Ný vikutíðindi - 11.10.1963, Qupperneq 2
2
Nt VIKUTlÐINDI
f
NÝ VIKUTIÐINDI
koma út á föst-udögum og kosta 5 kr.
Ritstjóri og útgefanai: Geir Gunnarsson.
Auglýsingasími: 17333.
Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegi 27,
sími 14856.
Prentsraiðjan Ásrún h.f.
25 ára afmæli SIBS
Nýlega minntist SÍBS aldarfjórðungs afmælis síns.
Þetta félag hefur unnið merldlegt starf, sem vakið
hefur athygli á íslenzkum berklavamarmálum með-
al frændþjóða okkar og leyst vel að höndum verk-
efni, sem var aðkallandi og Iífsnauðsynlegt fyrir
fjölda manna, sem misst höfðu heilsuna.
Það má segja, að starf SlBS hafi verið líknar-
starf, sem mjög margir eiga að þakka líf sitt og
heilsu — og meira en það.
Berkalveikin var mikill vágestur á Islandi ekki alls
fyrir löngu. Nú er hún það ekki lengur, enda var
tekið miskmmarlaust fyrir kverkar hennar af Iærð-
imi sem leikum. Eiga þar margir hlut að máli, þar
á meðal forystumenn SlBS.
En þótt berklasjúklingum fækkaði, hafa samtök
berklasjúklinga ekki dregið saman segljn í ^tarfs^gii
sinnL ^erksmiðjur SlBS„$ðIIT?qykj^hindi og í Múla-
lundi í Reykjavík era starfræktar af fidlum kráfti,
og eru starfsmenn þeirra, flestir, ekki samkeppnis-
færir á almennum vinnumarkaði, sökum heilsu-
brests.
Ekki hefur þó starfsemi SlBS losnað við nokkra
gegnrýni, eins og eðlilegt er um svo viðamikið fyrir-
tæki. Sambandið fær mikið fé af happdrætti sínu,
og þykir ýmsum iðnrekendum því óþarfi af þvi að
það keppi við þá um framleiðslu með ódýru vínnu-
afli. Þeim finnst happdrættisfé þeirra eigi að nægja
til styrktar veilu fólki af völdum berklaveiki. —
Fleiri ásakanir hefur maður heyrt á hendur hinna
duglegu stjómenda SlBS.
En við skulum láta þessar ásakanir eins og vind
um eyrun þjóta, því þeir hafa unnið merkilegt stór-
virki, sem er þjóðinni til sóina. Á þeim tímum, sem
til SlBS var stofnað, var þetta eitthvert mesta þjóð-
nytjastarf, sem unnið hefur verið. Stjómendurnir
mega að vísu gæta liófs, en þeir eiga heiður skilið
fyrir framtak sitt og það mannúðarstarf, sem SÍBS
hefur leyst af hendi.
Gullnámur Islands
Heita vatnið og fossar okkar eru gullnámur, sem
tiltölulega lítið hafa verið nýttar. Takmarkið hlýtur
að vera að virkja fossana og gufuaflið til fulls og
nýta heita vatnið einnig eins og efni standa til.
Við eigum hér svo ævintýraleg auðæfi, að fæst
okkar gera sér grein fyrir því. Ótakmarkaðir mögu-
leikar blasa við. Orkan úr fossunum er því nær ónot-
uð ennþá. Ylurinn og aflið frá hverunum og laugun-
um býður okkur heim skemmtilegum og nytsam-
Iegum viðfangsefnum, ef við erum menn til að not-
færa okkur þessa nægtabrunna, sem eru við tún-
garð okkar.
Hörkumynd í
Stjörnubié
STJÖRNUBÍÓ sýnir fransk-
ítalska kvikmynd frá Col-
umbia-kvikmyndafélaginu
með ensku tali, sem er lát-
in gerast í lok senni heims-
styrjaldarinnar. Heitir hún
„Kroppinbakurinn frá Róm“
og er byggð á sönniun við-
burðum.
Það má sannarlega segja
um þessa mynd að hún sé
viðburðarík. „II Gobbo“ eða
„Kroppinbakurinn" (Gerald
Blaine) er í stríði bæði við
nazistaherinn, meðan Róm
var bernumin af Þjóðverj-
um, og síðar við Banda-
meríh" þ'égar her 'þeirra 'frels
aði borgina. Hann og menn
hans lenda meira að segja
í styrjöld við lögreglu hinn-
ar frelsuðu borgar. Og það
eni hreint engin barnabrek.
Hin fagra leikkona Anna
Maria Ferrero fer með hlut-
verk Ninettu, dóttur hins
grimma lögreglustjóra fas-
istastjórnarinnar, sem Gob-
bo nauðgar en verður síðar
afar ástfanginn af. Hún sýn
ir honum þó alltaf fyrirlitn-
ingu, jafnvel þegar hann er
þjóðhetja eftir brottför naz-
istahersins. Það er ekki fvrr
en í lok myndarinnar, þegar
Gobbo er orð-inn bófaforingi
og allt er komið í öngbveiti
fyrir honum, að hún levfir
ást sinni til hans að briótas+
fram.
Það er ágæt dægrastytt-
inar að siá bessa mvnd. en
ekki er hún failear. — g.
kvendi
NðJA BÍÓ hefur nú sýnt
um skeið þýzka mjög drama
tíska kvikmynd. sem nefn-
ist „Lulu“ og fer kvnbomb-
an og leikkonan Nadia Till-
er með aðalhlutvei-kið. en
hún hefur áður getið sér
mikið orð í samskonar hlut-
verkum.
Myndin fjallar um götu-
stelpu, sem ríkur maður tek
ur upp a arma sma og genr
að fegurðardís. Stúlkan, esm
nefnist Lulu, er vergjörn
meira en góðu hófi gegnir,
enda umsetin af karimönn-
um (og jafnvel kvenfólki
líka). Hún fær auðugt gjaf-
orð, án þess að segja alveg
skilið við velgerðarmann
sinn, en dauðinn kemur til
skjalanna, svo að hún verð-
ur brátt ekkja.
Hún giftist á ný, og aft-
ur gerir dauðinn hjónaband
hennar endasleppt. Líkams-
fegurð hennar heillar alla
karlmenn, en léttúð hennar
og siðleysi felur í sér brodd
dauðans, og ólánið fetar í
fótspor hennar. Jafnvel
velgerðarmaður hennar og
sonur hans festast í þessu
ólánsneti.
Sjálf kemst hún að lokum
á vonarvöl og allir sem
henni unna deyja eða lenda
í örbirgð. Endalok myndar-
innar eru harmþrungin, og
Þjóðverjunum hefur tekizt
að gera kvikmyndina list-
ræna á köflum og áhrifa-
mikla.
Það liggur samt við að
manni finnist of langt geng-
ið í siðleysi stúlkunnar og
hörmungum þeim, sem hún
veldur — bæði sjálfum sér
og öðrum. En þetta er átak-
anleg mynd og minnisstæð,
minnir jafnvel á elstu útgáf-
una af „Bláa englinum"
(með Marlene Dietrich).
Ómerkileg
mynd
GAMLA BÍÖ byrjaði að
sýna kvikmyndina ,Þau lifðu
það af‘ eftir helgina, og
hættir því áreiðanlega fyrir
næstu helgi. Það er skömm
að því fyrir hið stóra amer-
íska filmfélag Metro-Gold-
win-Mayer að bendla nafn
sitt við svona ómerkilega
mynd,
Svo að segja engu hefur
verið kostað til við töku
myndarinnar. Að vísu eru
þrír leikarar í henni, en
varla örlar fyrir leik hjá
þeim, auk þess sem kven-
persónan er bæði kauðsk og
ófríð. Blökkumaðurinn
Harry Belafonte, sem er
frægur fyrir söngrödd sína,
er látinn ,,leika“ aðalhlut-
verkið, en það er varla að
hann heyrist syngja lag-
stúf. Og Mel Ferrer, þriðja
persónan í myndinni, er
harla lítilfjörlegur. í sínu
hlutverki, enda gefur það lít
ið tækifæri til að sýna leik-
hæfileika.
Þetta er mynd sem vekur
geispa og leiða hjá áhorf-
endum.' Hún er viðburða-
snauð, bjánaleg og langdreg-
in. Það er ekki horfandi á
hana, nema hvað það bregð-
ur fyrir skemmtilegum mynd
um frá stórhýsum New
York-borgar.
Bókamenn
Nú eru síðustu forvöð að eignast ýmsar góðar bækur
á hagstæðu verði. Upplag eftirtalinna verka er ýmist
á þrotum eða mjög lítið til af þeim í gömlu og ódýni
bandi. Þau ritanna, sem bundin verða síðar, hljóta þá
óhjákvæmilega að hækka mjög í verði.
Saga Islendinga IV-IX, öll bindin, sem út eru komin.
I skinnbandi 932,00, í shirtingsbandi 638,00,
óbundin 460,00.
Sturlungasaga I-II (myndskreytta útgáfan). I skinn-
bandi 400,00, í skinnlíki 300,00, óbundin 180,00.
Andvökur Stephans G. Stephanssonar I-VI (heildar-
úgáfa). I skinnbandi 665,00, i shirtingsbandi 517,00,
óbundin 387,00.
Heimskringla I-III, í skinnlíki. 200,00.
Kviður Hómers I-II. I skinnlíki 200,00,
Leikritasafn Menningarsjóðs I-XX. I skinnlíki 825,00,
óbundið 600,00.
Ritsafn Theódóru Thoroddsen, í skinnbandi 280,00,
i skinnlíki 225,00, óbundið 180,00. '