Ný vikutíðindi - 11.10.1963, Blaðsíða 6
6
Nt VIKUTÍÐINDI
Kiúbburinn
I kvöld og næstu
kvöld skemmta:
Herbie Stubbs
kvikmyndastjarnan
úr
„CARMEN JONES“
Tríó Mugnúsur
Péfurssonur
ásamt kínversku
söngkonunni
^ruge Chong
Framvegis verða efri
salir Klúbbsins einn-
ig opnir mánudaga
og þriðjudaga.
KLÚBBURINN
MÆLIR MEÐ
SÉR SJÁLFUR
Lækjarteig 2,
sími 35 3 55.
Röðu11
Diddu Sveins
&
Eyþórs Combo
leika og syngja
fyrir dansinum.
Röðu11
SÍMI 15327
MERGJUÐ OG FJÖRLEGA SKRIFUÐ
SAGA EFTIR MESTSELDA RITHÖF-
UNDINN 1 DAG —
CARTER BROWN
ELSKENDURNIP
OG LÍKIN
Setustofan var mannauð, svo að ég gekk að svefn-
herbergisdyrum Dons og bankaði. Það svaraði enginn,
svo að ég opnaði og gáði inn, en þar var enginn held-
ur.
Húsið virtist í eyði þegar ég kom niður og leit bjart-
sýn inn í borðstofuna. Enginn var sjáanlegur — það
var ekki einu sinni dúkur á borðinu. Eg gekk inn í
setustofuna og þar var maður — Greg Payton.
„Góðan dag,“ sagði ég brosandi, af því ég gladdist
yfir að sjá einhvern, jafnvel þótt það væri bara hann.
„Halió, Mavis,“ sagði hann, en brosið hvarf af vör-
um hans og hann starði á mig. Hann leit út eins og
einhver af lærisveinaxm Kinseys, sem skyndilega upp-
götvar nýjan rannsóknargrundvöll.
„Hvar eru allir?“ spurði ég.
„Wanda er að hvíla sig,“ sagði hann. „Hún hefur
ekki ennþá náð sér eftir atburði næturinnar. Don og
Carl fóru báðir út, held ég. Sennilega eru þeir á labbi
um garðinn, því þeir mega ekki fara út af landar-
eigninni.“-
„Saman?“ spurði ég hissa.
Hann hristi höfuðið. „Eg sá Don fara fyrir svöna
klukkutíma, og Carl fór fyrir tíu mínútum eða svo.
Eg hef ekkert orðið var við Fabian í dag.“
„Er lögreglan ennþá á verði?" spurði ég.
„Já, þeir eru hér ennþá,“ sagði Greg. „Það er einn
þeirra í fremri forstofunni, og svo er fullt af þeim
við hliðin, sem hleypa engum blaðamönnum inn. Svo
virðist sem Ebhart-nafnið hafi töluvert að segja á
þessum slóðum ennþá."
Síminn hringdi með skerandi hávaða, og Greg svar-
aði. Hann sagði nokkur orð og leit svo til mín. „Það
er til þín, Mavis," sagði hann.
Eg fór og tók við tækinu af honum. „Halló?" sagði
ég.
„Er það frú Ebhart?" spurði karlmannsrödd.
„Áreiðanlega," sagði ég, því hver sem þetta var,
ætlaði ég ekki að láta leika á mig og játa enn einu
sinni að ég væri Mavis Seidlitz.
„Þetta ér Donavan yfirlögregluþjónn," sagði hann.
„Eg er á verði við hliðin. Hér er maður sem segist
vera persónulegur vinur yðar. Heitir Rio. Á ég að
hleypa honum inn?“
„Áreiðanlega," sagði ég. „Og þakka yður fyrir að
hringja."
Eg sleit sambandið og sá að Greg horfði forvitnis-
lega á mig. „Þetta er vinur minn,“ sagði ég, Hann
einblíndi svipbrigðalaus á mig. „Nú,“ sagði ég óþolin-
móð. „Þú veizt hvað vinur er, eða hvað? Jafnvel þótt
þú eigir enga, þá hlýturðu að hafa heyrt sjúkling-
ana þína tala um þá, þegar þeir liggja á sjúkrabekkj-
unum þínum og þú rekur úr þeim garnirnar."
„Eg veit hvað vinur er,“ sagði Greg svolítið afund-
inn.
„Það hefðirðu getað sagt strax,“ sagði ég. „Þá hefð-
um við losnað við allt þras. En nú verðurðu að hafa
mig afsakaða, Greg, því ég verð að taka á móti John-
ny núna.“
„Johnny?"
„Vini mínum. V-I-N-I. Við skulum fyrir alla muni
ekki byrja á þessu aftur."
Eg gekk fram í forstofu. IJtidyrnar stóðu opnar
og einkennisbúinn lögregluþjónn stóð fyrir utan þær.
Hann setti sig í stellingar þegar hann sá mig koma.
„Eg er kona Dons Ebharts," sasrði ée\ þegar ég kom
fram í dyrnar.
„Þér eruð nú margt meira en það. frú,“ sagði hann
loðmæltur.
„Eg á von á vini mínum." hélt é<r áfram og þótt-
ist ekki taka eftir augnaráði hans. Hann heitir Rio.“
„Þeir hringdu til mín frá hliðunum og sögðu að
hann væri að koma.“ sasrð’ löp-reelumaðnrinn. ,,Nokk-
uð sem ég get gert?“
„Ekki baun,“ sagði ég, , ekki nema bá að hætta að
horfa svona á mig.“
„Til þess þyrfti ég að vera dauður, frú “ sagði hann,
,,og væiá jafnvel ekki viss um að bað dygði."
Nú nálgaðist bíll Johnnys, og év hlióp fram hjá
lögreglumanninum á móti honum. Hann stanzaði við
hlið mér, og ég opnaði bílhurðina, svo að Johnny
kæmi út. Hann var áhygg.iufullur á svininn og virt-
ist alls ekkert glaður yfir að sjá mig.
..H',ra” getum við talað sama.n?“ tuldraði hann. „Ein-
hver- staðar þar sem við getum verið í næði?“
„Við getum komið upp í herbergið mitt,“ sagði ég.
„Það truflar okkur enginn bar. Don er úti núna.“
„Fínt!“ sagði Johnny. . Hvernig heldurðu að það
líti út í augum hinna í fiölskyldunni9 Maðurinn þinn
er úti, og annar strákur kemur í heimsókn, og þú
ferð með hann beint unp í herbergið þitt!“
„Þú hefur endstvggilegan hugsunarhátt," sagði ég
ávítandi. ..Eins og þessi Freud.“
„Freud? Er hann einn í f.iölskyldunni?" spurði
Johnny forvitnislega. Stundum er hann svo heimskur
að ég furða mig á því að hann skuli muna eftir að
raka sig á morgnana.
„Eg er að tala um þennan Freud,“ sagði ég þolin-
móð. ..Þennan sálfræðing, sem byrjaði á öllum dóna-
skapnum."
„Nú, jæja,“ sagði Johnny og stundi. „Hvar getum
við rabbað sarnan?"
„Hvers vegna göngum við ekki um héma?“ spurði
ég. „Eg hef ekki fyrr komið undir bert loft frá því
ég kom hingað."
„Allt í lagi,“ sagði hann og tók undir olnbogann á
mér. „Við skulum ganga um landareignina."
Þetta urðu öllu fremur hlaup en ganga lengi vel.
Eg er ekki einn af þeim, sem er mótfallin gönguæfing-
um, því þær eru hollar fyrir vaxtarlagið, en öllu má
ofgera. Loksins hægði Johnny svolítið á sér.
„Láttu mig heyra alla söguna," sagði hann.
„Hvaða sögu?“
„Blöðin em með roknafyrirsagnir á forsíðu af morð-
inu!“ hreytti hann út úr sér. ,.Hvað gerðist eiginlega
í gærkvöldi?"
„Hvað kemur þér það við,“ sagði ég þurrpurkulega,
en áttaði mig svo á því að hann ætti ennþá við morð-
ið. „Edwina, ráðskonan, var myrt,“ sagði ég.
„Það stendur í blöðunum," sagði hann. „Þú ættir
helzt að byrja frá byrjun og sleppa engu úr.“
„Stúlkur hafa leyfi til að hafa sín leyndarmál,"
sagði ég.
„Allt í lagi,“ sagði hann hastur. „Þú getur sleppt
úr smáatriðum, sem varðar einkalíf þitt. Segðu mér
bara allt hitt.“
Svo að ég sagði frá öllu öðru, meðan við gengum
rólega rnn graslendið. Þegar ég hafði lokið sögunni,
vomm við komin fram á bjargbrúnina, og allt þetta
bláa úthaf blasti við undir fótum okkar.