ná ekki
hærra en á hæð við hæstu karlmenn, sem hafa rödd
eins og Gregory Peck. En hvað um það. Hvað heldur
Frome fulltrúi um þetta?“
„Eg veit það ekki,“ sagði ég „Hann sagði mér það
ekki“
„Skiljanlega,“ sagði Johnny. „Þú varst ekki annað
en einn kynlegur kvistur í viðbót — í hans augum.“
„Ef þú ert að draga mig hingað út til þess eins
að glápa á fótleggina á mér og móðga mig, Johnny
Rio,“ sagði ég, „þá er ég ... “
„Eg er ekki að móðga þig,“ sagði Johnny sefandi.
„Eg er heldur ekki að glápa á fótleggina á þér — það
get ég næstum alltaf gert og þarf ekki að koma hing-
að til að skapa mér* tilefni til þess.“ Hann leit aftur
á leggina á mér, þegar vindhviða feykti pilsinu upp,
og það birti svolítið yfir svipnum. „Þá man ég það,“
sagði hann, „að það er orðið langt síðan ég hef séð
svartar blúndur.“
Eg tosaði pilsið niður í flýti og hélt um það. „Þú
hefur ekki svarað mér,“ sagði ég. „Eg vil fá að
vita . .. “
„Allt í lagi,“ sagði hann. „Við skulum byrja á byrj-
uninni ... Það stóð til að Don erfði stóra fjárhæð,
hafði misst tvær eiginkonur og þurfti að eiga þriðju
eiginkonuna á lífi og hafa hana hér á staðnum í tvo
daga ennþá, ef hann átti að fá arfinn — ekki rétt?“
„Þú ferð of fljótt yfir sögu,“ sagði ég. „En ég held
þetta sé rétt.“
(Framh. í næsta blaði)
1
SKEMMTIÐ YKKUR
I HJARTA BORGARINNAR,
HLJÓMSVEIT
HAUKS MORTHENS
BORÐPANTANIR í SÍMA 11777
GLAUMBÆR
Haustsýning
(Framh. aí bls. 8)
Þau Eva Cederström frá
Finnlandi og Boye Givskov
frá Danmörku sýna málverk
þarna. Finnst mér litir Givs-
kovs ekki nógu fallegir, en
myndir Cederströms hafa
talsverðan sjarma. — Fyrir-
hugað er að hafa gagn-
kvæm listaverkaskipti milli
sýningaraðila á Norðurlandi
og rjúfa þannig einangrun
íslenzkrar myndlistar út á
við og auðga íslenzkt menn-
ingarlíf inn á við, eins og
segir í sýningarskránni.
Þegar ég var þarna á ferð
höfðu fjögur málverk selzt
og þótti víst gott, því ekki
var áhuginn eða aðsókniii
neitt gífurlegur hjá Reyk-
víkingum. Við viljum þó
hvetja fólk til að sjá sýn-
inguna, því þarna eru at-
hyglisverðar myndir innan
um. — g.
L ár é 11 :
1. tilvalinn, 5. líkama, 10.
gleðjum, 11. vein, 12. vinna,
14. mælitæki, 15. kvæðis, 17.
fomfáleg, 19. fæði, 20. anz,
23. innar, 24. vangi, 26. ill-
kvittin, 27. síðnótt, 28. sál-
ir, 30. flokkur, 31. fullorðn-
ustu, 32. álfa, 34. knatt-
spymufél., 35. óðu, 36. sam-
gróningurinn, 38. strák
(gælunafn), 40. vælið, ■ 42",”'
sællega, 44. fara, 46. fönn,
48. kjáni, 49. kæra, 51. söfn-
un, 52. þel, 53. leiðsla, 55.
blása, 56. óvera, 58. ó-
hreinka, 59. þrýstir, 61.
hinn, 63. merki, 64. Iíkams-
hlutar, 65. framkvæmdi.
L ó ð r é 11 :
1. húsgagnið, 2. matur, 3.
tré, 4. forsetning, 6. samst.,
7. dýr (ú—u), 8. hjón, 9.
prentvillusmiður, 10. elds-
neytið, 11. mestir, 13.
streymt, 14. vaktin, 15. pör-
ótt, 16. fiskimið, 18. treg,
21 tölröð, 22. útt., 25. kropp-
aði, 27. Iieilbrigður, 29. tusk-
una, 31. asar, 33. skel, 34.
orlof, 37 storknaði, 39 skart-
klæðast, 41. sé'st aðeins, 43.
bátur, 44. úrgangur, 45.
túna, 47. óklippt, 49. tíma-
bil, 5Ö. fyrstir, 53. klafar,
54. boðar, 57. rösk, 60. suð,
62. guð, 63. drykkur.
LAUSN-
á síðustu krossgátu
LÁRÉTT: 1. skálm, 5.
kæran, 10. bauta, 11. rauna,
13. ár, 14. lakk, 16. máuk,
17. Im, 19. fas, 21. hve, 22.
aska, 23. fress, 26. hver, 27.
sko, 28. hattana, 30. aga, 31.
panna, 32. ranar, 33. IG. 34.
ra, 36. legió, 38. baðar, 41.
aka, 43. angraði, 45. mkk,
47. rest, 48. nesti, 49. rukk,
50. fit, 53. frá, 54. U, 55.
hást, 57. aska, 60. it, 61.
aurga, 63. kalið, 65, ísnætti,
66. forin.
LÓÐRÉTT: 1. SA, 2. kul, 3.
átak, 4. lak, 6. æra, 7. raun,
8. auk 9. NN, 10. brask, 12.
alveg, 13. áfast, 15. korta,
16. masar, 18. merar, 20.
skop, 21. hvar, 23. fanginn,
24. et, 25. snaraði, 28. hníga,
29. anaði, 35. karfi, 36. last,
37. ógert, 38. batna, 39.
rauf, 40. síkát, 42. keila, 44.
rs, 46. skrið, 51. lágt, 52.
skar, 55. hræ. 54. sat, 58.
sko, 59. ali, 62. um, 64. in.
Tízkubókin
Bókaútgáfan Valur hefur
gefið út leiðbeiningabók fyr
ir konur, eldri og yngri, sem
nefnist Tízkubókin, og er
hin þarfasta handbók nú-
tíma konu. Mxm henni verða
dreift í bókabúðir nú inn
helgina.
Við höfum. kynnt okkur
bókina nokkuð og viljum
mæla með henni sem lang-
þráðri hollráðabók fyrir kon
ur og stúlkur, sem langar til
að vera heimsdömur, en hafa
ekki haft ástæðu eða leið-
beiningar 1 til að haga sér
sem slikar. — En eins og
allir vita er það ekki síður
áríðandi fyrir konuna að
kunna að koma fram, snyrta
sig og klæða á þann hátt,
að hún verði ekki sér og
herra sínum til skammar,
heldur en að hún geti talað
sómasamlegt mál og viti
hvenær hún á að tala og
hvenær hún á að hlusta.
Eftir að þessi bók er kom-
in á markaðinn hefur engin
kona lengur neina afsökun
fyrir því, ef hún hegðar sér
eins og ómenntuð afdala-
drós á opinberum stöðum
eða gengur um götur borg-
arinnar eins og þær séu
kargaþýfi.
Frágangur bókarinnar er
hinn smekklegasti, og þýð-
andinn hefur leyst svo erf-
itt verkefni sem þýðing þess
ara bókmennta er, mjög vel
af hendi.
„ÞÖLL- auglýsir
HEITAR PYLSUR, TÓBAK, ÖL, SÆLGÆTI, ÍS,
ÁVEXTIR I ÚRVALI o. m. fl.
bÖLI^ Welfusundi 3
(gegnt Hótel ísland bifreiðastæðinu).